Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Sérsveit lögreglunar kölluð til vegna Halloween

Er þetta ekki týpískt, einhver kella eða  kall úti í glugga að kíkja á náungan og gleymir að hugsa, hringir á lögguna til að tilkynna um glæpamenn sem eru eins og við vitum ekki að gera neitt af sér annað en að skemmta sér og öðrum og ættu þetta ágæta nágrannavörslufólk að ath dagatalið hjá sér og fylgjast aðeins betur með!

Halloween Props


mbl.is Sérsveitin kölluð út í Hátúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska landsliðið í handbolta tapaði i kvöld fyrir Austurríki!

Þeir voru hreinlega lélegir í Austurríki og töpuðu með fimm marka mun gegn liði sem við  að öllu jöfnu eigum að vinna auðveldlega á þokkalegum degi!!

Ég varð fyrir  miklum vonbrigðum með leik okkar manna sem voru, eins og í leiknum á  Íslandi gegn Lettum, arfaslakir og er greinilega langt í land með að ná samhæfingu í leik þeirra.


Wilshere mun þrefalda laun sín

Ekki  sé ég eftir þeim eyddum peningum, hann er hverrar krónu virði drengurinn!!! Enda er hann næsta stjarna enskra.
mbl.is Wilshere mun þrefalda laun sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronnie Wood úr Rolling Stones: Keith skilur mig

Þrátt fyrir að Keith Richards sé einn almesti drykkjuhrútur rokksins, segist hann loks skilja því Ronnie Wood skuli hafa hætt í sex mánuði, en sá var á góðri leið með að drekka sig í hel.

„Keith var vanur að sjá þetta sem merki um veikleika en hann skilur þetta núna."

Keith var sjálfur  lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa fallið úr pálmatré í kjölfar mikillar drykkju fyrir  fjórum árum.

Keith er þó langt því frá hættur að drekka áfengi og fyrr á árinu vísaði hann slíkum fregnum alfarið á bug. „Orðrómurinn um að ég sé orðinn allsgáður er stórlega ýktur."

http://visir.is/ronnie-wood--keith-skilur-mig/article/2010612943056


Hagnaður Haga eykst

Jamm, einmitt!


mbl.is Hagnaður Haga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Þór Saari að ýta undir fórdóma?

Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs Landspítalans segir orð Þórs Saari sem hann lét falla í Reykjavík síðdedgis  á Bylgunni í gær, ekki til þess fallinn að styrkja stöðu geðfallaðra í Íslandi, og í raun mjög óábyrgt af þór að láta þessi orð falla þar sem að engar rannsóknir séu til sem sýni  að fólk sem glími við geðveiki eða aðra sjúkdóma því skylda sé hættulegra en annað fólk.

Þór Saari sagði:  „Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli."

Ég get engan vegin séð að Þór Saari sé að vega á einn né annann hátt að geðfölluðum á Íslandi með þessum orðum? Að mínu mati  er hann aðeins að lýsa því ástandi sem skapast hefur vegna lélegs stjórnarfars og að það er orsök  þess ástands sem Austurvöllur er nú miðdepill að, og að það gangi engan veginn, í framtíðinni. Varðandi það að hann nefni þetta "einhverskonar geðveikrahæli."
er hann aðeins að nota hugtak sem að landsmenn hafa alltaf notað þegar að allt er í bál og brandi, hvort sem á heimili sé eða úti í heimi, hver hefur ekki notað þessi sterku lýsingarorð um ástand í sínum ranni?



 

 

 

http://visir.is/segir-thor-saari-yta-undir-fordoma/article/2010618272697


Trúarágreiningur um steikarlykt af beikoni - Veitingamanni gert skylt að loka loftræstingunni

Hér er enn eitt dæmið um þær öfgar sem fólk þarf að búa við vegna trúmála einnar og sér.

þegar að veitingamaður sem starfrækt hefur samlokustað sinn í átta ár án kvartana fær allt í einu kvörtun frá  manni í næsta húsi vegna þess að beikonilmurinn sem berst  frá loftræstingunni fælir íslamska vini hans frá því að koma í heimsókn!!!

Halló!! hvernig er heimurinn eiginlega að verða?  sjá frétt á Pressunni hér að neðan.

 

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/truaragreiningur-um-steikarlykt-af-beikoni---veitingamanni-gert-skylt-ad-loka-loftraestingunni


Ég vil að ungu strákarnir þurfi að hafa fyrir hlutunum

Þetta segir Harry Redknapp stjóri Tottenham, og ég er hjartanlega sammála honum, hann segir:

"Ég hef áhyggjur af krökkunum. Lið eru að lenda í því að gera langa samninga við krakka af ótta við að missa þá. Þeir koma til félaganna 17 ára gamlir og allt í einu standa þeir uppi með 4 eða 5 ára samning,"

"Þá eru þeir komnir í þá stöðu að geta gert það sem þeir vilja þar sem þeir eiga nóg af peningum. Einhverjir munu leggja sig alla fram en meirihlutinn mun hafa það of þægilegt."

Hann segir einnig að ungir leikmenn eigi ekki að fá meira en eins árs samning til að tryggja það að þeir leggi sig hundrað prósent fram til að tryggja sér áframhaldandi samning.

"Það er eitthvað sem stjörnurnar í gamla daga þurftu að gera. Þeir þurftu að hafa fyrir hlutunum. Í dag fá krakkarnir langa samninga þar sem félögin óttast svo að missa þá frá sér."


 


Eru Bandaríkin reiðubúin fyrir samkynhneigðan forseta?

Það er ekki að spyrja að bandaríkjamönnum, blekið er ekki fyrr þornað af fréttum um borgarfulltrúann Joel Burns  frá Fort Worth í Texas, sem er samkynhneigður og flutti tilfinningaþrungna ræðu í tilefni af hrinu sjálfsmorða ungra samkynhneigðra pilta og fórnarlamba eineltis að menn vestra eru farnir að spá í hvort nú sé komið að því að næsti forseti Bandaríkjanna gæti verið samkynhneigður!!

Slík er fréttamennska þeirra þarna vestra að maður á engin orð, það hlýtur að vera þvílík gúrkutíð í fréttamennsku að menn grípa þetta sem "headlines" og gera þvílíkt show úr þessu! Allt til að selja áskrift geri ég jú ráð fyrir.

http://visir.is/eru-bandarikin-reidubuin-fyrir-samkynhneigdan-forseta?/article/2010848328230 


Jón gnarr "veikur og ruglaður"

Að eigin sögn er hann veikur og ruglaður, eftir sýklameðferð greyjið, ekki á bætandi hjá veslings ræflinum!!

Hann verður kannski að ráða þriðja varaborgarstjóra til að hlaupa í skarðið fyrir sig!!! Spurning hver það yrði, ætli Pétur Jóhann sé laus  ?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband