Færsluflokkur: Bloggar

Ferguson telur fréttamenn of jákvæða!

Þetta sýnir bara að Benites hafði á réttu að standa þegar hann talaði um að Sir-inn hefði gott tak á dómurum og fjölmiðlum, þegar kallinn opnar kjaftinn hlusta því miður allir !!! ef honum sýnist svo snýr hann umræðunni við eftir hentugleika. Nóg um það, punktur, áfram Gunners Smile


mbl.is Ferguson: Fréttamenn of jákvæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar

Það er alveg makalaust hve þrautseigur Ástþór Magnússon er þegar kemur að kosningum af alls kyns tagi , hvort sem er til forseta og eða núna til þingkosninga, því þetta er jú ekkert annað en hans prívat framboð, maðurinn gefst aldrei upp á að reyna að koma sér á framfæri, sem kannski er bara gott hjá honum, ef það er það sem hann vill.

Ég er langt í frá sammála því sem hann stendur fyrir, og tel hann löngu búinn að týna trúverðuleika þjóðarinnar, og þá strax eftir hans fyrstu tilraun til framboðs til forseta um árið. Hvaðan í ósköpunum koma þeir fjármunir sem til þarf í þetta batterý? Koma þeir virkilega frá innlendum peningamönnum sem við könnumst  við sem hinn "holdsveika" fjárfesta útrásarinnar? eða eru erlendir aðilar á vegum svokallaðs "Friðar 2000" (minnir mig að þeir heiti) þar að baki?, eða er Ástþór einfaldlega svona fjáður persónulega að hann hafi efni á þessu sjálfur?

Það sem mér finnst meira um vert er að hann virðist hafa trú á að þetta framboð komi manni á þing!! ég hefði haldið að eftir fyrstu skoðanakannanir skyldu menn þar á bæ einfaldlega leggjast á bakið og gelta uppgjafargeltinu og viðurkenna ósigur sinn, eins og góður og gegn hundur myndi gera. En þetta er bara mín skoðun og engin skyldi taka mark á henni !


Hvers er að vænta með vorkomunni?

Nú er apríl rétt byrjaður og við erum að sjá fyrstu ummerki vorsins, laukarnir  í garðinum mínum farnir að koma upp og birkið byrjað að spýta út fyrstu knúppunum. En þó svo að gróðurinn sé á sínu hægfara og ákveðna vaxtarróli og óháður blessuðu basli þjóðfélagsins er ekki samasem merki á milli hans og vaxtarins í þjóðfélagsgarði okkar mannanna, okkar spretta er ekki í sama takti og spretta gróðursins, því miður. En ég er samt bjartsýnn á að í  nánustu framtíð komi betri tíð með blóm i "garði" og vona að íslenska krónan taki nú við sér líkt og krónublöð græðlinganna gera nú um mundir.

Ég skora á alla bloggara að blogga að minnsta kosti einu sinni í viku, eða oftar, (fer eftir því hve oft menn blogga) um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt til upplyftingar okkur sjálfum til handa,  og sér í lagi öðrum til að byggja upp jákvætt hugarfar sem okkur  veitir alls ekki af, því það er alkunna að mikil neikvæð umræða getur gert venjulegan mann ansi niðurdreginn.  "Koma svo" Heart


Gíslataka í New York í dag

Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa því hve svona atburður er hryllilegur! Venjulegur íslendingur heima á Fróni getur ekki sett sig í spor þeirra er verða fyrir svona voðaverkum, við erum í Adam og Evulandi miðað við íbúa bandaríkjanna og þá margra annarra ef því er að skipta. Hugur minn er til þessa fólks og þeirra Frown


mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtekinn á barstól

Það er með ólíkindum hvað mönnum dettur í hug, þessi fær plús í kladdann frá mér fyrir frumlegheit, en hann hefur vafalaust haldið að þetta fína farartæki teldist ekki undir lög um akstur og áfengi, og hafði þar af leiðandi að eigin sögn fengið sér 15 bjóra, vildi gjarnan sjá hann á fartinu á 60km hraða, en svo segir hann að farartækið komist í Grin                                                              

Barstóll.


mbl.is Handtekinn á barstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungfrú Alheimur hrifin af fangabúðum !

Ok, Annað hvort stígur þessi ágæta manneskja ekki í vitið, eða þá hið ólíklegra, að hún hreinlega hafi ekki vitað hvar hún var stödd, af einhverjum ástæðum, ég hallast að hinu fyrra. Góðan daginn! afslappandi umhverfi og fallegar strendur. að ekki sé nú talað um barinn hjá þeim, hvað í ósköpunum voru P.R fólkið hennar að gera þegar hún lét þessi orð falla?  Jæja hún er alla vega ljóshærð og við vitum allt um í hvaða flokk þær falla, allavega afsannar þessi alls ekki kenninguna. En myndarleg er hún samt InLove


mbl.is Ungfrú alheimur hrifin af Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly kostar "aðeins" 70 millur á ári :)

Varðandi frétt á Vísi.is þá langar mig aðeins að tjá mig, hér er fréttinn : http://visir.is/article/20090328/FRETTIR01/499829548 

Hvað um það þó þessi manneskja fá þessa peninga fyrir það gustukastarf sem hún hefur verið fengin til, aðrir eins fjármunir hafa í súginn farið og ekkert komið í staðinn, jamm, það er makalaust með fréttamiðlanna hve hugsunalaust þeir slá upp sínum fyrirsögnum og er sama hve málið er, það virðist sem fréttastjórar allra miðlanna, hvort sem um um er að ræða sjónvarp eða blöð, hafi það aðeins að markmiði að selja sem mest! held að þetta sé gegnumgangandi viðhorf, (ekki það að ég skilji ekki  það viðhorf út af fyrir sig) en sumt má kjurt liggja!!.


Tilfinningalegt skilningsleysi!

Greyið ræfillinn, það skilur hann enginn og menn halda að hann sé djöfullinnDevil holdi klæddur. Hann nauðgaði dóttur sinni "aðeins" 3 þúsund sinnum!!!! En, hann skammast sín fyrir þetta greyið, reyndi nú að gera vistarverur fanga sinna eins "kósí" og mögulegt var, er hægt að biðja um meira? það ber að virða ekki satt? 

Hann vill reyna að útskýra fyrir dóttur sinni hví hann hafi komið svona illa fram fyrir við hana og vonast til að allir viðkomandi gleymi "yfirsjón" sinni sem fyrst, nokkuð líklegt að um uppgerð sé að ræða af greyinu, svona til að fá smá vorkunn frá lýðnum, honum til sálarfriðs.

Nei, án alls gríns, ef ég réði hvað gert yrði við svona glæpamenn og aðra álíka, væri heimurinn öðruvísi, ég myndi setja þá alla á einhverja eyju sem ekki er byggð, t.d. Papey (ef við heimfærum þetta til Íslands), slá upp nokkrum svefnkofum og útikömrum, vistir fengju þeir vikulega með ferju, og þeir gætu einfaldlega séð um sig sjálfir, enginn kostnaður við gæslu.


mbl.is Fritzl þráir skilning Elisabeth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indverskt karrý út í geiminn!!

Það er með ólíkindum hve karrý getur haft áhrif á líf okkar, Karrý er blanda af mörgum  kryddtegundum og nú er ætlunin að geimferðarstofnun Indlands reyni að þróa karrý með það fyrir augum að ekki verði vonnt af, "Vísindastöðin sem vinnur að matarþróuninni hefur fram að þessu fyrst og fremst framleitt létta matarpakka í heimilislegum stíl fyrir indverska hermenn"   Halló !!! vita þeir ekki af okkar íslenska kjöti í karrý?


Þvílíkur körfuboltaleikur !

Ég verð að segja að þetta er einn sá rosalegasti körfuboltaleikur sem fram hefur farið!! ( þó ég hafi aðeins fylgst með honum live á netinu) hann fór í fjórar framleikingar og endaði með 129-gegn 124 stigum KR í vil, en þvílíkt og annað eins, þetta er akkúrat það sem áhangendur körfuboltans eru að tala um, spennan getur ekki orðið meiri en þetta. Nema þá kannski í boccia !
mbl.is KR sigraði eftir fjórar framlengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband