Trúðverðuleiki kaþólskrar yfirstéttar

Ég er alls ekkert á móti hinum almenna kaþólikka, langt í frá, þeir eru hvorki verri né betri en aðrir trúarinnar menn, en það er hins vegar "yfirstétt" hinnar kaþólsku trúar sem er búinn að eyðileggja ímynd þeirra, ekki síst núna á krepputímum þegar við horfum mikið nánar á alla eyðslu og allt það bruðl er viðgengst í heiminum. þeir eru gersamlega komnir út úr öllum raunverluleika hins veraldlega lífs. Það er t.d.  alkunn staðreynd að í dýpstu kimum Vatíkansins sem eru ekki neinar þriggja herbergja íbúðir, eru gríðarleg söfn dýrgripa, málverk og fleira sem ættu aðeins heima á söfnum heimsins fólki til yndisauka og ánægju.

Ég var staddur í einni af hinum mörgu fögru kirkjum Evrópu, nánar tiltekið í Sevilla á Spáni í hittifyrra, og er ég gekk inn var sem ég missti andann af einskærri undrun yfir öllu prjálinu, gullinu og ríkulegheitunum sem þarna voru allsráðandi. Ég hugsaði með mér að Jesú hlyti að snúa sér við í gröf sinni ef hann vissi hvernig þróun trúarinnar hefur breyst frá því er hann hóf boðskap sinn sem trésmiðarsonur upp í þennan auðsöfnuð sem smátt og smátt raunin hefur orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband