Aldrei er góð vísa of oft kveðin

Það er með fótboltaleik eins og góð ljóð, að það þarf að lesa þau nokkrum sinnum til að ná boðskapnum í ljóðinu og eins er það með fótboltaleik, það þarf að horfa á hann aftur til að sjá mistökin sem þar eru gerð, það á einmitt við um leik dagsins í dag Man U og Arsenal, þar sem Arsenal átti leikinn frá A til Ö en tapaði engu að síður, dómari var fáráðnlegur og þarf að taka á þessu af festu.


mbl.is Manchester United lagði Arsenal, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sá ekki leikinn..en í fréttunum þá átti þetta  EKKI að vera víti sem Man fékk og þessi Ronney eða hvað hann heitir fiskaði og skoraði svo..Þarna ættu myndavélar að sýna það glöggt og dæma manninn í leikbann...og markið sem Arsenal skoraði í uppbótartíma en var dæmt af ...jahérna skrítið..en  samt ekki Ferguson er öðrum meginn...

Halldór Jóhannsson, 29.8.2009 kl. 20:38

2 identicon

Þetta var víti, ekki hægt að kvarta yfir því

Viðar (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:39

3 identicon

Það er ekki víti þegar leikmaðurinn er dottin áður en mótherjinn kemur við hann. Svo einfallt er það!

Balsi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Skelfing er ömurlegt ár eftir ár eftir ár, þetta eilífðar tuð lúsera, ef liðið þeirra vinnur ekki. Dómarinn dæmir leikinn, enn ekki einhverjir eldhúskrókstuðarar fyrir framan flatskjá norður í ballarhafi. Mér fannst dómaratríó þessa leiks standa sig vel, víti er víti, og rangstaða er rangstaða, jafnvel þó Arsenal eigi í hlut. Venger varð sér enn einu sinni til skammar, og við hverju er þá að búast af blindum áhangendum liðsins, því eins og máltækið segir, "eftir höfðinu dansa limirnir!!!

Stefán Lárus Pálsson, 29.8.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Ólafur Gíslason

Af hverju átti þetta ekki að vera víti hjá United?  Markmaðurinn var of seinn í boltann og fór með hendurnar í fæturna á Rooney og ekkert hægt að dæma annað en víti.  Það skiptir engu máli hvort leikmaður er i færi eða ekki, ef hann er felldur inni í teig þá er víti. 

Ólafur Gíslason, 29.8.2009 kl. 22:27

6 identicon

Rooney lætur sig detta sekúndu áður en markmaðurinn fer í hann.

Í því tilviki þá verður að dæma fyrst á brot Roney (að láta sig detta) Það er auðvitað ómögulegt fyrir dómara að sjá svona sekúnduspursmál og styður enn og aftur að videoupptökur eiga að ráða úrslitum vafaatriðum.

En prinsipið er að Arsenal fékk ekki vítaspyrnu þó réttmæt væri. Það afsakar ekkert að þeir hafi skorað hvort sem er. Víti er víti.

Már (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:57

7 identicon

Þeir sem halda með man utd eða arsenal verða að líta á þetta með eins óhlutrægum hætti og mögulegt er. Ég hef oft séð rooney missa það þegar andstæðingar hans "svindla" en það sem ég sá í dag var klárt og hreint svind af hans hálfu. með öðrum orðum HRÆSNARI af verstu gerð. það er greinileg snerting í þessu frá markmanni arsenal en það breytir ekki staðreyndinni að rooney er byrjaður að detta áður en snertinginn verður og boltinn endar uppí stúku. Hann var augljóslega að reyna að sækja víti. þeir sem vilja eduardo í bann fyrir leikarskap hljóta að segja það sama um rooney. eini munurinn er sá að markmaðurinn kom við rooney en ekki eduordo, en tilgangur "dívunar" er sá sami. Að gabba dómarann. Eduardo í bann og rooney líka

peddi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þið sem talið um að þetta hafi ekki verið víti, fari þið bara að fá ykkur gleraugu. Ég spyr ykkur, sáu þið Almunia mótmæla þessum dómi, eða öðrum leikmönnum? Ég hef meir að segja hvergi séð haft eftir Wenger að þetta hafi verið rangur dómur. En varðandi Eduardo þá snerti markmaðurinn hann aldrei, þar var á ferð LEIKARASKAPUR. Og virðist leikaraskapurinn ætla að halda áfram hjá liðinu, samanber hjá Eboue, og vissi kauði þar upp á sig sökina.

Hjörtur Herbertsson, 30.8.2009 kl. 11:34

9 identicon

Hjörtur!!! þarf ekki gleraug. Eins og már bendir réttilega á, þá er rooney byrjaður að detta áður en snertingin verður svo rooney er brotlegur á undan. ég geri mér grein fyrir að þú ert utd maður sem er allt í lagi. ef þetta hefði gerst hinum megin á vellinum hefðir þú klikkast. viðurkenndu það bara og hættu þessu kjaftæði

peddi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 12:11

10 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jæja drengir, ágætu tapsáru besserwisserar! Leiknum lauk þegar ágætur dómari flautaði hann af. Hann dæmdi leikinn, ekki við eða þið, skilið? Haldið bara áfram að skæla, úrslit leiksins liggja fyrir, og verður ekki breytt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sýnið karlmennsku og berið höfuðið hátt. Knattspyrnuleikir eiga að vera skemmtun, en ekki snúast upp í sorgarathöfn þó "rétta liðið" lúti í gras! En gráturinn léttir oft á, þegar menn eiga virkilega erfitt!!

Stefán Lárus Pálsson, 30.8.2009 kl. 14:27

11 identicon

Peddi held að þú ættir að horfa á þetta eins og þetta er. Rooney nær boltanum á undan og hann er á leiðinni niður en Almunia tekur hann samt niður og það er víti, þetta var bara heimskulegt úthlaup hjá Almunia.  Ef þú ert ekki á sama máli þá ættiru kannski að horfa á bbc og hlusta á sérfræðingana Lee Dixon og félaga.  Þeir voru allir sammála því að þetta var víti og ekkert annað held að þeir hafi aðeins meira vit á fótbolta en þú. 

J'úlíus Pálsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband