Er Þór Saari að ýta undir fórdóma?

Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs Landspítalans segir orð Þórs Saari sem hann lét falla í Reykjavík síðdedgis  á Bylgunni í gær, ekki til þess fallinn að styrkja stöðu geðfallaðra í Íslandi, og í raun mjög óábyrgt af þór að láta þessi orð falla þar sem að engar rannsóknir séu til sem sýni  að fólk sem glími við geðveiki eða aðra sjúkdóma því skylda sé hættulegra en annað fólk.

Þór Saari sagði:  „Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli."

Ég get engan vegin séð að Þór Saari sé að vega á einn né annann hátt að geðfölluðum á Íslandi með þessum orðum? Að mínu mati  er hann aðeins að lýsa því ástandi sem skapast hefur vegna lélegs stjórnarfars og að það er orsök  þess ástands sem Austurvöllur er nú miðdepill að, og að það gangi engan veginn, í framtíðinni. Varðandi það að hann nefni þetta "einhverskonar geðveikrahæli."
er hann aðeins að nota hugtak sem að landsmenn hafa alltaf notað þegar að allt er í bál og brandi, hvort sem á heimili sé eða úti í heimi, hver hefur ekki notað þessi sterku lýsingarorð um ástand í sínum ranni?



 

 

 

http://visir.is/segir-thor-saari-yta-undir-fordoma/article/2010618272697


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Guðmundur

Óskar Þorkelsson, 29.10.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Elle_

Ég held Þór Saari hafi nú bara verið að lýsa biluðu stjórnarfari, Guðmundur.  Hann virðist nú ekki hafa verið að vega að alþýðu eða mótmælendum, enda ekki hans vanalegi stíll. 

Elle_, 30.10.2010 kl. 01:02

3 identicon

Sagði ég það´ekki Elle í grein minni?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 01:14

4 Smámynd: Elle_

Jú, jú, akkúrat sagðirðu það og ég var bara að ítreka það og ég hélt þú sæir það.  Kannski skrifa ég ekki alltaf nógu skýrt?

Elle_, 30.10.2010 kl. 01:28

5 identicon

kannski, en þú ert þó manneskja, og við erum eins og við erum.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 01:32

6 Smámynd: Elle_

Og ég tek það sko fram að ég var að jóka í síðasta pistli sem ég skrifaði í í þessu bloggi.   Eins gott að passa sig að segja ekkert aftur vitlaust.

Elle_, 30.10.2010 kl. 01:37

7 identicon

Elle, þú ert greinilega í einhverri vörn, ég hef ekki sagt neitt sem afur gæti orsakað að þú segðir eitthvað vitlaust, þú sagðir nefnilega alls ekkert rangt mín kæra :)

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband