Er lögreglan að fara yfir um vegna álags?

Það að handtaka aðila að umferðaslysi án nokkurrar sýnilegrar ástæðna er gersamlega ólíðanlegt og lögreglunni til mikillar hneisu!! Í þessu tilfelli er ung stúlka sem reyndist aðeins þreytt og annars hugar að eigin sögn, sett í járn og færð í lögreglubíl sem hver og einn stórglæpamaður!! Ég held að yfirvöld þurfi að ath hvað virkilega séu að hjá lögreglunni, er málið að þeir séu hreinlega yfirkeyrðir af þreytu?
mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað? Eru handjárn svona hryllileg? Nei, og þau eru allt af lítið notuð. Hver stórglæpamaðurinn er fluttur laus og liðugur á milli Litla Hrauns og hérðasdóma. En í Guðana bænum. farið þið ekki á hrygginn þótt öryggi fólks sé tryggt með því að setja það í handjárn. 

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Greyið mitt reyndu að vera raunsær, það er sjálfsagt að handjárn séu notuð þegar að það á við, en að nota það á unga stúlku sem er nýbúinn að lenda í umferðaóhappi og án ( ég endurtek án ástæðu) er gersamlega út í hött!!!

Guðmundur Júlíusson, 22.8.2009 kl. 18:57

3 identicon

Þú veist ekkert um aðstæður á vettvangi. Ekkert. 

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:01

4 identicon

Ég lenti nú einusinni í því að ég var stopp á gatnamótum útaf því að bíllinn fyrir framan mig tók uppá því að fara að bakka, það var bíll fyrir aftan mig og ég gat ekkert hreyft mig þarna.....bíllinn var kominn óþægilega nálægt mér og ég flautaði og flautaði en hann hélt áfram að bakka og ég fékk hann uppá húddið hjá mér, maðurinn sem var að keyra kemur útúr bílnum og það var þvílík áfengisstybba af honum....ég hringi á lögregluna og hún kemur skömmu síðar til að taka skýrslu og ég læt hana vita að það hafi verið mjög áberandi áfengisstybba af ökumanninum sem bakkaði á mig, og lögreglan sagði mér að halda mér saman að ég ætti ekki að vera að taka lögin í mína hendur....þeir lyktuðu ekki einusinni af manninum eða létu hann ekki blása og maðurinn keyrði bara kátur í burtu. Mjög skríttnir starfshættir hjá lögreglunni

Henning Árni (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: H

Merkilegt hvað það er alltaf til mikið af fólki sem veit allt og kann allt sitjandi fyrir framan tölvuna.  Varst þú kannski á staðnum? Veist þú eitthvað hverjar aðstæður voru? Veist þú eitthvað um í hvaða ástandi stúlkan var?  Nei, hélt ekki þannig að ég mæli með því að menn spari stóru yfirlýsingarnar og sleggjudómana um mál sem þeir hafa ekki hundsvit á.

H, 22.8.2009 kl. 19:18

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Varst þú á staðunum í þessu tilfelli og veist þannig meir en aðrir?

Guðmundur Júlíusson, 22.8.2009 kl. 19:27

7 identicon

Skorrdal, þú ert eins og versta kerling. Þú ert einhver mesti fasisti sem ég veit um. fasisti sem vill ráða hver tekur þátt í umræðum og hver ekki. Hver borgar launin þín Skorrdal? 

Guðmundur, nei ég var ekki á staðnum enda hef ég ekki eins stór orð um þetta og margir.  

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:44

8 identicon

Skorrdal, lestu innlegg númer fjögur. Tilraun til skoðanakúgunar, einræðistilburðir, "Haltu kjarfi og vertu úti" er þetta lýðræðislegt? Nei svona tala fasistar sem vilja stjórna og ráða umræðunni. En hver borgar launin þín Skorrdal? Er ekki eðlilegt að þú svarir þessu úr því þú krefst þess að aðrir svari sömu spurningu?

Annars þykir mér alltaf jafn broslegt hvað greyið Skorrdal spilar sig alltaf mikið fórnarlamb þegar fær á sig gagnrýni. En orðljótari og hatursfyllri mann er erfitt að finna á netinu.  

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:26

9 identicon

Skorrdal, æ æ æ æ æ. Hafðu það gott vinur.

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:06

10 identicon

Það er pottþétt vinnumálastofnun sem borgar Skorrdal laun

Eiríkur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:25

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Stundum er fólk sett í járn svo það skaði ekki sjálft sig. Hver veit nema lögreglan hafi haft áhyggjur af geðheilsu stúlkunnar. Fréttirnar af þessu óhappi á Vísi benda til að það hafi verið hálf óvenjulegt.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 22:34

12 identicon

Bíðið bara eftir að lögreglan sé komin með rafbyssur.

Þeir hefðu sennilega fyrst gefið henni stuð og svo járnað henni.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 00:12

13 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

gaman þegar svona líflegar umræður eiga sér stað, hver er sér ber að baki nema bróðir eigi! eða þannig!

Guðmundur Júlíusson, 23.8.2009 kl. 00:34

14 identicon

Það eru a.m.k. tvær hliðar á öllum málum. Væntanlega hefur eitthvað gefið tilefni til þess að hún var sett í járn.

Mögulegt er að í fyrstu hafi hún verið grunuð um ölvun við akstur og einhver hafi t.d tilkynnt lögreglu það og ætli hún hafi ekki bara verið sett í handjárn þangað til að hún var lásin blása og sannleikurinn kom í ljós.

Var annars einhver hér á blogginu á staðnum og var vitni að atburðarrásinni frá a til ö? Ekki var ég þar. Held að menn ættu ekki að vera með einhverja sleggjudóma um eitthvað sem þeir vita ekki um. Kanski var þetta og harkaleg aðgerð eða kanski ekki.

Held að þeir sem tala um fasisma og að við búum í lögregluríki við lögregluofbeldi og óttist að lögreglan fá rafbyssur eða ekki ættu að fara að róa sig og fara t.d. í nudd eða fá sér eitthvað róandi.. Þvílík paranoja og væl.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband