Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Óþolandi níðings blogg um jólinn

Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en þegar að menn eru með níð um aðra hvort sem um  þekkta einstaklinga er að ræða eða ekki, þó svo að þeir séu svokallaðir útrásarvíkingar eða bankamenn sem farið hafa yfir strikið.

Þeir eiga allir fjöldskyldur og hlakka eflaust til jólanna  eins og okkur hinum og eiga allir börn sem að hlakka til jólanna alveg eins og okkar börnum, ekki skemma þessa hátið fyrir þeim! Þeir taka þetta til sín sem það eiga skilið!!


Skrýtin aðdragandi Jóla

Það er óhætt að segja að þessi jól séu skrýtinn í meira lagi, frost og auð jörð og ekkert sem bendir til þess að við sjáum snjó á jólunum, allt útlit fyrir að það yrðu rauð jól, en maður lifandi! það skall á smá föl á Þorláksmessu, og siðan aðeins meiri snjór á Aðfangadagsmorgun og síðan kyngdi honum niður í eftirmiðdaginn og jóladagsnótt, hó hó hó :)

Styrkur íslensks vinnuafls í verki, og til eftirbreytni!

Þetta er með ævintýralegum blæ og til mikils hróss fyrir íslensks hugsunarháttar og vinnusemi.

Þessir áhafnnarmeðlimir farþegaþotunar frá Íslandi leiddist þófið er ekki fékkst þjónusta eldsneytisbíls þeirra Hollendinga á Schipholflugvelli og hófu að moka brautina sjálfir til að þurfa ekki að dvelja næturlangt, þannig eru íslendingar úr garði gerðir, verkin tala!!!

 Ég tek hatt minn ofan fyrir þessum áhafnarmeðlimum, og þið vitið að ég er með hatt :)


mbl.is Mokuðu snjó á Schiphol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátbrosleg jól

Það er talað um kreppu í öðru hverju orði í fjölmiðlum og að Ísland sé  nær gjaldþrota þjóð! En samt les  maður greinar í erlendum blöðum um að Ísland sé mun betur á veg komið en mörg önnur lönd, t.d. er Írland sem er nýjasta dæmið um fallandi land vegna efnahagskreppunar borið saman við Ísland og komum við þar mun  betur út.

Ástæðan er sögð meðal annars vegna hörku íslenskra stjórnvalda sem sögð eru harðskeytt í samningum. Við vitum öll hvar hugur stórs hluta íslensks almennings er gagnvart þeirri stjórn er nú er við lýði, en er málið þannig vaxið að í raun séu þau á réttri leið?? Ég spyr ykkur þar sem að  ég er nú  á báðum áttum !

Jólin eru hátið barnanna og ekki síst barnsins inn í okkur sjálfum, en það er því miður mikið  um grátur hjá fólki sem ekki á höfði undir að halla vegna þess  að það á einfaldlega ekki efni á að halda jól, og einnig vegna annars konar vandamála er ekki endilega tengjast fætækt.


Jólakveðjur til allra bloggara nær og fjær

Óska ykkur öllum kæru bloggar hér á Moggablogginu gleðilegra jóla um leið og ég vil þakka ykkur samskiptin.

Hafnarfjarðarbrandari nr 5

Þegar Ingólfur Arnarson kom til Hafnarfjarðar stóð á skilti:
Til Reykjavíkur og þeir sem kunnu að lesa fóru þangað en hinir voru eftir.

Og einn í kaupbæti


Hafiði heyrt um hafnfirðinginn sem færði húsið sitt heilann meter til að strekkja á þvottasnúrunni?


Hafnarfjarðarbrandari nr 4

Hafnfirðingur hringdi í lögguna og bað hana um að koma í einum grænum því búið væri að ræna úr bílnum hans stýrinu, bensíngjöfinni, kúplingunni, gírkassanum og bremsunni.
Nokkrum mínútum seinna hringdi hann aftur og sagði að allt væri í lagi.
Hann hafði sest aftur í. LOL

Hafnarfjarðarbrandari nr 3

Svo var það Hafnfirðingurinn sem var svo fátækur að hann fékk bréf frá blóðbankanum, vegna þess að hann hafði veðsett blóðið sem hann lagði inn fyrir 3 árum.

Mislukkuð baðferð Hafnfirðings

Það er engu logið upp á þá Hafnfirðinga !!!

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/12/17/mislukkud_badferd_i_hafnarfirdi/?ref=fpmestlesid


Hafnarfjarðarbrandari nr 1

Það var komið að fyrsta skóladegi þessa ágæta Hafnfirðings, vinurinn sagði honum að það eina sem hann þyrfti að taka með væri stigi. Nú !!! hvers vegna, sagði Hafnfirðingurinn, Þetta er nú  einu sinni  Háskóli!!!!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband