Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hrikaleg harmsaga frá Danmörku

Það er sorglegt hve mannlegt eðli er breiskt, hvað fær mann til að drepa sín eigin afkvæmi? ef rétt reynist, og hvers vegna, það mun hafa verið um sambúðarslit að ræða og getur verið að það hafi verið kveikjan að brjálsemi mannsins.


mbl.is Varð tveimur börnum að bana í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fulltrúi íþróttarinnar, Logi :) taka tvö

Auðvitað var ég að vísa til greinar  Eiríks S Ásgeirssonar frá Vín

http://visir.is/article/20100128/IDROTTIR02/502252889

 


Frábær fulltrúi íþróttarinnar, Logi :)

Þessi  grein Eiríks S. Ásgeirssonar  frá Vín er alveg lýsandi dæmi um frábærann íþrótt.amann sem veit sína stöðu og fer ekki í kringum hana. Logi Geirsson er búinn að vera meiddur lengi en var valinn í landsliðið sem síðasti valmöguleiki, og með von um að hann næði að hrista af sér meiðslin og koma sterkur inn, en þegar að nokkrir leikiir eru að baki og hann lítið sem ekkert komið við sögu, er hann keikur sem aldrei og segir liðið koma fyrst og hann síðan!

Hann segir "„Nei, það var alls ekki svekkjandi. Leikurinn var þegar unninn og eftir tíu ár í boltanum get ég sagt að það er ekkert leiðinlegra en að koma inn á í leikjum sem er þegar búið að vinna. Það er meira gert fyrir nýliðana í hópnum," segir Logi og brosir. Og hann segir ennfremur:

Nú er ég bara í „sálfræðidjobbinu" í liðinu," segir hann og hlær.

En ég er vissulega hluti af liðinu og legg mitt af mörkum til hópsins eins og allir aðrir. Það er vissulega stutt í grínið hjá mér en ég er í þessu til að spila og gera mitt gagn. Það kemur svo í ljós í síðustu leikjunum hvað það hlutverk verður."

 Og hann endar á þessum óeigingjörnu orðum:

„Ég er ekki sá leikmaður sem missir sjálfstraust ef hann fær ekki að spila. Þótt ég fengi ekkert að spila í tvö ár kæmi ég jafn góður aftur til leiks aftur. Allir hafa sína kosti og þetta er einn af mínum."

Ef þetta er ekki íþróttaleg framkoma til fyrirmyndar,  þá heiti ég ekki Guðmundur, heldur Jón !!!

Áfram Ísland á morgun, og vonandi kemur Logi sterkur til leiks.


Lánsmaður Arsenal beint í aðalið Boltun

Þetta sýnir hve gífurlega mikið er spunnið í ungu strákanna okkar hjá Arsenal, þeir eru að fara á láni til ýmissa félaga og fara beint í aðalið þeirra, hve björt er okkar framtíð ha :)
mbl.is Wilshere lánaður til Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður ekki með Spurs á morgun !!

Einmitt,  ég held að hann hafi einfaldega ekki sýnt á æfingu að hann sé nógu góður til  þess að spila með aðalliðinu, ekki gat hann sýnt það með Mónacó, því ætti það að breytast nú hjá Spurs?

Ég held að drengurinn hafi gert mistök varðandi val á liði, held að hann hefði orðið mun liðtækari í West Ham en hjá Tottenham!! meiri spilatími og mun meira pepp frá fyrrum félaga Zola. En það er er freistingin um  sæti Spurs í því fjórða og möguleg aðkoma að meistaradeild evrópu á næsta ári sem hlýtur að vega þungt há kappanum.


mbl.is Eiður spilar ekki á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórasta þjóð í heimi ! Oft ratast útlendingum rétt orð í munn.

Það er ekki ofsögum sagt að við erum stór þjóð í handboltalegum skilningi þessa orðs, sigur í dag var stórkostlegur og sýnir heiminum að við erum ekki af baki dottin þrátt fyrir erfiða stöðu í fjármálum, nú er að duga eða drepast og komast alla leið, hvort sem andstæðingarnir verða pólverjar, frakkar eða spánverjar.

Lögin í kvöld eru ekki góð

Það eru alls ekki góð lög sem flutt eru í kvöld, ég hafði von um að lag Sjonna Brink og Heru yrðu vonbiðlar, en þau urðu vonbrigði.

Erfitt verður þetta, en ég trúi því að þeir fari í undanúrslit!!

Krótatía er erfiður andsæðingur sem erfitt verður að ryðja úr vegi, sama á við um  norðmenn og rússa, þetta eru  erfiðir andstæðingar þó ekki séu þeir í sama gæðaflokki og danir.
mbl.is Ísland mætir Króatíu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur hjá Islandi Úff

efsta sæti tryggt.


Allt í einu hafa Danir skorað 6 í röð!!

Allt í einu hafa Danir skorað 6 í röð!! og staðan er 9-7 fyrir Dani!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband