Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Dæmi um illa hugsaða framsetningu fréttar

Á vísi.is er grein  í kvöld þar sem að  fjallað er um ólánsaman mann sem varð úti vegna ofkælingar, en það sem slær mig fyrir utan þennann hræðilega atburð er framsetnin fréttarinnar í Vísi,is, þar sem segir:

"Lést þegar hann varð úti í Reykjvík"

Betri framsetning væri einfaldldega: "Varð úti í Reykjavík"  eða einfaldlega. "Varð úti"


Skora á alla þenkjandi menn og konur að skrá sig á "utanþingstjórn.is"

Þann 9 apríl göngum við til kosningar um hvort greiða eigi skuld Landsbankanns gamlaK sem til þeirra stofnaði erlendis, eða í Hollandi og í Englandi. Fylkingar skiptast í þrjá meginhluta, þá sem segja Nei, þá sem segja Já, og þá sem ekki eru búnir að gera upp hug sinn.

Í grein sem ég las í Finacial Times í vikunni og margir mér vitrari menn hafa vitnað í, segir að íslendingar eigi alls ekki að greiða þess skuld keisarans!!!! það eigi öllum að vera ljóst, þess vegna er  mér hulin ráðgáta hvers vegna svo margir íslendingar telji það hið eina rétta að borga?

Ágætu íslendingar, reynið að kynna ykkur málið áður en þið dæmið landið ykkar til ævarandi skuldaklava til framtíðar!!!

Um leið skora ég á alla að skrifa sig á  þessa síðu er skorar á Forseta Íslands að skipa  utanþingsstórn hið fyrsta, fyrr er ekki hægt að rétta landið við í þeim hallarekstri er núverandi stjórn er búinn að koma okkur í !!!

Sjá tengil hér að neðan. 

http://utanthingsstjorn.is/

 

 


Gaddafi hótar hefndum

Það má öllum vera  ljóst að maðurinn er haldinn ofsóknarbrjálæði, að halda að hann geti með því að "opna vopnageymslur sínar" og ráðist á skotmörk á Miðjarðarhafssvæðinu, sýnir gjörla hve galin maðurinn er.

Gaddafi


mbl.is Gaddafi hótar hefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu hlusta á athugasemdir segja forsvarsmenn "Kardimommubæjarins"

Þeir segjast munu hlusta  á athugasemdir þessir "trúðsfélagar" í "besta flokknum" Ók, virkilega, á  fundi ráðamanna Reykjavíkurborgar í Hlíðaskóla með foreldrum í Vesturbæ og Hlíðum um breytingar í skólamálum kom  það  skýrt fram  að þessi svokölluðu "borgarráðsmenn" sem væru fullsæmdir í leikhlutverki Kardimommubæjarins,  eru algerlega óhæfir til þess að stjórna borginni okkar sem við elskum svo mikið.

 ,,Ég vil ekki meina að svo sé og mér fannst fundurinn mjög góður," svarar Óttar.  ,,Það var mikið af almennum spurningum sem áttu við hvort hverfið sem var. Það má líka spyrja sig  hvort það hefði líka átt að vera einn fundur fyrir allan Vesturbæinn eða fundur bara fyrir hluta hans. Þetta er alltaf spurning hvar mörkin eru." sagði Óttar  Proppe.

Ég verð að segja að  þeir sem kusu þessa trúða yfir sig í síðustu kosningum eru að öllum líkindum "heimskt" fólk sem heldur að lífið sé brandari, en það er svo sannarlega ekki svo, og þetta fólk ásamt okkur hinum er heldur betur að verða það kristalljóst!

Það hefði örugglega verið hlegið að mér hefði  ég sagt fyrir  um fimm árum eða svo að Jón Gnarr  og Óttar Proppe yrðu hæstráðendur  í húsinu við Tjörnina!! Ég hefði verið tjargaður og síðan fiðraður,

proppe

 Ég hefði verið kjöldregin, og ég hefði  verið lokaður inni á órólegu deild Landsspítalanns!!!

jon_gnraa2_1053135


mbl.is Munu hlusta á athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Costner verður pabbi Supermans

Skv þessum lista væntanlegra leikara í  þessari nýjustu mynd um hetjuna Súpermann tel ég að ekki verði vinsældir hennar miklar, bara það að Kevin Costner leiki í henni boðar ekki gott!! nema!!! að  hann eigi gott comeback þarna! hann hefur gert það áður!

costner


mbl.is Costner verður faðir Superman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stevie Ray Vaughan Guitar Lesson

Hér er þessi snillingur að tala við fréttamann enskan að ég tel og tekur gítarsýnishorn fyrir okkur af sinni meðfæddu  snilld.


Frábært tónleikalag hjá "The Doobie Brothers" með öðruvísi brag

Hér eru þeir félagar í Doobie Brothers án þekktustu manna  upprunalegu sveitarinnar að taka lagið "Long train runnin" árið 1981 á útitónleikum í Bandaríkjunum, greinilega í góðu veðri.

Sjá má að sá sem syngur er svartur hljómborðsleikara sem ekki söng þetta lag upprunalega, en  gerir því góð skil, síðan tekur hann saxinn og leikur sér að honum, athugið millikaflann þar sem að öllu jöfnu á að vera  munnhörpusólu, breytist  heldur betur útsetningin !!

Þetta er engin hefðbundin liðsskipan, heldur eru hér Cornelius Bumbus, Chet McCracken, Keith Knudsen, John McFee og Michel Mcdonald, það vantar  aðal stjörnurnar. en samt frábært hjá þeim eða hvað finnst ykkur?


Tíu milljónir hér og tólf þarna

Það er hjákátlegt að horfa upp á ríkistjórnina skvetta peningum skattborgara á allt annað en til þeirra hér á landi er þurfa þess mest, þeir eru með sýndarmennsku stórriddara að gefa til hinna og þessa úti í heimi, sök sér með Japan þar sem miklar hörmungar eiga sér stað, nema að þessar tíu milljónir ísl króna eru sama og ekkert og alveg eins hægt að sleppa því, en þegar að  verið er að gefa tólf milljónið til Líbíu er mér ekki sama!!!

Er Össur virkilega starfhæfur??

 handicapped-elderly-woman-walker-KC5004-38LG


Aron í öðru sæti

Þetta verður að teljast frábær árangur hjá þessum unga strák frá Hafnarfirði, sem smátt og smátt hefur verið að vinna sig upp í byrjunarlið liðsins með elju og vinnusemi.

Enda hefur hann sýnt mikla framför á undanförnum mánuðum.

Aron

 


mbl.is Aron í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chavez gegn brjóstastækkunum

það virðist sem fátt  sé þóknanlegt þessum ágæta einræðisherra í Venesúela, hann þolir ekki golfspilara eða wiskídrykkjumenn og nú sker hann upp herör gegn brjóstastækkunum!!

Það virðist sem þessum manni sé ekkert óviðkomandi, spurning hvort að þetta land sé  ekki næst til uppreisnar gegn harðstjóra sínum, eins og trendið virðist vera um allan heim?

breast-implants-woman-trying-forward-194x152


mbl.is Chavez gegn brjóstastækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband