Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Megrunarplan Victoriu Beckham

Guð minn góður, er hún ekki flott?

Halló, þegar að  svona  fréttir koma á vefmiðlum, hvort sem þær eru á pappír eða á vef eins  og þessum, rennur mér kalt vatn á milli skinns og hörunds!!

Hvað kemur okkur við þó að þessi ágæta manneskja sem ekkert hefur sér til ágætis nema að vera gift þokkalegum fótboltamanni sem að auki  var einu sinni í Man U????

Hverjum er ekki sama þó að hún sé að fara að eignast sitt fjórða barn og vilji komast í stærð 4 strax að lokinni fæðingu eða hér um bil ?

Aumkunarverð blaðamennska, en í raun dapurlegt vegna þess að það eru lygilega margir sem vilja lesa þetta og fylgjast með lífi frægu stjarnanna???? 

http://mbl.is/smartland/stars/2011/07/09/megrunarplan_victoriu_beckham/ 


Suður-Súdan - Nýjasta land í heimi - Enn eitt valdataflið enn í svörtustu Afríku!

Hversu betur eru þegnar þessa hrjáða lands komnir við þetta?

Allt innra skipulag stjórnkerfisins  er lamað,  olíulindir eru einhverjar, en hvað kemur það til með að skila þeim, verða nýjir ráðamenn heiðarlegri en þeir er fyrir voru? Nei, það held ég ekki, þetta er bara eitt valdataflið enn í svörtustu Afríku!

http://visir.is/sudur-sudan---nyjasta-land-i-heimi/article/2011110709106

Súdan

BP vill hætta að borga, skömm er ekki til í þeirra orðabók!!

Er þetta ekki týpískt fyrir stórfyrirtæki, að reyna að "stöðva tapið" (cut the loss) og koma með afsakanir sem eru gersamlega út úr kú!!

Að halda því fram að allt sé nú í himnalagi og allir túristar séu snúnir tilbaka og trallala!!!

Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds við svona ummæli!!

Ástand heimsmálanna er að stóru  tilkomið vegna allt of mikilla  yfirráða stórfyrirtækja í dag,  sem í raun ráða pólítískt öllu,  hver fer með völd í hverju landi fyrir sig með ofurstyrkjum sem faldir eru og engin sér, og ekki síst þrýstingi  eða " lobbýisma" sem engin má vanmeta og kemur miklu í verk, sama hve landið er!!!

BP olíufélag


mbl.is BP vill hætta að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggsöguhrellir til handa foreldrum til lestrar í útilegu við varðeld!

Húsið

 

Í vesturbænum húsið stendur autt og ógnþrúngið,

Með mölbrötna glugga er snúa í átt að sjó.

Reykháfurinn hálfur teygist afskræmdur upp,

Líkt og  hendi upp úr hálfopinni yfirgefinni gröf.

 

Krakkarnir í hverfinu þau hræðast þennann stað,

Því heyrt  hafa þau orðróm um að maður sæist þar! ,

Hann á að vera sveipaður í  gullið herðasjal

Með augur er lýsa  hungri og skelfingu í senn.

 

Enn einn var sá er þorði, þó með hálfum hug að fara,

Inn í þetta stóra hús og finna þennann mann,

Hann vissi ekki hitt að sagan hún var sönn!

Þessi maður hann var inni og eftir stráknum hann nú beið!

 

Það halla tók að kvöldi og að miðnætti senn leið,

Strákur læddist stuttum skrefum inn um dyr og beið,

Hann littla ljósatýru fékk úr vasaljósi fínu

En trúði vart að dynkirnir, þeir komu  úr hjarta sínu.

 

Nú atburðirnir hraðar næstu mínúturnar liðu,

Er inn í  breiðan gang hann kom og krakkar úti biðu,

Hann heyrði hávært hljóð er líktist klukknaslætti,

Hann snertingu við fótinn fann og andardrætti hætti !!!!

Höf:

Guðm Júlíusson 

 

 

 

_______________________________________________

Kveðja

Guðmundur Júlíusson


Kóngulóin er besti veðurfræðingurinn

Hef verið að fylgjast með stórrí kónguló sem tekið hefur sér búsetu  í garðinum mínum, og síðastliðnar fimm vikur  hef ég ekki getað haft augun af henni  og hennar  fallega vef, sérstaklega þar sem mér er meinilla við þessa tegund skordýra og í  raun afarhræddur við þær, og er alltaf að passa upp á að  hún sé á sínum stað og fari ekki lengra,  (þ.e. inn í  íbúðinna) sem hún náttúrlega gerir ekki, og hangir bara á sínum vef og veiðir sínar flugur, gott mál.

En ég hef tekið eftir ákveðnu  háttarlagi hjá þessari ágætu kónguló, hún  finnur veðrið á sér svo ekki sé vægt í árina  tekið.

Ef t.d. rok er  væntanlegt er hún flúin upp í  rjáfur einum til tveimur tímum áður, ef mikil sól er í kortunum er hún löngu komin til að undirbúa vef  sinn, ef rigning er væntanleg er hún fyrst til að láta mig vita, því hún felur sig tímanlega áður en á skellur. Hver þarf á veðurfréttum Rúv eða Stöð 2 að halda þegar maður hefur þessa fínu kónguló??

Merkilegt nok þetta dýraríki !!! 

koguló

,,Faðir minn er tákn Líbíu''

Segir dóttir harðstjórans Gadhafi,  hún eins og  svo margir sem blindir eru gegn kúgun og áróðri stjórnvalda í Líbýu og öðrum þjóðum eftir áralanga vist við allsnægtir

Það er vafasamt hvessu mikið  þessi dóttir ætti að veifa faðerni sínu!!!! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband