Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Gríðarlegir skógareldar í Rússlandi

Þrjátíu manns hafa látist nú þegar í skógareldum í Rússlandi þar sem þúsundir heimila hafa verið rýmd,

"Mörg þúsund heimili hafa brunnið til kaldra kola en miklar hitar hafa verið í Rússlandi undanfarna daga og gróður víða mjög þurr. Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir dag að slökkviliðsmönnum hafi tekist að ná tökum á ástandinu. "

http://visir.is/thrjatiu-latist-i-miklum-eldum-i-russlandi/article/2010879920211


Er Guð til ?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Guð sé til, eða þá einhver í líki  hans sem birtist okkur af og til í mynd þess sem hann kýs? Af hverju trúir fólk á Guð? Er hann í líki stjórnmálamannna eins og Össurar Skarphéðinssona nei varla, Jóhönnu Sigurðardóttur varla,  eða þá í líki manna eins og Ómars Ragnarssonar mögulega,  Hvar er þessi eini sanni Guð? ´

Í  reynd  er það tilfinningin í þínu innnra sjálfi sem gefur til kynna hvað og hver Guð er, það er nefnilega sú tilfinning að líða vel og vera sáttur við sjálfann sig sem býr til Guð!!, því Guð er það sem þú villt að hann sé, hið góða innra með þér.


Heimskur og heimskari eða (Dumb & Dumber)

Mér dettur alltaf í hug þessi bíómynd þegar nafnið Össur Skarphéðinsson kemur upp.  Hann er nú á ferðalegi í Brussel að semja um ingöngu í bandalagið, nokkuð sem okku íslendingum er ekki hugnanlegt, stækkunarstjóri EB tók af Össuri míkrafónin þegar að bullið náði hámarki!! Eru ekki takmörk fyrir því hve stjórnmálamenn bulla á erlendum vettvangi?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tveir skipta með sér lottóinu

Ég vildi vera annar  þessara tveggja sem fengu vinning kvöldsins! 26 millur eða um það bil!! til  hamingju hverjir sem þið eruð Smile


mbl.is Tveir skipta lottóvinningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræbær frammistaða Gunnars Bergmanns og hrefnuveiðumanna og þeirra markaðssetning á hrefnukjöti

Góðum hlutum verður ávalt að koma  á framfæri, það sagði mamma heitin allaf, en mig langar sérstaklega að hrósa Gunnari Bergmann, framkvæmdarstjóra hrefnuveiðimanna  fyrir frábært  framtak sitt fyrir markaðssetningu þeirra á hrefnukjöti til neytenda,  þeir eru að vinna sigra  daglega með stanslausri kynningu á þessari frábæru vöru  bæði í sjónvarpi og ekki síst með agresssívfri árvekni í verslunum okkar sem selja gott kjöt, ég veit allt um það Áfram íslensk framleiðsla og áfram íslenskt hugrekki!!

Guðmundur landsliðsþjálfari íslenska handboltaliðsins er snillingur!!

Hann er þjálfari ísenska landsliðsins í handbolta sem varð undir hans stjórn í öðru sæti á ÓL í Peking og í þriðja sæti á EM að mig minnir, (látið mig vita ef ég er að bulla)

Hann er nú í þvílíku draumastarfi alltra handboltamanna sem íþróttastjóri tveggja stórra félaga, hins danska AG København og þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, en með þessum liðum leika  nokkrir íslenskir leikmenn, þeir Óli Stef, Róbert Gunnars og Guðjón Valur með Rhein-Neckar Löwen og þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn með  AG.

Gefum Guðmundi fjófalt húrra fyrir frábært starf í þágu handboltans LoL

 

http://visir.is/gudmundur-i-staersta-starfi-handboltaheimsins/article/2010711279746


Sjálfstæðisflokkur með um 35% fylgi

Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkur er að ná sínu fyrra fylgi skv  könnun Gallups í vikunni!, Samfylking mælist með um 24% og VG tapa og eru aðeins með um 19%, aðrir með minna, segið svo að við sjálfstæðismenn séum dauðir úr  öllum æðum!

Hvítabjörn dró kajakræðara út úr tjaldinu

Það er óhætt að segja að þessi ágæti kajakræðari hafi sýnt mikið  hugrekki þegar að hann elti hvítabjörn sem tók félaga hans í kjaftinn og dró hann eina fjörtíu metra frá tjaldi þeirra félaga og brá riffli sínum og lét skot vaða, og annað skömmu seinna til öryggis, og þá lá bangsi steindauður.

Það er ekki sjálfgefið að þora þessu þar sem þessi dýr eru gríðarlega sterk og ef ekki er skotið rétt verður dýrið enn brjálaðra, og ekki endilega tími til að ná öðru skoti án hiks.

http://visir.is/hvitabjorn-dro-kajakraedara-ut-ur-tjaldinu-/article/201034325269


Sendir í byggingarvinnu eftir HM

Greyin í knattspyrnulandsliði N-Kóreu fengu víst ekki góðar kveðjur við heimkomu til N-Kóreu eftir HM, þeir voru víst teknir í langar yfirheyrlsur sakaðir um svik við  leiðtoga landsins og síðan sendir í byggingarvinnu um óákveðinn tíma!!!

Þeir fengu þó  allavega vinnu, sem er meira en segja má um marga!!!


mbl.is Sendur í byggingarvinnu eftir HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýslurannsókn: Hvað tefur Jón Gnarr og félaga?

Þrátt fyrir að besti flokkurinn hafi lofað hinu og þessu, er langt í frá að það sé að rætast.

"Nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir og ekki bólar á nefndinni. Þessi seinagangur og hunsun á ákvörðunum æðstu stofnana borgarinnar er ámælisverður og ýtir enn frekar undir kröfuna að um að nefnd sem rannsaka á stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar taki þegar til starfa."

Halló, hvar er Hans Hátign með sitt "allskonar" ?????


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband