Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
23.1.2010 | 19:19
Leikurinn byrjajður og staðan er 3-1 fyrir Ísland
22.1.2010 | 23:59
Afsakið Hlé! ( meðan við rekum nokkra góða starfsmenn okkar) :)
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 02:19
Augljós sálfræði hér á ferð!!
Mancini telur að City eigi ekki möguleika á titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 01:55
Hef alltaf verið hræddur við lyftur
Var föst í lyftu í átta daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 01:48
Köld gusa í fés stjórnarherranna, skiptum liði!
Ræða Dominique Strauss-Kahn um að stjórnvöld hér yrðu að tryggja sér stuðning meirihluta þeirra ríkja sem eiga aðild að sjóðnum hlýtur að vera áfallt fyrir okkur á Íslandi, í ljós hefur komið að Ísland er komið niður í flokk með Venesúela, Argentínu og Angóla og ámóta bananaríkjum hvað varðar traust. Ef einhvern tíman hefur verið tími til að skipta um ríkisstjórn þá er það núna!
Íslendingar fá gusu frá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 01:12
Helkaldir vindar blása að sunnan
Hvenær munu þjóðir heims átta sig á því að almenningur á Íslandi er ekki ábyrgur fyrir reikningum stofnuðum af almenningi í evrópu,
Hvenær munu ríkisstjórnir heims átta sig á því að það er verið að gera eina minnstu þjóð heims gjaldþrota með áframhaldandi kúgun
Mér finnst allt þetta skrum og skrall um Icesafe i dag, algert prump!! Mér finnast stjórnmálamenn, sem ég reyndar aldrei hef haft trú á, hafa sýnt að þeir eru akkúrat það sem ég hef haldið, hreinræktuð prumhænsni! ef menn vildu virkilega gera eitthvað í því að fá lausn í málin, þá myndu menn vinna saman, hverra flokka menn væru í, hvernig í ósköpunum er ekki hægt í svona littlu landi, sem ekki er stærra en lítil borg á Englandi, að koma á sátt og almennu samkomulagi þegar um mál á þessari stærðargráðu og Icesafe er???
Ég bara spyr, erum við almenningur gersamlega áhugalaus hvað þetta varðar, ekki sýnum við mótmæli okkar við Austurvöll eða á öðrum stöðum nokkurn áhuga!!! , við virðumst sætta okkur við allt þetta. Ef fjöldskyldufólk í suður evrópu, t,d Frakklandi, Spáni, Ítalíu eða í raun hvar sem er í veröldinni nema á Íslandi, væri hent út úr íbúðum sínum fyrir sakir útrásarvíkinga, myndi orðið "uppreisn" öðlast nýja merkingu meðal okkar!!!!
Ég hvet fólk til að vera ekki svona sinnulaust og berjast!!!
16.1.2010 | 00:22
Húsið í vesturbænum!
Þetta samdi ég þegar ég var um það bil 24 ára, og var á hápunkti "ljóðaferils míns" eða þannig!
eða þannig úhahahahaha , mæli með að það sé lesið við lítið kertaljós og að slökkt sé á öðrum ljósum, best er ef þetta sé lesið af góðum skáta við varðeld á Ægisíðunni.
Húsið
Í vesturbænum húsið stendur autt og ógnþrúngið,
Með mölbrötna glugga er snúa í átt að sjó.
Reykháfurinn hálfur teygist afskræmdur upp,
Líkt og hendi upp úr hálfopinni yfirgefinni gröf.
Krakkarnir í hverfinu þau hræðast þennann stað,
Því heyrt hafa þau orðróm um að maður sæist þar! ,
Hann á að vera sveipaður í gullið herðasjal
Með augur er lýsa hungri og skelfingu í senn.
Enn einn var sá er þorði, þó með hálfum hug að fara,
Inn í þetta stóra hús og finna þennann mann,
Hann vissi ekki hitt að sagan hún var sönn!
Þessi maður hann var inni og eftir stráknum hann nú beið!
Það halla tók að kvöldi og að miðnætti senn leið,
Strákur læddist stuttum skrefum inn um dyr og beið,
Hann littla ljósatýru fékk úr vasaljósi fínu
En trúði vart að dynkirnir, þeir komu úr hjarta sínu.
Nú atburðirnir hraðar næstu mínúturnar liðu,
Er inn í breiðan gang hann kom og krakkar úti biðu,
Hann heyrði hávært hljóð er líktist klukknaslætti,
Hann snertingu við fótinn fann og andardrætti hætti !!!!
15.1.2010 | 23:49
Árið er 2010, ár Arthurs C Clark
Við erum komin alla leið til ársins 2010, hvorki meira né minna, sama ár og Arthur C Clark lét söguna 2010 Odyssey tvö gerast, (en hann samdi bókina 1982) sem var sjálfstætt framhald myndarinar 2001: A Space Odyssey frá árinu 1968.
Við höfum örugglega öll velt því fyrir okkur þegar við vorum ung, t.d. á því tímabili þegar að þessar ofangreindu myndir voru í sýningum, hvernig framtíðin virkilega yrði? Margir hafa haldið því fram að tæknin árið 2010 yrði mun meiri en en hún er í raun í dag! og við höfum séð margar vísindaskáldsögurnar um það hve mannshugurinn fer á mikið flug þegar að ímynduninn er við völd! En hvernig getum við vitað hve langt tæknin er í raun komin? Við sjáum alls konar bíómyndir og þætti sem sýna þvílíka tækni í meðhöndlun tölva og annarra tæknitóla, og okkur finnst sem þetta sé algerlega ekta meðan að við erum að horfa á það, en síðan förum við yfir málið í ró og raun, og sjáum að ýmislegt er alls ekki raunhæft.
Tökum sem dæmi nútíma þætti eins og CSI Míami þætti sem sýndir eru á skjá einum, þar eru rannsóknarteymin í aðalhlutverkum í hrikalega flottum hýbýlum með aðstöðu er hæfa bestu rannsóknarstofum, og eru þau gríðarlega fljót að fá niðurstöður úr DNA prófum, það er einn hængurinn á þessum þáttum, í raun í USA er rannsóknarlið CSI ( Crime Scene Investigation) algerlega út af fyrir sig, og koma ekki að raunverulegri lögleglurannsókn heldur aðeins að tæknilegri hlið mála, en í þáttunum eru þeir sjálfskipaðar löggur sem leysa málið og allt hitt í bónus, hræðilegt.
9.1.2010 | 00:05
Eagles - Tequila Sunrise
9.1.2010 | 00:02