Ekkert hægt að segja til um hegðan eldgoss

Það sannast alltaf meir og meir, að menn geta allst ekkert sagt fyrir um þessa hluti, þetta er einfaldlega órafjarri okkar skilningi þrátt fyrir að menn reyni að  halda öðru fram.

gos eyjafjalla


mbl.is Sprungurnar líklega nátengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikilvægt að huga að innri tilfinningu fyrir hvað er að gerast í samvinnu við fræðingana? Gagnkvæm virðing mikilvæg? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2010 kl. 22:12

2 identicon

Gagnkvæmri virðingu? er það eitthvað í bloggi mínu sem gerir lítið úr okkar vísindamönnum? ég segi einfaldlega að í þessu sem öðrum jarðvísindum sé ekki hægt að sjá fyrir um nökkra hluti að stóru leyti! Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenskum visindamönnum á þessu sviði, enda framarlega á þessu sviði.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með þér Guðmundur - Þetta eru engin vísindi sem verið er að tala um. Fólk er að afla sér þekkingar en alltaf virðist eitthvað koma uppá sem breytir spádómum og fyrirsögnum - Anna segir mikilvægt að huga að innri tilfinningu fyrir hvað s´......

Þessi sama kona velur pólitískum andstæðingum slí ummæli að innri tilfinning hélt ég að væri ekki efst í hennar huga.

Það er hinsvegar staðreynd varðandi vísindin að þau í bland við staðþekkingu heimamanna ( það á við á öllum sviðum - hafnargerð - brúargerð - vegagerð ....) er það sem skilar sér best.

Vísindamenn - verkfræðingar eru hinsvegar ekkert alltaf til í að hlusta á "einhvers bónda" nú eða sjómanninn.

Menntun er frábær - menntahroki er slæmur - mjög slæmur.

Er það rétt að vísindamenn hafi "sagt fyrir" um gosið kortéri eftir að það hófst og búið var að segja þeim að það væri hafið?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.4.2010 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband