Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Margir sagðir fastir í Þórsmörk

"Það var eins og maður væri kominn í stríðið í Viet Nam þarna uppi á Morinsheiði. Það voru allt að fjórar þyrlur í einu, Landhelgisgæsluþyrlan og þrjár aðrar,“ sagði Kristinn Garðarsson, landfræðingur og kortagerðarmaður, sem varð vitni að því þegar ný gossprunga opnaðist í kvöld."

Margir gista í Básum í nótt, og mörgun var meinað að aka út úr Þórsmörk í kvöld.

„Það var spurt hvort einhver væri með gítar! Það er bara fín stemmning,“ sagði Kristinn. Hann er Vestmannaeyingur og varð vitni að Heimaeyjargosinu út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér í janúar 1973. Gosið þá var í nokkurra hundraða metra fjarlægð.


mbl.is Fólk fær að fara úr Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá gerast slysin!

Hvers vegna eru almannavarnir ekki eins sýni og heyranlegar og þegar að gosið hófst? Nú þegar að manni virðast enn meiri lýkur á að eitthvað sé að gerast og að almenningur sé að verða kæruleysari um um gosið og allir þeysa um allar jarðir til að skoða frá eins góðum sjónarhóli og unnt er, þá gerast slysin!!

Gleymum ekki þeim þremur sem urðu úti á Fimmvörðuhálsi fyrir fjörtíu árum

Það er aldrei of oft sagt að menn fari varlega í náttúru Íslands, sérstaklega nú vegna gossins í Eyjafallajökli, því eins og menn muna hafa menn farist þarna áður við svipaðar aðstæður. 

Minningarskjöldur um þau þrjú ungmenni sem urðu úti á hálsinum stendur enn þrátt fyrir áhyggjur ættingja þeirra sem hann settu upp. "Systkini Dagmarar Kristvinsdóttur, íslensku stúlkunnar sem lést, settu upp skjöldinn fyrir sjö árum til minningar um systur sína og hin tvö sem urðu þarna úti á hvítasunnu vorið 1970, þau Elisabetu Brimnes frá Færeyjum og Ivar Stampe frá Danmörku."

"Eina færa leiðin að skildinum er núna um hinn hrikalega Heljarkamb en beggja vegna hans blasir við hengflug ofan í gilin tvö sem hraunið fossar niður í. Skjöldurinn er um 200 metra frá hraunjaðrinum og uppi í hæð, sem hefur til þessa varið hann gegn hraunrennslinu, en ef gosið verður langvarandi og hraunstaflinn hækkar, gæti skjöldurinn orðið jarðeldinum að bráð"


Ferja þurfti um 50 manns af Heljarkambi!

Þyrlur Landhelgisgæslunar og Norðurflugs þurftu að ferja um fimmtíu manns niður af Heljakambi í kvöld, ferðalöngum var vísað frá frakari ferðum á hálsinn. Fólkið var ferjað niður á Morinsheiði þaðan sem það gekk niður í Þórsmörk. TF-LÍF og tvær þyrlur Norðurflugs ferjuðu fólkið.
mbl.is Um 50 ferjaðir með þyrlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wenger segir úrslitin sanngjörn, ekki í tengslum við veruleikann held ég

Ég er ekki alveg að fatta hvernig hann sér sanngjörn úrslit í þessari viðureign, en svona tala menn sem eru ekki alveg fúlli femm! hann ætti að hætta þessu og koma í raunveruleikann og reyna að kaupa ekki aðeins menn sem eru blautir á bak við eyrun!! heldur menn með reynslu og getu til að takast á  við góð lið!

Ekkert hægt að segja til um hegðan eldgoss

Það sannast alltaf meir og meir, að menn geta allst ekkert sagt fyrir um þessa hluti, þetta er einfaldlega órafjarri okkar skilningi þrátt fyrir að menn reyni að  halda öðru fram.

gos eyjafjalla


mbl.is Sprungurnar líklega nátengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosið virðist ætla að koma á óvart með breytingum!

Þrátt fyrir að menn þreytist ekki á að lýsa yfir að gosinu sé að ljúka og að þetta sé að deyja út, virðist sem að aukinn virkni sé í gosinu að jafnvel nýjar sprungur séu að myndast, en þrátt fyrir það virðist fólki sem alrei fyrr þurfa að geysast þarna upp eftir og stofna lífi sínu í hættu!
mbl.is Fólki vísað af Bröttufönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal búið að jafna 2-2

Jibbí jei það er miklu bjargað þarna, nú þurfum við aðeins að vinna 1-0 úti í Barcelona!!

En það er ekki eins og það verði auðvelt, eða hvað?


Opnun Þórsmarkar eru fyrstu mistök almannavarnar i þessu gosi!

Fólk heldur að þetta sé einhvert "walk in the park" eða því sem næst, en málið er að þetta er svartasta alvara og að fara að opna Þórsmörk tel ég vera fyrstu mistök almannavarna í þessu máli!

Þetta held ég að eigi eftir að koma í ljós næstu klukkutímum!


Ný sýn frá gosstöðvunum

Það er ný sýn  sem sést  frá gost vefvél Mílu, sjá hér .

http://eldgos.mila.is/eyjafjallajokull-fra-fimmvorduhalsi/


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband