Árni okkar Johnsen stal senunni á Alþingi í gær!

Er að jafna mig á flenskuskít sem herjar á heimsbyggðina og hef þar af leiðandi ekki mikið gagnlegt fyrir stafni, hvort sem er í vinnu eða á heimilinu, en þó heilsan sé slöpp er ekki endalaust hægt að liggja í bælinu og úldna, heldur reynir maður að staulast um íbúðina og telja mínútur og síðan klukkutíma, á milli þess sem ég hita mér heitt sítrónuvatn með miklu hunangi,  eins og batinn komi eitthvað fyrr fyrir vikið. En að lokum sest maður við skjáinn og reynir að finna eitthvað til að horfa á og láta tímann líða, en það er bara ekkert á dagskrá á daginn sé maður ekki með fjölvarp svokallað og enda ég á að horfa á þingumræðu á Rúv, og verð ég að viðurkenna að mér fannst þessar umræður stóráhugaverðar, ekki síst fyrir þær sakir að í fyrsta skipti sá ég heildarmynd af því sem er að ske á þjóðþinginu í lengri heild en úr fréttum, og fékk allgóða mynd af flestum þeim þingmönnum sem nú eru á þingi.

Ég hlustaði á allar ræður þingmanna og  er ekki ofsögum sagt að mér finnst þó nokkrir af þeim ekkert erindi eiga á alþingi okkar íslendinga! þeir voru sumir hverjir með afar daprar ræður og afskaplega slaka  framsögu.

En ég verð að nefna þá sem mér fannst skara fram úr, og þá ekki endilega hvað varðar málefnalega hlið þess heldur líka skemmtanagildi þessa annars alvöruþrungna vinnustaðs.

Sigmundur Ernir var með skrautlega ræðu og gaf af sér skemmtilegt yfirbragð með miklum handahreyfingum og pati, og þrumaði annað slagið yfir salinn og fékk oft mikil ofaníköll yfir sig, en það var að öllum öðrum ólöstuðum Árni Johnsem sem stal senunni í gærkveldi með skemtilegri ræðu sem hægt var að hlægja að og jafnvel gráta yfir um leið!

Því miður tekst mér ekki að koma ræðunni á þennann link hér á síðunni af einhverjum ástæðum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Góðan bata Guðmundur!

Anna Karlsdóttir, 21.8.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þakkir fyrir það

Guðmundur Júlíusson, 22.8.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband