Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Rooney, Ferguson og Littla gula hænan

Eftir allt sem  á undan er gengið hefur Wayne Rooney ákveðið  að endursemja við Man U til fimm ára, og hefur heldur betur skipt um skoðun á klúbbnum á ca sólarhring!!!

Á miðvikudag var þessi sami klúbbur að hans mati algerlega metnaðarlaus, og var það að hans áliti meginástæða  til þess að hann vildi fara, en rúmun sólarhring seinna er hann búinn að semja, og allt í einu segir hann að klúbburinn sé mjög metnaðargjarn?????

Ég held að þetta sé snjall leikur hjá stjóranum og Davið Gill, ef þeir hefðu ekki náð að semja við hann  fengist nánast ekkert fyrir hann á næsta ári, en nú geta þeir í janúar selt hann fyrir metfé sem ég held að þeir muni gera, því að það kemst engin upp með að niðurlægja Ferguson frammi fyrir alþjóð, spyrjið bara Beckham og Staam og fleiri!!!

Þegar að á öllu er á botninn hvolft, segir Rooney að það hafi ekki verið hann sem olli þessum óróa, en það skrýtna er að Ferguson segir það sama!!!


mbl.is Rooney með fimm ára samning við Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálst er í fjallasal

Nú þegar að stjórnlagaþing mun  brátt koma saman og um fimmhundruð manns hafa boðið fram krafta sína í þágu þess, er vandasamt að ímynda sér hvernig frambjóðendur hafa hugsað sér að koma sínum skoðunum á framfæri í ljósi þess stutta tíma sem þeir hafa, og ekki síst í ljósi fjölda þeirra og getu fjölmiðla til að gefa þeim tilhlýðilegt pláss þar sem eins og menn vita eru þessir frambjóðendur misvel í sveit settir. Svo er það hitt, að kjósendur eru á engan hátt tilbúnir að mynda sér skoðanir um þessa fimmhundruð og eitthvað frambjóðendur á þessum stutta tíma.

Munum við sjá einhverja breytingu á framsögu þeirra til handa okkur í bloggi þeirra eða öðrum skrifum þeirra á neti eða í blöðum?

Munum við sjá þetta sama munstur og alltaf þar sem loforð eru gefin í kjölfar kosninga þótt að ekki sé möguleiki á að við það sé staðið!!! annað eins hefur nú gerst!, það  vita þeir sem vit hafa á.

Það er jú í eðli mannskepnunnar að berjast, og í bardaga eru oft viðhöfð brögð sem ekki eru leyfileg, en ég hlakka til að sjá framvindu þessarar kosningabaráttu, þeirra er mest  hafa haft sig í frammi um spillingu í sjórnmálum dagsins í dag, og haft í frammi hve háværust mótmæli um  breytta tíma og betri kjör almennra  borgara.

 


Jón "gnarr" hvetur konur til að leggja niður vinnu!!

Enn kemur þessi "ágæti" borgarstjóri okkar á óvart, nú með þvi að hvetja vinnandi konur Reykjavíkurborgar til að leggja niður vinnu  kl 14:25 á mánudag, hann áttar sig líklega ekki á því hve miklir fjármunir tapast á þessu,  stígur hann kannski ekki í vitið? borgin mun tapa mörgum milljónum á því að allar konur leggja niður vinnu á þessum tíma!!!

109 þúsund Írakar látnir, 63% af þeim eru óbreyttir borgarar

Skv skjölum Vikileaks hafa um 109 þúsund Írakar látið lifið frá 2003 - 2009, eða það segir sjónvarpsstöðin Al Jazeera sem hefur rannsakað þessi skjöl í tvo mánuði.

Þetta ýtir enn frekar undir þær raddir sem segja að bandaríkjamenn hafa farið með rangindi um stríðsrekstur sinn frá upphafi og ávallt reynt að hylma yfir válega atburði sem skeð hafa í Írak, enda ekki við öðru að búast af þessu herveldi sem í engu sparar til að ná fótfestu í sem flestum heimshlutum ef möguleg gróðarvon er í augsýn, og er þá ekki spurt að því hvort troðið sé á fótum almennra borgara eður ei.


Portsmouth gjaldþrota

Nú bendir allt til þess að þetta sögufræga félag verði gjaldþrota og Hermann Hreiðarsson sem spilar fyrir þennann klúbb verði að leita sér að öðrum vinnuveitanda!

Portsmouth hefur verið í greiðslustöðvun síðan snemma á þessu ári en komið var að því að aflétta henni. Það tókst hinsvegar ekki þegar fyrrum eigandi félagsins, Alexandre Gaydamak, krafðist hárrar greiðslu þegar í stað ef það ætti að gerast.

Við vonum að Hemmi fái inni hjá félagi sem gerir honum hátt undir höfði, eins og hann á skilið.


mbl.is Portsmouth á leiðinni í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Play Misty for me


The Water Is Wide-Traditionnal Irish

Fyrir alla Íra þarna úti Smile


Georgia - Ray Charles

Eins og hann myndi  spila þetta á munnhörpu!!


Cry me a river

Ég get bara  ekki hætt að spila  þetta með henni, þetta er svo geðveikt eins og krakkarnir segja!!


Í tilefni af afmæli Johns Lennons, Let it be

Hún heitir Christel Lester og er sennilega frönsk-kanadísk að ég hygg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband