Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Á morgun vakna ég glaður maður!

Nú er þjóðhátið á mínu heimili, Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna frábærann varnarsigur og gerði í raun betur en maður vonaði. Nú er bara spurning hvort Ólafur forseti gefi Sigmundi eða Bjarna keflið fræga til að mynda ríkistjórn, þó ég hallist á að það verði Sigmundur, í ljósi þess að hann er með mestu aukningu frá síðustu kosningu.

En samt tel ég að við íhaldsmenn getur verið þokkalega sáttir víð þessa útkomu, og munum svo sannarlega nota þetta tækifæri til að bæta þjóðfélagslega stöðu þeirra er mest þurfa á að halda.

Koma svo X - D Smile

Bjarni_Benediktsson_250


Öxar við ána

Öxar við ána, árdags í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

Þetta er það ljóð sem fyllir mig alltaf af hve mestu þjóðarstollti og blæs einhverjum aukakrafti í sálina í mér, enda veitir ekki af í öllum þessum hremmingum sem við höfum þurft að eiga við á undanförnum fjórum árum ríkjandi ríkisstjórnar okkar.

Heilbrigðismál eru í rúst, mál eldri borgara og öryrkja eru til mikillar skammar og ekki eru áform "guðs sé lof fráfarandi ríkistjornar" um "OFURSJÚKRAHÚS" til að hressa upp á sálina.

Þetta ljóð styrkir mann í trúnni um að ekki eigi selja sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel.

Menn tala um að klára viðræður við EB vegna þess að það sé svo langt komið og það hafi kostað svo mikinn pening hingað til, HALLÓ!!!

Við eigum enn eftir þá kafla sem allt snýst um, landbúnað og sjávarútveg, það er það eina sem þá í Brussel skiptir máli! haldið þið að þeir séu í þessum viðræðum til að fá ekki neitt fyrir sinn snúð? aldeilis ekki.
Sjávarútvegur Spánverja, Íra, Breta svo ég nefni einhverja, eru í rúst eftir inngöngu í bandalagið!

Nei, eigum við ekki að segja pass á þessum tímapunkti og hörfa frá þessum viðræðum áður en þær kosta okkur enn meiri fjármuni ???


Tilræðismanninum í Boston náð!

Lögreglumenn og aðrir loggæslumenn hafa loks náð þessum hryðuverkamanni sem lék lausum hala í Boston, hann faldi sig í Bátaskrifli og er að sögn lifandi. Réttlætinu er fullnægt!!

Frá Watertown-hverfinu í Boston í kvöld. <em>AFP</em>


Er útrýming vændis á Íslandi möguleg?

Það er gaman að sjá þessar vangaveltur Breskra í Econimist þar sem þeir velta fyrir sér þeim möguleika að íslendingar séu sú þjóð sem séu næst því að útrýma vændi og klámi úr landinu. Nú þegar sé búið að banna nektarstaði og setja lög sem refsi fyrir kaup á vændi sem og að selja það.

Ekkert land í heiminum hefur tekist að ná fullri stjórn á viðskiptum með kynlíf, hvorki með lagasetningu né refsingum. En um allan heim, sérstaklega í ríkum lýðræðisríkjum, fylgjast stjórnvöld með því hvort Íslandi tekst að gera þetta, með það í huga að fylgja fordæmi þeirra,“ segir í greininni.

 Ég er ekki viss um að þetta eigi nokkurn tima eftir að verða að veruleika, það er, að ekki verði neitt klám eða vændi á Íslandi!!!

bikini girls photo:  bikini_girls-1.jpg
mbl.is Tekst Íslandi að útrýma vændi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband