Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Kínversk eignaraðild að íslenskum sjávarútvegi

Það er allt  að verða vitlaust út af eignarhaldi kínverskrar fjöldskyldu á sjávarútvegsfyrirtæk Stormur Seafood, ekki sé ég hvað  rangt sé þar  á ferð, enda þörf á erledum fyrirtækjum til landsins, Innan skynsamlegra marka þó!

http://eyjan.is/2010/07/24/jon-laetur-skoda-43-eignaradild-kinverskrar-fjolskyldu-ad-sjavarutvegsfyrirtaeki/


Fjármálastjóri Baugs áfrýjar gjaldþrotaúrskurðinum!

Hann var fjármálastjóri Baugs ( Stefán Hilmarsson)  og er nú fjármálastjóri 365 miðla, hann  hefur áfrýjað úrskurði um gjaldþrot sitt, hvenær sæjum við Jón og Gunnu gera slíkt? þetta uppalið notar hvern einasta lagakrók til að komast hjá dómi, og borgar sjálfsagt morðfé fyrir, sem þau hafa sjálfsagt komið fyrir einhverstaðar sem engin veit um!!! enda hafa þau efni á endalausum lögfræðikostnaði.

Hvar ætla svokallaðir "hægri grænir" að sækja fylgi sitt?

Nú eru menn að tala um enn einn flokkinn á pólítískum vettvangi, nefnilega svokallaðan "hægri grænann" flokk sem þeir segja sem "vit" hafa á, sé mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn,  grín í gömlum myndum!!

Það hefur svo oft sýnt sig í gegnum tíðina að það er vonlaust að reyna að  kljúfa sig úr Sjálfstæðisflokknum, það hafa margir reynt, Borgaraflokkurinn sem dæmi, og ekki gengið, alltaf kemur liðið  tilbaka, en í þetta sinn er um grín að ræða að mínu mati, "hægri grænir" stolið frá Vinstri Grænum, hvernig dettur þeim í hug að þeir geti náð lýðnum á sitt band, eru þeir að feta í fótspor "besta flokksins" og halda að hægt sé að endurtaka þeirra ævintýri á nýjan leik ?

Nei, þetta er dæmt til að mistakast frá A til Ö sorrý,


Tala látinna hækkar enn eftir harmleik í Duisburg

Nú er talið að um sautján manns hafi troðist undir og látið lífið og um áttatíu alvarlega slösuð, og sér ekki enn fyrir endan á því.


mbl.is Tala látinna hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfríður Lilja trú sjálfri sér

Það mættu  fleiri taka sér Guðfríði Lílju sér til fyrirmyndar, hún gagnrýnir eigin flokk, hún segir: "ég mun ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. "

Hún segir jafnframt að "samstaða sé innan þingflokksins um að það verði að ógilda samninginn um kaup Magma Energy á HS orku."

"Guðfríður Lilja segir að ef ekkert verði gert í málinu geti hún ekki stutt ríkisstjórnina áfram.

Svona manneskjur getum við í Sjálftæðisflokknum vel notað Smile


Kippir í Grímsey

Er eitthvað í vændum á næstu vikum eða mánuðum???
mbl.is Enn kippir við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu látnir eftir troðing á Lover Parade í Þýskalandi

Um milljón manns eru sögð hafa verið þarna á götum Duisburg og margir eru slasaðir eftir mikinn troðning. Þetta er árleg hátið unnenda rafrænnar tónlistar og hefur notið gríðarlega mikilla vinsælda um árin, fram til ársins 2006 var hún haldin í Berlín en síðan verið skipt á milli borga í Þýskalandi.
mbl.is Fimmtán tróðust undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zlatan á förum frá Barcelona?

Er ekki tilvalið fyrir Arsen Wenger að kaupa kallinn???  Ekki veitir af markaskorurum á Emirates.

Vísindamenn komnir á sporið í leitinni að guðseindinni?

Guðseind er  hún kölluð af  vísindamönnum og þykjast þeir hafa fundið þessa "eind"  sem þeir telja að geti útskýrt upphaf alheimsins!!

Þeim hjá CERN hafa fundið  og náð í fjöllunum undir landamærum Sviss og Frakklands, myndum af tveimur öreindum sem kallaðar eru W og Z bosonir.

"Einn af vísindamönnunum, prófessorinn James Keaveney, segir að í framhaldi af þessu sé kominn fram möguleiki á að finna svokallaða Higgs boson öreindina sem einnig gengur undir nafninu guðseindin. Hún getur útskýrt hvaðan efnismassinn kom sem myndaði alheiminn á sínum tíma í stóra hvelli.!

Nú er bara spurning hvað kristninarmenn hafa að segja um þetta! Jón Valur og fleiri?


Skjálfti upp á 7,3 stig á Filipseyjum í kvöld!

Skv fréttum  er þetta á sunnanverðum eyjunum um kl tíu í kvöld  á íslenskum tíma, og er ekki en vitað um tjón á mönnum eða mannvirkjum.

"Upptök skjálftans eru djúpt neðansjávar, eða á um 600 km dýpi, um 103 km frá Cotabato á Mindanao. Bandarísk veðurstöð reiknar skjálftann upp á tæp 7 stig. Skjálftar eru tíðir á þessum slóðum, sem kunnugt er, og hafa margir hverjir kallað fram flóðbylgjur og valdið miklu manntjóni "


mbl.is Sterkir skjálftar á Fillipseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband