"Vinstri akreinarökumenn"

Ég er venjulega rólegur í umferðinni svona alla jafna, en það koma stundir þar sem mér fallast allar hendur í skaut!  Það á að aka á eðlilegum aksturshraða er  bara hið besta mál en þegar fólk, bæði menn og konur aka langt undir eðlilegum hraða er gersamlega óþolandi, og getur virkilega pirrað annars rólyndisfólk. Að ekki sé talað um þegar það ekur á vinstri akrein á annatíma svo sem á morgnana á leið til vinnu og er jafnvel að tala i síma, þú kemst ekki fram úr þar sem viðkomandi bíll ekur kannski jafnhliða vöruflutningabifreið á 40-50 km hraða, og skeytir engu um hvort þú blikkir hann eða smellir á hann háu ljósunum til að láta vita að þú viljir komast fram úr.

Erlendis þekkist þetta alls ekki og held ég að kennsla verði að vera mun nákvæmari og hnitmiðaðri en nú gerist. Bílstjórar, takið ykkur taki og lagið þessa lesti ykkar þið sem kannist við þessa lýsingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband