Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Hvalveiðum lokið með stæl og 148 langreyðar landaðar

Nú er hvalveiðum, það er veiðum á langreyð lokið, alls veiddust 148 langreyðar af 150 stk kvóta, en sökum veðurs og birtuskilyrða var ákveðið að hætta og láta þetta gott heita.Það er ljóst að við fáum súrann hval í búðinni á næstu mánuðum.

Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar

Þórdís Björk nýr formaður samtakanna er vel að þessu komin og gríðarlega falleg í þokkabót, sem er góð tilbreyting í stjórnmálum í dag!
mbl.is Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttum skilið að tapa

Svo sannarlega, þetta var hveisa fyrir  okkur Arsenal aðdáendur!!!!


mbl.is Wenger: Áttum skilið að tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðhræringar við Grímsvötn

Er eitthvað að koma upp á yfirborðið? Sigurður Haraldsson segir að svo sé, enda spáð að eitthvað muni ske á haustmánuðum, en þetta sé þó aðeins norðaustar en sprungan sem hann sá opnast upp úr Eyjafjallajökli.

Vonandi að ekkert sé í pípunum hvað gos varðar, en hvað veit maður.


mbl.is Jarðhræringar við Grímsvötn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Gunnari Nelson í kvöld, "hengdi gæjann standandi"

Gunnar Nelson keppti í kvöld við Eugene Fadiora í Birmingham í einni stærstu íþróttahöll Evrópu, og eins og Björn Birgisson orðaði það: "hann hengdi hann í standandi stöðu !"

Við erum kannski að upplifa nýjan meistara í íþrótt sem við höfum ekki áður haft hátt um, en þessi drengur er að gera allt vitlaust ef marka má umsagnir í erlendum blöðum.


Þvílík byrjun hjá meistara Guðmundi

Hann er nýráðinn þjálfari eins besta liðs í heimi og er vart byrjaður en sigrar stórlið Barcelona á útivelli með 30 mörkum gegn 31, glæsilegt hjá okkar mannni.
mbl.is Góð byrjun hjá Guðmundi með RN Löwen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meintum flugræningja sleppt

Það hlýtur að vera hrikalegt fyrir þennann mann að lenda í að vél sé lennt í öðru landi en til stóð vegna þess að einhver í Kanada hafi hringt inn með þær upplýsingar að hann  bæri á sér sprengju, og við lendingu fær hann móttökur sem slíkur og reynist alsaklaus, ef um gabb er að ræða á viðkomandi aðili er hringdi þetta inn ekki von á góðu!!!
mbl.is Flugvélin farin frá Arlandaflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Nelson á erfiðan bardaga fyrir höndum á morgun

Það verður gríðarlega gaman að fylgjast með okkar manni, Gunnari Nelson á morgun, þegar að hann berst við gríðarlega sterkann andstæðing frá Englandi, Eugene Fadiora í Birmingham í einni stærstu íþróttahöll Evrópu.

Gunnar hefur verið á gríðalegu skriði undanfarið og sigrað hvern andstæðing á fætur öðrum, og yrði Eugene Fadiora sá áttundi í röð ef  hann sigrar!!.

Nú er bara að logga sig á netið og finna þennann bardaga og poppa með Smile


Gnarrinn hvu ekki ætla að mæta á októberfest

Jón gnarr mun ekki þrátt fyrir að hafa verið boðið á þessa alþjóðlega athafnaviku stúdentaráðs  Háskóla Íslands, þiggja það boð.

„Hann borðar hvorki kjöt né drekkur öl,  segur Stefán Þór Helgason í  stúdentaráðsliði í Háskóla Íslands, þess vegna skil ég vel að hann hafi ekki áhuga á að mæta á mestu drykkju- og kjötveislu ársins."
Gnarrinn veit ekki hvers hann er að fara á mis við :)

http://visir.is/jon-gnarr-aetlar-ekki-a-oktoberfest/article/2010747345398


Ekkert nema hneyksli í leik Sunderland og Arsenal

Það var alger þjófnaður sem átti sér stað í leik Sunderland og Arsenali í dag, þegar að heimaliðið jafnaði Þegar að uppbótartími var liðin! og átti  leikurinn  alls ekki  að vera í gangi, en dómari var á öðru  máli og hélt leiknum áfram að því að mér virtiðst til að leyfa Sunderland að skora!!!

Alger hneysa!!!


mbl.is Wenger: Undarleg tímavarsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband