Færsluflokkur: Bloggar

Er kaþólsk trú á villigötum?

Þegar að maður heyrir svona fréttir langar mann hreinlega til að leggja upp laupanna og  gefast upp.  Þessir hempuklæddu menn hinnar kaþólsku kirkju virðast engan veginn vera staddir í raunveruleikanum í hvaða merkingu þeirra orða sem þau nú eru.  Þeir dirfast að fordæma lítið barn 9 ára að aldri, littla stúlku sem varð þunguð eftir nauðgun stjúpföðurs síns, ófreskju,  ekki bara að einu barni heldur tvíburum.! .

Kaþólski kardinálinn segir að "hin ófæddu börn"  hafi átt rétt á að lifa, og undir þetta taka hinar hávirðulegu hempur í Róm! Hvað í ósköpum verður til að menn ( í þessu tilfelli hávirðulegir kardinálar og aðrir hempuklæddir menn hinnar kaþólsku trúar)  kunngjöri þvílíkann boðskap?  Þetta er alls ekkert nýtt hjá þessum trúarinnar mönnum, þeirra blóðslóð má rekja langt aftur í aldir, gleymum því ekki að þeir gerðu út málaliða (Hermenn) til Suður Ameríku á sínum tíma og drápu þúsundir manna í nafni trúarmála. Nei, ég held að tími sé kominn til að kíkja á þessa klerka betur, þeir eru ekki betri en fjármálamennirnir okkar, þess virði að kíkja á.

 


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neysla dregst saman, eða?

Nú þegar kreppir að skóm þarf að herða reimarnar fastar að  svo tryggt sé að jafnt og örugglega sé stigið til jarðar. Þessi könnun Morgunblaðsins sýnir t.d. að um 90% fleiri lögðu inn númeraplötur sínar frá okt 08 til mars 09, og jakkafatahreinsun hefur lika dregist saman töluvert, enda færri bankamenn í fínum fötum Smile  Meira að segja gengur illa að selja hreinræktaða hunda! hvernig sem á því stendur nú. Það er líka mikil merking í aukningu á sölu á bökunarvörum, sem þýðir að fleiri eru að baka sitt eigið brauð frekar en að kaupa úti í bakaríi.  Það er líka fyndið að fólk hefur greinilega minkað verulega notkun háralita, það var aðeins 30% aukning í febrúar miðað við tæplega 70% í nóvember 2008.

En allt hefur sínar björtu hliðar á móti, bankamenn fóru í flokkum til útlanda í árshátíðarferðir  og létu væntanlega hreinsa sín föt þar, en gera það á Íslandi nú, fólk keypti tilbúnar kökur og lét vera að baka, en gera það nú, það eykur verslun í bökunarvörum, menn og konur fóru mikið út að borða  á hinum fjölmörgu veitingastöðum borgarinnar, sem var bara gott út af fyrir sig  en gera það ekki svo glatt í dag,  þetta náttúrulega þýðir að fleiri kjósa að borða heima, sem aftur kallar á að það þarf að versla í búðinni þinni sem er bara gott. Svona dæmi er lengi hægt að telja upp á þessum erfiðu tímum og ekki auðvelt að segja til um hvernig fer, en ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina Wink


mbl.is Neysla dregst saman í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og framtíðin

Nú er Davíð Oddson seðlabankastjóri stiginn af stóli og aðrir menn teknir við stjórn þar á bæ. Settur hefur verið norskur maður í þetta embætti til bráðabrigða, eða þar til annar verður fenginn til starfanns eftir "réttum" leiðum. Ég þekki Davíð ekki neitt frekar enn svo margir landsmenn. Margir hafa verið ósparir á gagnrýni á hans störf í þessu embætti, sumir á móti hans störfum og aðrir með. En eitt veit ég og það er náttúrulega mín persónulega skoðun, að hann er ákaflega vinalegur maður með gífurlega mikinn persónuleika og útgeislun að því er mér hefur fundist í gegnum tíðina, hafandi fylgst með hans störfum , allt frá því er ég fyrst fylgdist með honum og hans félögum,
Hrafni Gunnlaugsyni og þórarni Edjárn í Matthildi sem alþjóð veit að er meistarastykki !.

Davíð er eins og alltir vita vesturbæingur með meiru, og hefur stundum verslað við mig í minni verslun.  Hann kemur sérlega vel fyrir og er mjög alþýðlegur maður sem heilsar öllum með sömu virktum hvort sem um er að ræða háttsetta menn í elítunni eða hin óbreytta almúga.

Ekki er ljóst hvað hann tekur sér fyrir hendur nú að loknu bankastjórastarfinu, en ég á von á að hann leggi höfuðið í bleyti og velti hinum ýmsu möguleikum fyrir sér, hvort sem hann leggist í ritstörf eða hreinlega fari aftur í stjórnmálinn, sem ég persónulega vona að hann geri.

Reykjavík / Róm

Nú er ekki gott að tala um peninga, eða flotta bíla eða jafnvel flott penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, Róm eða öðrum álíka flottum borgum.Það er heldur ekki gaman né flott að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar, Ísland,  og raunar allar þjóðir heims,  séu að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða manna og kvenna væri meiri en áður?   Nú er lag að breyta þessu, hvernig? jú, í vor á að kjósa á ný og það er aðeins í okkar valdi (kjósendanna) að breyta þessu.

Ég neita að trúa því, og, ég ætla  ekki að trúa né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu föðurlandi, geti kollvarpað öllu atvinnulífi, öllum landbúnaði, öllum sjávarútvegi, sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, og skuldsettu íslensku þjóðina fyrir herlegheitunum ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur) voru fengnar á 100%  láni frá Landsbankanum, ( hvar var verið að skoða veð vegna þessa lána ? )  Ef þetta er ekki saknæmt, þá heiti ég Jón!


Neyðarlög vegna nauðgana (Ítalía)

Ég verð að segja að ég varð gersamlega orðlaus er ég las þessa frétt frá Ítalíu, um að tilskipun skyldi taka gildi hvað varðaði nauganir á börnum undir lögaldri, og einnig að ef um væri að ræða morð, refsing hljóðar upp á lífstíðardóm, Einnig er rætt um  "götueftirlit  sem framkvæmt verður af óvopnuðum sjálfboðaliðum..(  ok það gæti verið góð leið )  HALLÓ !!!!!! Hvaða dóma fá þessir svipaðir afbrotamenn hér á Íslandi?   2- 5 ár nokkurnveginn !!!!! 
mbl.is Neyðarlög vegna nauðgana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaskjól

Dj er að heyra þetta, við verðum að rannsaka þetta til hlýtar, ef fyrirtæki hafa virkilega fært alla sína fjármuni til skattaparadísar einhverstaðar í suðurhöfum, þarf styrka menn og konur til að rannsaka það, og ég er viss um að það verður gert, varlega þó.


mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli verða að vera hnitmiðuð!

Já, það eru orð í tíma töluð hjá Bubba þegar hann mætti með heila grúbbu við Seðlabankann og sagði þingmönnum til syndanna  og mættu fleiri mæla svo, en það eru fleiri fletir á þessum mótmælum, og nefni ég þá sem dæmi hið óbreytta starfsfólk sem vinnur t.d. í Seðlabankanum og hefur gert lengi, og er umbunað eins og okkur öllum, með árshátíð einu sinni á ári, sumir líta á árshátíðir eins og jól nr 2, ef ég má gerast svo djarfur að segja :), en hvað um það,  nú mætti allt mótmælaliðið á þessa hátið starfsfólks ( því árshátíðir eru náttúrulega fyrst og fremst fyrir hin almenna launþega, en ekki stjórnendur, þó þeir sjái sér oft fært um að mæta í flugumynd ),en það var náttúrulega ekki mjög auðvelt  fyrir fólkið að skemmta sér vegna allra mótmælanna þar, enda var henni slúttað snemma, sökum óhóflegra mótmæla á þeim tímapunkti, að mínu mati,( þetta fólk var kannski búið að hlakka til í marga mánuði að fara út og lifta sér upp, því ekki fara allir út um hverja helgi á djammið! :) )  Síðan hófust mótmæli fyrir utan Seðlabankann sjálfann, og var stundum á mörkunum að þessir sömu starfsmenn kæmust inn til vinnu fyrstu dagana, þetta sýnir, að stundum verða þeir sem síst eiga hlut að máli, verst fyrir barðinu á þessum annars góðu mótmælum.  Allt hefur sinn stað og tíma :) .


Spákaupmennska eða ?

Það kemur sennilega mörgum á óvart hvernig komið er fyrir okkur íslendingum nú á dögum, okkur sem  verið hafa  sjálfum okkur þokkalega nógir í gegnum tíðina, og getað með sjávarútvegi okkar og landbúnaði, nokkurn veginn brauðfætt þjóðina, þó að vísu innflutningur hafi alltaf verið meiri en útflutningur og skuldir ríkisins hafa á stundum verið meiri en menn vildu.

Ég man vel þegar ég var ungur drengur að alast upp í Sogamýrinni og pabbi var alltaf á sjónum og mamma að hjúkra særðum og sjúkum á spítala, og við systkinin þurftum oft að sjá um okkur sjálf, þannig séð, þó sáu foreldrar okkar alltaf  fyrir því að við hefðum mat á borðum þegar þau voru úti að vinna, pabbi var kannski úti á sjó vikum saman og stundum mánuði, og mamma vann margar aukavaktirnar sem hjúkrunarkonur þurftu í þá daga að gera, og gera enn ! oft næturvakt í kjölfar dagvaktar.
Ég minnist þess alltaf þegar pabbi kom heim eftir langa siglingu og hafði selt afla á markað í Hull eða Grimsby, og kom heim korter fyrir jól, oft með ný epli eða  kassa af vínberjum, sem maður sá ekki mikið af á þeim tímum, og stundum leikföng sem unga drengi gat aðeins dreymt um! Það voru sko jól til að tala um.

Þið eruð kannski að pæla í því hvað æska mín komi þessu við, en jú, ég er  aðeins að koma jákvæðum straumum inn á milli þessarar umræðu til að brjóta þetta upp.

En nú hafa dökk ský hrannast upp og þau þykkna dag frá degi, og það sem við skulduðum fyrir tuttugu eða þrjátíu árum eru hjóm eitt hjá því sem er í dag. Hvað kom fyrir og hver er sökudólgurinn, ef einhver er.
Er hægt að benda á einhvern einn, eða er þetta samtvinnað einhverjum margslungnum þráðum ofnum af slyngum mönnum sem sáu sér leik á borði í kjölfar hinnar miklu byltingu sem varð í kjölfar tækninnar og notkunarmöguleika tölva og þeirra upplýsinga er henni fylgdu? Nýútskrifaðir viðsiptafræðingar háskólanna (hérlendis sem erlendis)  hljóta að hafa verið ginkeyptir fyrir góðri vinnu hjá hinum fjölmörgu fjármálafyrirtækjum sem spruttu upp eins og gorkúlur út um allt og urðu gróðrarfíkninni að bráð og þá er ekki að sökum að spyrja. Að ekki sé talað um allar þær siðareglur sem margbrotnar hafa verið og greinilega engin hefur túlkað rétt. Nú fer í hönd endurskipulagning fjármálakerfa um allan hin vestræna heim um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að spákaupmenn eða aðrir fjárglæfrarmenn geti orsakað hrun, ekki bara eins samfélags heldur allrar jarðarinnar. Eins og alheimur veit hefur afleiðing alls þessa orsakað hrun vaxtaskeiðs og "góðæris" sem auðvitað er orðið til af þennslu þessa tímabils, sem ég tel að" spákaupmenn" hafa hrundið af stað og ekki sér fyrir endann á því ! 

Hinir hugrökku

 

Það er náttúrulega i bakkafullann lækinn að ræða meira um mótmæli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandið sem upp er komið í dag, en engu að síður langar mig til að nefna nokkur atriði sem að þessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á aðra en sjálfa mótmælendurna, nefnilega þá sem standa frammi fyrir lýðnum sem langflestir láta friðsamlega, og þá hina sem ekki hafa hugmynd um hvað um er að vera og halda að búið sé að bjóða í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé að búa til varðeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.

Ég eins og svo margir aðrir hef ekki komist hjá því að taka eftir  framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og þeirra þátttöku í þessum róstursömu óeirðum á Austurvelli og víðar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluðu fólki, sem kemur aðeins til að eyðileggja fyrir hinum heilbrigða mótmælenda sem ekkert til saka hefur unnið nema að mótmæla því hruni sem orðið hefur á okkar velferðarþjóðfélagi og þeim ólifnaði sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundað, og fært okkur aftur um 30 ár eða svo!

En snúum okkur aftur að löggæslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er  auðvelt né þægilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur staðið sig með miklum sóma að mínu mati, bæði hvað varðar stjórn samhæfingar allra aðgerða, sem ég þykist viss um að hann hafi skiplagt,  með aðstoð sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.

Minn hattur fer hátt á loft fyrir þessum mönnum sem vinna þessa vanþakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orðsins fyllstu merkingu !)  Mér hlýtur að finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknað þessara manna, og er viss um að framtíðinn verður okkur farsæl og friðsöm, og með vorinu grænkar allur gróður,  og ég er viss um að það verður fleira en "gróðurinn" sem verður vorinu að bráð. :)

Áfram Ísland !


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband