Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Box í kvöld

Núna rétt eftir miðnætti, eða kl eitt mætast þeir Floyd Mayweather Jr og Juan Manuel Marquez í  svakalegum bardaga sem lengi hefur verið beðið eftir. Mayweather  er fjórum kílóum þyngri en Marquez sem þó segist alls ekki hræddur heldur segist hafa æft gríðarlega vel og sé fullur sjálfstrausts.

Ég held að ekkert geti komið í veg fyrir að  Mayweather sigri í þessum bardaga, nema þá helst hans eigin hroki!!!


Falleg saga úr seinni heimstyrjöldinni

Þetta er pottþétt drama fyrir góða mynd frá Hollywood, enda hefur hún allt sem þarf, en í stuttu máli er það svo að Jack Harold var skotinn niður yfir Þýskalandi árið 1944 og..............snnnnfffffff  lesið þetta frekar hér Heart

http://visir.is/article/20090919/FRETTIR02/726661745


Er loksins eitthvað malt í stjórnarandstöðunni ?

Tryggi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer ekki fögrum orðum um ríkisstjórnina og sakar hana um slöttólfshátt, þar á hann við að VG hafi vísvitandi komið í veg fyrir að viljayfirlýsing vegna álvers á Bakka yrði framlengd.

Hann talar einnig um að stjórnin sé að drepa allar atvinnuhorfur á norðausturlandi (og í raun alls landsins, innskot Gudjul)  og segir að stefna vinstri flokkanna sé mjög skýr, nefnilega engin!

Ég lýsi hér með eftir meiru af afdráttarlausum og beryrtum skoðunum stjórnarandstöðumanna, það vantar allt malt í þá flesta, yfirleitt eru þeir með staðlaðar pólítískar yfirlýsingar sem allir kunna og engin nennir að hlusta á, en þá vantar að tala meira frá hjartanu, það er það sem kjósendur vilja hlusta á.


Uppsagnir dregnar til baka, ánægjulegar fréttir úr atvinnulífinu

Loks "öfugar" fréttir hvað varðar atvinnulífið, Icelandair hefur ákveðið að draga uppsagnir á þriðja tug flugmanna tilbaka og segja að útlit sé mun bjartara en spár sögðu til um, og er það kannski enn eitt dæmið um að "kreppan" sé kannski á undanhaldi. Aukin aðsókn erlendra ferðamanna til Íslands er staðreynd og kannski ekki að undra í ljósi gengis krónunnar. Áfram með samskonar vinnubrögð Smile

"Vinstri akreinarökumenn"

Ég er venjulega rólegur í umferðinni svona alla jafna, en það koma stundir þar sem mér fallast allar hendur í skaut!  Það á að aka á eðlilegum aksturshraða er  bara hið besta mál en þegar fólk, bæði menn og konur aka langt undir eðlilegum hraða er gersamlega óþolandi, og getur virkilega pirrað annars rólyndisfólk. Að ekki sé talað um þegar það ekur á vinstri akrein á annatíma svo sem á morgnana á leið til vinnu og er jafnvel að tala i síma, þú kemst ekki fram úr þar sem viðkomandi bíll ekur kannski jafnhliða vöruflutningabifreið á 40-50 km hraða, og skeytir engu um hvort þú blikkir hann eða smellir á hann háu ljósunum til að láta vita að þú viljir komast fram úr.

Erlendis þekkist þetta alls ekki og held ég að kennsla verði að vera mun nákvæmari og hnitmiðaðri en nú gerist. Bílstjórar, takið ykkur taki og lagið þessa lesti ykkar þið sem kannist við þessa lýsingu.

 


Sveppatínsla getur verið ákaflega pínleg og varhugaverð!

