Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Frábært lag með Bee Gees, I startet a joke


Procol Harum og Whiter shade of pale


Little River Band

Þessir voru og eru góðir!


Konungur poppsins, Michael Jackson 51 árs í dag!

Ef Michael Jackson hefði lifað væri hann 51 árs í dag, í kvöld horfði ég á skemtilegan þátt á stöð 2 um kallinn og hafði mjög gaman af, ég segi að hann sé einn af þeim topp fimm hvað varðar tónlistarmenn aldarinnar, það eru: Elvis Presley, The Beatles, Abba, Jackson og Pink Floyd, mitt kalt mat!!!

Áfram Ísland á morgun!

Nú er komið að síðasta leik íslenska liðsins í Finnlandi og það á móti þjóðverjum! sem eru næstum því vélmenni! en við getum pakkað í vörn og náð jafntefli sem yrði sigur fyrir okkur, hittumst öll við viðtækið á morgun og styðjum stelpurnar.
mbl.is EM: Þrjár breytingar á byrjunarliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahaha upp rísi .... og ( Víagra með )

Halló, hefur þessi ágæti maður ekkert annað að gera en að ásaka hina gríðarlega og allt of vinnandi heilbrigðisstétt okkar um afglöp í starfi?  hann sem fékk þessa líka gríðarlega góða ummönnun á stofunni, hann fékk reyndar svo mikla ummönnun að littli hans hefur greinilega fengið nóg og gert uppreisn og ber þess ekki bætur síðan Devil
mbl.is Sakar Landspítala um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennedy kveður

það var margt um fyrirfólkið þegar Edward Kennedy var lagður til hinstu hvílu í dag, hann var um margt umdeildur fyrir margar sakir þó sérstaklega þegar hann var valdur að dauða stúlku sem var með honum  í bíl sem fór út af brú og  ofan í á, sem olli  því að hún lést en hann sá ekki sóma sinn í að tilkynna atvikið heldur stakk af!! þannig er nú innræti þessa manns!!! sem allir keppast við að dásama!!
mbl.is Obama kvaddi vin og læriföður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei er góð vísa of oft kveðin

Það er með fótboltaleik eins og góð ljóð, að það þarf að lesa þau nokkrum sinnum til að ná boðskapnum í ljóðinu og eins er það með fótboltaleik, það þarf að horfa á hann aftur til að sjá mistökin sem þar eru gerð, það á einmitt við um leik dagsins í dag Man U og Arsenal, þar sem Arsenal átti leikinn frá A til Ö en tapaði engu að síður, dómari var fáráðnlegur og þarf að taka á þessu af festu.


mbl.is Manchester United lagði Arsenal, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak Skjás Einns vegna krabbameinssjúkra barna!

Það söfnuðust um 43 milljónir kr í söfnun kvöldsin og er vel, það ber að þakka þeim er tóku þátt í dagskránni og vonandi verða heimtur góðar!
mbl.is Rúmar 43 milljónir söfnuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir með afmælið Jón Valur Jensson

Ég vil nota tækifærið og senda helsta bloggara íslendinga Jóni V Jensyni kveðju vegna  hans merkis dags á mánudag (að mér skilst)  ( þar sem ég verð ekki við tölvuna þann dag) hann á skilið það besta fyrir hans gríiðar góðu skrif á undanförnum árum, þó sérstaklega nú á síðari tímum erfiðs stjórnmálaástands, þar sem hann hefur verið óþreytandi við  að skilgreina og ekki síður sálgreina ástandið í þjóðfélaginu og gera því skil eins og honum finnst hæfa, og þá af listafenginni mælsku svo manni svelgist hreinlega á Grin  enda er greinilegt að maðurin viðar að sér efni og staðreyndum hvaðan af.

Það eru fáir sem  hafa það úthald að standa í sífellum skrifum um sín hugðarefni dag eftir dag og láta aldrei deigan síga,  Það eru ekki heldur allir sem hafa verið honum sammála í gegnum tíðina,  hann hefur fengið sinn skammt af gagnrýni  og hefur alltaf haldið ró sinni eða þar sem næst. Eg var einn af þeim í byrjun míns stutta ferils sem bloggara er ég gagnrýndi hann sí og æ, en eftir að hafa fylgst  betur með hans skrifum hefur mér snúist hugur hvað það varðar.

Jón, ég óska þér alls hins best og vona að þú haldir áfram að hrista í stoðum hins pólítíska kerfis svo lengi sem þín löngun og heilsa leyfir!!

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband