Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ótrúlegt afrek fatlaðs manns

Þetta er með ólíkindum, að maður með engar hendur  eða fótleggi,  skuli geta afrekað að synda yfir Ermasund er svo lýgini líkast  að maður stendur á gati, ég tek hattinn minn ofan fyrir honum, og þá er mikið sagt, (sef nefnilega með hann)

Til hvatningar  fyrir öðrum fötluðum, sem geta allt fylgi hugur að máli.


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta mark Gylfa hjá Hoffenheim beint úr aukaspyrnu

Það er engin tilviljun  að þessi strákur skuli lenda hjá þýsku úrvalsliði sem í þokkabót er í efsta sæti deildarinnar, hann skoraði í kvöld glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, sjá hér:

http://www.asiaplatetv.com/goal.php?id=4115

 


mbl.is Fyrsta mark Gylfa fyrir Hoffenheim (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borað alla leið til námugangamanna í Chile

Nú hefur víst tekist að bora göng alla leið til þeirra þrjátíu og tveggja námumanna sem eru fastir í námu í Chile frá því í ágúst sl. Grafin hefur verið hola alla leið eða um 630 metra á dýpt, og um 30 cm breiða, sérfróðir menn segja að hún þurfi að vera minnst 70 cm breið til að mennirnir komist út.

Þetta  segja fréttir okkur, en hvernig skyldi þeim líða þarna niðri? Ég veit að ég væri sennilega orðinn brjálaður fyrir löngu! Hugsið ykkur, að  húka í ca 70 fm plássi með kalda klettaveggi umlykkta á alla kannta, ekkert sem minnir á veru í íbúðarhúsi eins og þeirra sjálfra, engar myndir á veggum, engin ískápur til að fá sér bita, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, ekkert í raun, jafnvel algert myrkur þó ég viti það í raun ekki,  aðeins félagar þínir sem allir verða að láta tíman líða klukkustund fyrir klukkustund, dag fyrir dag, viku fyrir viku og svo fr. og það eina sem þeir geta gert er að hugsa um sína nánustu og hvað verði um þá eða sjálfan sig og hvort þeir komist í raun út úr þessu hrikalega fangelsi!!

Guð veri með þeim og vonandi nást þeir upp.

 


mbl.is Borað alla leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 september í dag

Þessi dagur  er fyrir marga  hluta sakir nokkuð merkilegur, og þá sér í lagi vegna árása hryðjuverkamanna á Bandaríkinn árið 2001, eins og mörgum okkar er enn minnisstætt,  ég gleymi seint  þeim degi, ráfaði til herbergis húsvarðarins með eitthvert mál sem ég man ekki hvað var, og var hann með sjónvarpið kveikt, og í þeirri andrá sá ég í beinni útsendingu flugvél skella á turn núme tvö, því mér skildist síðar að þegar hafi verið flogið á hinn turninn, Þetta eru sennilega áhrifamestu augnablik ævi minnar, auk morðsins á Lennon á sínum tíma.

En þetta er ekki það eina sem  skeð hefur á þessum blessaða 11 september.

Í dag valdi rannsóknarnefnd þingsins að birta sína skýrslu þennan sama dag, hvort sem tilviljun ráði þar för eður ei.

Niðurstaða þessa ágæta fólks sem  í nefndinni situr er nokkurn veginn klofin, það sýnist sitt hverjum, bjóst einhver við öðru??  en það sem mér finnst fyndnast er að enginn framsóknarmaður er ákærður!! og það þykja mér stórtíðindi!!!! Hvað mig varðar eru það þeir Halldór og Finnur sem ákæra ætti fyrir hruninu, þeir byrjuðu á einkavæðingabrjálæðinu sem síðan vatt upp á sig þvílíkt og felldi þetta land okkar.

 


Mér hefur verið hótað málsókn vegna bloggs míns!

Sælir allir ágætu bloggarar sem og þið sem lagt hafið á ykkur að blogga um mig og meint ummæli mín um Þýskaland þar sem ég nefndi þá hugsun mína, eftir grein þá er ég las í formála þessa bloggs, tilvitnun  sjá þetta blogg : " Rífandi gangur í Þýskalandi".

Þar ráfaði hugur minn aðeins aftur í tímann eða til þess  tíma er þjóðverjar voru á sínum uppgangstímum eftir fyrri heimstyrjöldina og snéru vondum tímum þá í "góða" með sameiginlegu átaki flestra þjóðverja. Mér varð þá hugsað (vegna fyrirsagnar þessa bloggs) til þeirra tíma og tók ég þar af leiðandi svona að orði eins og nú frægt er greinilega orðið.Aldrei var, né er tilgangur minn að særa nokkurn mann  með þessum orðum, enda er ég og  hef aldrei verið hatursmaður þjóðverja,  nema síður sé, enda duglegasta fólk upp til hópa!.

Mig sárnar þetta þess vegna gríðarlega sem ósköp ómerkilegum  bloggara að þurfa að horfa upp á þessi skrif  rúmlega eitthundrað svarenda sem þetta blogg hér: http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1091595/   hefur gefið af sér, þar sem sumrir  telja mig "rasista" en ég  var bara með spekúlasjónir um hlutina í spurnarformi, engar staðhæfingar.  (hvað ef og hvað með og sv.fr. )

Ég hef alltaf reynt að vera kurteis á þessu bloggi og tel að menn séu sammála þvi er mig hafa lesið, og að ég sé ekki sá dóni er um ræðir.Bloggið hér sem og annarsstaðar á að vera laust við hræðslu um málssóknir og eða þurfa að óttast að ritskoðun eigi sér stað, ekki bara af forkólfum okkar bloggs heldur einnig þeim sem blogga dags daglega.

Með bestu kveðjum og lifið heil.

Guðmundur Júlíusson

Mun betri en norskir, segir Morten Olsen

Hann segir að íslendingar hafi verið mun betri en norðmenn og  varar sína menn við íslendingum.

Svo er bara spurningin hvort þetta sé ekki bara ákveðið sálfræðilegt stríð til  að keyra á??


mbl.is Olsen: Íslendingarnir eru góðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú sem kastaði hvolpum kannski ekki morðingi: Ellilífeyrisþegi fann 5 af 6 berjast í ánni

Hvernig í ósköpunum  er hægt að sýna slíka mannvonnsku? að kasta sex ósjálfbjarga hvolpum út í á þar sem ekkert bíður  nema kaldur dauði, hvernig verður fólk svona illt?

sjá frétt af pressunni

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/su-sem-kastadi-hvolpum-kannski-ekki-mordingi-ellilifeyristhegi-fann-5-af-6-berjast-i-anni


Verður Eiður með á móti Aston Villa?

Tony  Pulis segir fullvíst að hann verði með, annaðhvort  í byrunarliðinu eða á bekknum, fari eftir því hvernig  takist að vinna með hann.

Ég segi að  hann þurfi að sýna  mikla framför til að ná að komast í liðið, hann er gersamlega æfingalaus og þungur, hann hefur  ekki verið með í heilann leik í  langan tíma og þarf marga mánuði til að komast í það form að vera gjaldgengur í erfiðustu deild heims!!

Persónulega tel ég að hann sé búinn að vera sem toppspilari.


mbl.is Eiður verður með gegn Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níutíu og níu svipuhöggum bætt við dauðarefsingu

Sakineh Mohammadi-Ashtiani í Íran var dæmd til að vera grýtt til dauða vegna lauslætis og jafnframt var bætt við 99 svipuhöggum til öryggis fyrir að vera mynduð án höfuðfata að mér skilst.

Skv mydum er birtar hafa verið  af konunni segir sonur hennar að þetta sé alls ekki móðir sín, aftöku hennar hefur víst verið frestað um sinn vegna þrýstings erlendis frá,  en ekki halda að þeir breyti dómsúrskurði sínum!!

Þetta sýnir manni hve dómskerfið í Íran og mörgum löndum þarna í  Asíu er fyrirkomið, þar ríkir algert karlaveldi og í raun einræði og þrælahald á þegnum landanna.

 


Annsi hress þessi skífuþeytir !!!

Þeir eru misjafnir plörusnúðarnir, ég starfaði sjálfur sem slíkur í nokkur ár í Klúbbnum gamla, en var "ekki" svona hress, með mér störfuðu menn eins og Gústi Héðins, heldur ekki svona brjálaðislega hressir, enda var áhorfsaldurinn sennilega mun lægri hjá okkur!!!

Skoðið þið þennann!

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/thegar-gledin-tekur-oll-vold-er-eitthvad-annad-haegt-en-ad-brosa-breitt-med-thessum-myndband

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband