Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvalveiðar, eða "hvalveiðar"

Það er reginmunur á hvalveiðum og "hvalveiðum" með upphrópunarmerki. Af hverju? jú, vegna þess að hvalveiðar, án upphrópunarmerkis, er heilbrigð skynsemi meðan sú með "upphrópunarmerkjunum" er óskynsöm. Af hverju? Vá, þetta hljómar ekki "sánd" en án alls gríns, þá er staðreyndinn sú að hvölum í hafinu fer svo gríðarlega fjölgandi að miklil ógn stafar að. 

Hvar liggur sú ógn, hljóta þeir sem ekki vita betur, og eru kannski ekki sammála þessari kenningu að spyrja.

 Í fyrsta lagi er málum þannig  háttað, að sk. mælingum vísindamanna okkar er fjöldi flestra stofna hvala við Ísland orðinn það mikill að til vandræða horfir. Þessi dýr hljóta að þurfa að borða gríðarlega mikinn mat, og ef þau ætla í keppni við okkur mennina um fiskinn í sjónum, vil ég miklu fremur að við vinnum þá viðureign en hvalirnir stóru, sem gleypa gríðarlegt magn af fiski ár hvert. Hvað viljum við hafa í sjónum í náinni framtíð , fisk til að veiða, og seðja hungur komandi kynslóða,  eða full höf af risastórum kvikindum sem búinn eru að gleypa allann okkar fisk með stuðningi heimskskra, atvinnulausra aumingja um allann heim sem ekki hefur hugmynd um hvað um er að vera í okkar lífríki.

Og ofan á allt koma óánægjuraddir frá "hvalaskoðunarranninum , free Willie, og allt það batterý  sem það allt er. Það hefur sýnt sig að ferðamönnum  hefur síst fækkað þó hvalveiðar  hafi verið stundaðar svo til hlið við hliðl


Hinir hugrökku

 

Það er náttúrulega i bakkafullann lækinn að ræða meira um mótmæli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandið sem upp er komið í dag, en engu að síður langar mig til að nefna nokkur atriði sem að þessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á aðra en sjálfa mótmælendurna, nefnilega þá sem standa frammi fyrir lýðnum sem langflestir láta friðsamlega, og þá hina sem ekki hafa hugmynd um hvað um er að vera og halda að búið sé að bjóða í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé að búa til varðeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.

Ég eins og svo margir aðrir hef ekki komist hjá því að taka eftir  framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og þeirra þátttöku í þessum róstursömu óeirðum á Austurvelli og víðar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluðu fólki, sem kemur aðeins til að eyðileggja fyrir hinum heilbrigða mótmælenda sem ekkert til saka hefur unnið nema að mótmæla því hruni sem orðið hefur á okkar velferðarþjóðfélagi og þeim ólifnaði sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundað, og fært okkur aftur um 30 ár eða svo!

En snúum okkur aftur að löggæslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er  auðvelt né þægilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur staðið sig með miklum sóma að mínu mati, bæði hvað varðar stjórn samhæfingar allra aðgerða, sem ég þykist viss um að hann hafi skiplagt,  með aðstoð sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.

Minn hattur fer hátt á loft fyrir þessum mönnum sem vinna þessa vanþakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orðsins fyllstu merkingu !)  Mér hlýtur að finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknað þessara manna, og er viss um að framtíðinn verður okkur farsæl og friðsöm, og með vorinu grænkar allur gróður,  og ég er viss um að það verður fleira en "gróðurinn" sem verður vorinu að bráð. :)

Áfram Ísland !


Hvað verður um Spánarfríið okkar í sumar?

Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvort utanlandsferðir eins og við þekkjum þær í dag séu liðinn tíð nú í öllu þessu krepputali og hvað það þá varir lengi, þá er ég að meina þessar týpísku sólarlandaferðir landanns sem flykkist út á vorin og allt fram á haust, til að fá einhverja tilbreytingu í hið hversdagslega og ófrumlega tilbreytingarleysi hins daglega amsturs venjulegrar vinnuviku okkar.

Ég er einn af þeim sem fer reglulega út á vorin í tvær til þrjár vikur eða svo til að viðra kroppinn og sérstaklega þá sálina, komast í annað umhverfi, því hvað er betra en að fara úr köldum vindum íslenska vorsins,(þó ég sé ekki að setja neitt út á íslenska sumarið, það er einstakt út af fyrir sig), i brennheitann vorhita balkannskagans. Að spranga um á stuttbuxum og hlýrabol með hvern matsölustaðinn hlið við hlið, og ásækna talsmenn staðanna sem vilja ólmir tæla þig inn á sinn stað (auðvitað færðu sértilboð ef  þú sérð þér fært að kíkja inn, hvað annað :)), að ekki sé nú talað um alla ensku barina með sína týpísku ensku morgunverðamatseðla, sem reyndar eru eins frá morgni til miðnættis!,  það verður reyndar fróðlegt að reyna á hversu vingjarnlega þeir munu taka á móti landanum nú eftir bankahrunið og IceSafe málið ógurlega.

En kannski er ég nú bara að mála skrattann á vegginn, þeir gætu alveg eins þakkað okkur fyrir að losa sig við þessa útrásarvíkinga sem voru á góðri leið með að kaupa upp Bretland !  Nú er umhverfið töluvert annað, krónan einskis virði og hver evra kostar það mikið að mánaðarlaun hins almenna borgara dugar skammt til að framfleyta sér og sínum í 2 vikur, hvað þá fleiri, og erfitt að ímynda sér að venjulegur verkamaður komist út í sólina næsta vor og sumar.

Hvað um það, ég ætla samt að reyna hvað ég get til að skreppa þangað suður eftir í vor enda ber ég þá von í brjósti að betri tíð sé á næsta leiti, er reyndar ansi vongóður um að svo verði, það er töluvert seigt í okkur (Ó)útrásarvíkingum á Íslandinu hinu góða :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband