Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Stöð 3

Fyrir um það bil tveimur mánuðum eða svo, skrúfuðu 365 miðlar fyrir Gullstöðinni og sameinuðu hana við Stöð 3, eða svo sögðu þeir, þeir ætluðu að halda í góða gamla efnið sem þeir sýndu á Gullstöðinni og halda áfram að sýna nýja og spennandi þætti á Stöð 3, svo sem Supernatural, Burn Notice, og marga aðra góða, sem þeir eru jú að sýna, án texta!!,ég ætla ekki að tala um dagskrá stöðvar 2, sem er orðin hálfgert prump.

Ég held að að það sé ljóst að þetta sé gert eingöngu til að spara bigtime og taka áskrifendur um leið í afturendann. !Ég er búinn að reyna að hafa samband við þá í langan tíma vegna textaleysis á Stöð 3, en fæ bullsvör, fyrst fékk ég það svar að um bilun í textavél væri að ræða og kæmist í lag eftir dag eða tvo, og að allt yrði í lagi næstu daga, sem aldrei varð, og ef þið stillið á þessa stöð sjáið þið að enga texta er að sjá, nema á eldra efni.

Í dag er þessi "sameinaða" stöð 3, send út án texta, sem er ekki löglegt, skv lögum, sjá lagagrein hér að neðan! Mig langar mikið til að vita hvort menn séu virkilega sáttir við þetta!!! látið í ykkur heyra.

"Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. skal hljóð­ og myndefni á erlendu máli, hvort heldur sem því er miðlað í línulegri dagskrá eða eftir pöntun, jafnan fylgja tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni.  Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 29. gr. á þetta þó ekki við þegar fluttir   eru   erlendir   söngtextar   eða   þegar   dreift   er   viðstöðulaust   um   gervitungl   og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu   andrá.   Við þær   aðstæður   skal   fjölmiðlaveita,   eftir   því  sem   kostur   er,   láta   fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 29. gr"


Ronja "Hetjudóttir"

Þetta er ákaflega merkilegur lestur, sorglegur og ánægjulegur í bland, ég get ekki ímyndað mér hvernig þessu barni hefur liðið alla sína ævi,

Það er frábært að foreldrar og skólafélagar skuli taka þessu eins vel og raun ber vitni, en þrátt fyrir að ég hef alla tíð verið "skeftískur" um þessa hluti, finnst mér ég verði að kaupa þetta, og jafnvel dobbla þetta!!. Áfram Ronja!!!

 Ronja Sif er hrifin af barbí, prinsessum og öllu sem ...


mbl.is Ronja er 5 ára trans-stelpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín á leiðinni til Íslands ?

Nei varla, ég skal éta hattinn sem ég reyndar á ef kallinn kemur til landsins, Eiríkur, þú gerir það sama ef hann kemur ekki !

http://eirikurjonsson.is/putin-a-leid-til-islands-vidbunadur-vid-ranga/

 


Eru 365 miðlar á niðurleið ?

Ég er búinn að vera dyggur áskrifandi Stöðvar 2 frá byrjun eða frá því í október 1986 þegar að Jón Óttar og Hans Kristján gerðust svo djarfir að ráðast í þessa stórtæku framkvæmd sem þá þótti. Alla tíð síðan, eða öllu heldur "nærri því alla tíð síðan" hefur þessi stöð verið með afburða efni og kappkostað að gefa áskrifendum sínum kost á sem allra bestu dægradvöl sem völ er á.

Stöð-2-Logo.svg  Þættir eins og Fóstbræður, Næturvaktin, Heilsubælið í Gervahverfi eru góð dæmi um íslenska þætti sem varið var í og vandað til ásamt fleiri góðum þáttum.

  Eins hafa þeir og eru enn verið langfremstir í sporti og er það vel, þó dýrt sé, þeir hafa yfirboðið keppinautana í flestu, enska boltanum, formúlu 1 kappakstri, íslenska fótboltan, körfuboltann og þannig má lengi telja. Allt kostar þetta og er ég nú að nálgast upphaflegan tilgang þessa pistils.

Þeir hafa verið duglegir við að segjast skemtilegastir, með rödd Björgvins Halldórssonar aðalþulu þeirra til margra ára og hafa getað staðið við það þangað til 

núna ca undanfarið ár eða svo, að margt hefur breyst til hins verra.

 Það byrjaði með að Bíórásin sem sýndi reglulega nýlegar myndir, sem og gamlar í bland, og maður gat horft á rásina þokkalega reglulega án þess að fá endursýningu, í dag eru sömu myndirnar dag eftir dag, viku eftir viku, og mánuð eftir mánuð!! Dagskrá meginrásar þeirra, stöð 2 fór ekki varhluta af þessu og er i dag ekki svipur af sjón frá þeirri stöð sem hún var fyrir um þremur árum síðan! í dag er verið að sýna t.d. á prime time sýningartíma eftir fréttir gamla "Friends" þætti, sem allir eiga á diskum og hafa einnig stanslaust verið til sýninga á Gullrás þeirra, sem jú, er hætt, og sameinuð stöð 3, það er verið að sýna þáttaröð sem heitir ég og 70 mínútur á besta tíma, þætti sem Auddi, Pétur og Sveppi gerðu fábjánalega hluti fyrir mörgum árum síðan! VÁ,  fá mann til þess að fá aulahroll svo um munar, en þetta kemur svo sem ekkert á óvart þar sem að einráður í brúnni er Jón Gnarr.

jæja, þetta eru bara nokkur dæmi um dagskrá stöðvar 2. Mig langar að síðustu að nefna að þeir eru hættir að hafa texta á Stöð 3 (sem er nú sameinuð Gullrásinni) líklega í sparnaðarskyni.

Er það löglegt? Nei, því í fjölmiðlalögum segir:

"Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. skal hljóð­ og myndefni á erlendu máli, hvort heldur sem því er miðlað í línulegri dagskrá eða eftir pöntun, jafnan fylgja tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni.  Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 29. gr. á þetta þó ekki við þegar fluttir   eru   erlendir   söngtextar   eða   þegar   dreift   er   viðstöðulaust   um   gervitungl   og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu   andrá.   Við þær   aðstæður   skal   fjölmiðlaveita,   eftir   því  sem   kostur   er,   láta   fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 29. gr"

Ég sendi póst til þeirra fyrir um 3 vikum og benti á þetta og fékk svar 4 dögum seinna þar sem þeir sögðu að um bilun væri að ræða og þetta ætti að vera komið í lag, í dag er það ekki komið! ég hef sent tvo pósta síðan en þeir eru greinilega orðnir leiðir á mér og svara ekki. En það er svo sem allt í lagi því ég ætla að hætta með allann þeirra pakka í haust og leita á ný mið.

Það er segin saga að þegar að fólk eða fyrirtæki halda að þau séu svo stór og góð að ekkert geti grandað þeim er oft komin tími til að hugsa sinn gang, það er engin svo stór og merkilegur að hann eða hún geti komið fram og valtað yfir neytandan og boðið honum hvað sem er, hvað þá svona rusldagskrá og verið hefur undanfarið ár!!

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband