ÖSE fylgist með með kosningum á Íslandi !

Já, þetta er alveg ótrúleg staðreynd sem blasir við okkur hér á Íslandi, landi elsta þjóðþings í heimi, og að því er ég best veit hafa kosningar alltaf gengið algerlega snurðulaust fyrir sig, og mig langar að vita nánar um ástæður þess að þetta þurfi að gerast? Er litið á okkur sem algert bananalýðveldi og eða ríki einræðis og spillingar að til þessa eftirlits þurfi að koma?

Er þetta gert í kjölfar bankahruns okkar og þeirrar staðreyndar að við skulum hafa verið settir á hryðjuverkalistanns margumrædda? Er þetta krafa sem sett er vegna láns okkar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Og er þetta fyrsta skref í þá átt að við erum að missa sjálfstæði okkar sem gjaldþrota þjóð ??

Ég bara spyr ???


mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þú sérð þetta í svolítið dökkum litum- ÖSE hefur fylgst með kosningum víða í friðsælum lýðræðisríkjum -og hér hafa verið allt að því götuóeirðir að undanförnu. það er ein ástæða þess að þeir koma núna. Önnur er að stjórnvöld brjóta allar almennar reglur um kosningar með því að ætla að breyta kosningalöggjöfinni rétt fyrir kosningar. Það er litið alvarlegum augum hjá ÖSE.

Bjarni Harðarson, 20.3.2009 kl. 20:54

2 identicon

Takk fyrir innlitið

Jú kannski, en mikið vildi ég gefa til að sjá þetta í góðum lit  en þar sem ég er aðeins leikmaður og stolltur íslendingur,  hlýt ég að spyrja mig þessa spurninga, ekki síst í ljósi þess hve oft maður hefur séð fréttir í sjónvarpi um eftilitshópa sem sendir eru til landa er við venjulega teljum til "óvandaðra" þjóða(ekki endilega í slæmri merkingu þannig sé) sem oftar en ekki eru ekki með lýðræðið að leiðarljósi!!  

guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband