Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2009 | 21:13
The Pink Panther strikes again :)
Þessi frétt bærir við gömlum minningum um hin frábæra Inspector Clouseau sem Peter Sellers túlkaði af sinni alkunnu snillt fyrir mörgum árum, maður veltir fyrir sér hvort þessi hópur hafi þennann ágæta franska lögleglumann sér til fyrirmyndar eða hvað? Allavega hefur ekki reynst auðvellt að hafa hendur í hári þessara manna hingað til
![]() |
Bleikur pardus tekinn á Kýpur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 00:38
Downs heilkenni og önnur
Ég er verulega ánægður fyrir hönd allra aðstandanda hóps Downs heilkennis, og vona að þið megið vaxa. En við suma langar mig að segja, stundum skil ég alls ekki hvað drífur menn áfram? þeir tala um "hið góða líf" hvað meina menn með því? er það gott líf að fæðast "vanskapaður" að einhverju leyti, hvort sem um er að ræða á líkama eða sál,?? Eru menn virkilega staðfastir á því að einstaklingar skuli fæðast hvað sem á duni, í hvaða ástandi sem er? Ég sá frétt um daginn frá bónda í sveit, þar sem litið lamb fæddist með tvö höfuð, og lifði nóttina, en var svæft daginn eftir, hefði að öllum líkindum lifað af, en hver yrði þjáningin? Með þessu er ég ekki að segja að aflífa eigi einstaklinga sem svo fæðast! síður en svo, ég er að tala um "hvað ef" og "ef ekki"
Ef hægt er að komast að því tímanlega hvort fóstur sé vanskapað eða að einhverju leyti ekki í lagi, tel ég að það eigi að grípa í taumana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2009 | 21:59
Obama, hin nýja ofurhetja!
Já, þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart, bandaríkjamenn eru sérstaklega lagnir við að vefa ævintýri úr engu, nú úr forsetaembættinu sjálfu. Bangsímon og Harrý Potter hafa nú eignast keppinaut í engum öðrum en sjálfum forseta USA, bækur eru skrifaðar honum til heiðurs og eru ungar kynslóðir vestra óðfúsar að læra sem mest um hin mikla mann, sem sennilega hefur ekkert til saka "enn" unnið en að vera vel máli farinn.
![]() |
Börn eignast nýja ofurhetju - Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2009 | 00:24
Ian Rush á árshátíð Liverpoolmanna
Það er nú gott að Ian kallinn skuli vilja koma á árshátið átrúnaðargoða sinna á íslandi Tekst þeim ekki að fá aðra en "longtimeago" center sem þar að auki hefur margkomið hingað í tengslum við knattspyrnuskóla eða fótboltamót roskinna manna, af hverju reyna þeir ekki að fá til landsins einhverja ferskari og nútímameiri menn, t.d. Benitez stjóra eða Torres, eða bara Gerard sjálfan !! þeir hljóta að koma ef vel er boðið, þeim veitir nefnilega ekki af aurunum! eða hvað?
![]() |
Buðu Ian Rush á árshátíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.3.2009 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2009 | 22:18
Tap og tekjur stjórnmálaflokka 2007
Skv frétt á Vísi.is um tap stjórmálaflokka 2007:
http://visir.is/article/20090320/FRETTIR01/213168639/-1
Mér finnst athyglisvert að sjá þessar niðurstöður, Samfylking tapar mestu eða 90 m meðan tekjur eru 193 m, Vinstri Grænir tapa 36 m, tekjur 80 m, Framsókn tapar 60 m, tekjur 136 m, og Sjálfstæðisflokkurinn tapar aðeins 37 m, en tekjur heilar 317 milljónir!!. það er heilt haf á millli taps og tekkna hjá vinstri og miðju flokkunum og síðan hjá íhaldinu. Hvar liggur þessi gríðarlegi munur? Er rekstur þessara flokka svona misjafn? Er það virkilega að sýna sig að í Sjálfstæðisflokknum séu hæfari "bisnissmenn" sem kunna að reka flokkinn sem fyrirtæki? Og þá spyr ég, eru þeir þá ekki hæfari til þess verks að reka Ísland sem "fyrirtæki" og koma okkur út úr þessu rugli??
Ps bendi þó á að þessar tölur eru fyrir árið 2007, margt hefur á daga okkar drifið síðan þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 20:39
Útrýmið spillingunni
Ég fagna þessari yfirlýsingu páfagarðs um friðþenkjandi Afríku og útrýmingu spillingar en því miður held ég að þetta verði óvinnandi veguri í nánustu frámtíð, slíkt er ástandið í þessari heimsálfu. Sumpart finnst mér þessi ummæli þó eitthvert yfirklór vegna fyrri yfirlýsingar páfa vegna getnaðararvarna er hann lét falla um daginn, og sé að friðþægja sjálfann sig. Sorrý !
![]() |
Páfinn: Útrýmið spillingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 20:25
Trúðverðuleiki kaþólskrar yfirstéttar
Ég er alls ekkert á móti hinum almenna kaþólikka, langt í frá, þeir eru hvorki verri né betri en aðrir trúarinnar menn, en það er hins vegar "yfirstétt" hinnar kaþólsku trúar sem er búinn að eyðileggja ímynd þeirra, ekki síst núna á krepputímum þegar við horfum mikið nánar á alla eyðslu og allt það bruðl er viðgengst í heiminum. þeir eru gersamlega komnir út úr öllum raunverluleika hins veraldlega lífs. Það er t.d. alkunn staðreynd að í dýpstu kimum Vatíkansins sem eru ekki neinar þriggja herbergja íbúðir, eru gríðarleg söfn dýrgripa, málverk og fleira sem ættu aðeins heima á söfnum heimsins fólki til yndisauka og ánægju.
Ég var staddur í einni af hinum mörgu fögru kirkjum Evrópu, nánar tiltekið í Sevilla á Spáni í hittifyrra, og er ég gekk inn var sem ég missti andann af einskærri undrun yfir öllu prjálinu, gullinu og ríkulegheitunum sem þarna voru allsráðandi. Ég hugsaði með mér að Jesú hlyti að snúa sér við í gröf sinni ef hann vissi hvernig þróun trúarinnar hefur breyst frá því er hann hóf boðskap sinn sem trésmiðarsonur upp í þennan auðsöfnuð sem smátt og smátt raunin hefur orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 19:51
ÖSE fylgist með með kosningum á Íslandi !
Já, þetta er alveg ótrúleg staðreynd sem blasir við okkur hér á Íslandi, landi elsta þjóðþings í heimi, og að því er ég best veit hafa kosningar alltaf gengið algerlega snurðulaust fyrir sig, og mig langar að vita nánar um ástæður þess að þetta þurfi að gerast? Er litið á okkur sem algert bananalýðveldi og eða ríki einræðis og spillingar að til þessa eftirlits þurfi að koma?
Er þetta gert í kjölfar bankahruns okkar og þeirrar staðreyndar að við skulum hafa verið settir á hryðjuverkalistanns margumrædda? Er þetta krafa sem sett er vegna láns okkar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Og er þetta fyrsta skref í þá átt að við erum að missa sjálfstæði okkar sem gjaldþrota þjóð ??
Ég bara spyr ???
![]() |
ÖSE fylgist með kosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2009 | 19:11
Jóhanna með um 80% atkvæða

![]() |
Jóhanna með 80% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.3.2009 kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2009 | 17:41
Gunners á skriði

![]() |
Arsenal í fjórða sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)