Góð vísa er aldrei of oft kveðinn, það sannaðist þegar ungun maður ráfaði  um nakinn og spjarir hans á víð og dreif um verslun Hagkaupa í nótt undir áhrifum sveppaáts að eigin sögn, það var að mig minnir í þessari viku að "Reykjavík síðdegis" var með viðtal við kunnáttumanneskju um íslenska sveppi og það sem ber að varast við neyslu þeirra, eins margar og tegundirnar eru, nema að hún tiltók einmitt einkenni sem einmitt á við hér, nefnilega það að oft hafa menn, við neyslu eitraðra sveppa átt það til að fækka fötum og hafa t.d. fundist uppi í trjám og hafa enga skýringu getað gefið um hvernir þeir komu sér þangað!

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/19/nakinn_og_til_vandraeda/


Ósýnileiki stjórnmálaforingja

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Jóhanna Sigurðardótti forsætisráðherra hefur ekki beint verið að vasast mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið, og hefur mikið verið rætt um það á flestum miðlum, en það sem mér hefur frekar orðið að undrunarefni er að formaður Framsóknarflokksins, flokks í stjórnarandstöðu, Sigmundur Daði Gunnlaugsson, hefur alls ekkert sést eða heyrst í undanfarnar vikur? Annað hvort er formaðurinn í löngu sumarfríi á sólarströnd eða hvar sem hann er, eða þá að hann er hreinlega sprunginn. Það tækifæri hefur Höskuldur Þórhallsson svo sannarlega nýtt sér, hann er nánast í hverju viðtali á eftir öðru og er greinilega í atkvæðasmöllun!!

Skref í átt að bata?

Þessi frétt gæti glætt vonir okkar um að kreppan sé að lina tökin á lélegu árferð,  og muni efla efnahag okkar í framhaldinu, alla vega er þetta skref að ég tel í rétta átt.
mbl.is Røsjø eignast hlut í MP Banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðistjórnun EB og ásókn þeirra í okkar auðævi.

Það er staðreynd og  rétt með farið hjá þeim sem haldið hafa fram þeirri skoðun sinni að fiskveiðistjórnun EB sem og margra ríkja þess sitt í hvoru lagi, hefur verið svo slæm að svo mikið hefur verið gengið á mið þeirra að í dag er sú staða uppi að fiskveiðar eru víða nánast dauðar,Þeir hófu þannig að sækja norðar og ætluðu að hreinsa okkar mið í norðanverðu Atlanstshafi, við þekkjum öll það ferli, þorskastríðin nánar tiltekið, tökum breta sem dæmi, í gömlum fiskveiðibæjum eins og Grimsby og Hull er þessi atvinnugrein nánast dauð, og gríðarlegur fjöldi manna sem hafa misst atvinnu sína af sjómennsku, sama er upp á teningnum hjá spanverjum og portúgölum, það hefur verið hrun í þessari grein síðustu hva, 10-30 ár, enda fá þeir ekki sama óhefta aðgangin að íslenskum og norskum fiskimiðum sem og áður!!

Nú vilja þessi sömu lönd endilega fá okkur íslendinga inn í bandalagið til þess eins að komast inn í landhelgi okkar og ofveiða sem mest þeir mega! það þarf engan snilling til að sjá það, látið ykkur ekki detta í hug að annað sé upp á teningnum, ekki það að við séum eitthvað sérstök að öðru leyti, þetta snýst eingöngu um fiskimið okkar og væntanleg olíuauðævi!


Már Guðmundsson, segðu alþýðu Íslands að peningar sé ekki allt!

Már Guðmundsson segist hafa hætt í sínu starfi í Basel þar sem hann hafi þénað um 5 millur á mánuði í starf seðlabankastjóra með ca 1,5 (give or take) hafandi þénað þetta í ákveðin tíma og getað lagt fyrir góðan sjóð til elliáranna finnast mér orð hans ansi klén! hann tekur illa til orða með því að segja að peningar skipti ekki öllu, nei, ekki hjá honum enda búinn að tryggja sín efri ár, en það er ekki það sama upp á teningnum hjá okkur hinum! Már, talaðu varlega.
mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband