Helkaldir vindar blása að sunnan

Hvenær munu þjóðir heims átta sig á því að almenningur á Íslandi er ekki ábyrgur fyrir reikningum stofnuðum af almenningi í evrópu,

Hvenær munu ríkisstjórnir heims átta sig á því að það er verið að gera eina minnstu þjóð heims gjaldþrota með áframhaldandi kúgun

Mér finnst allt þetta skrum og skrall um Icesafe i dag, algert prump!! Mér finnast stjórnmálamenn, sem ég reyndar aldrei  hef haft trú á, hafa sýnt að þeir eru akkúrat það sem ég hef haldið, hreinræktuð prumhænsni! ef menn vildu virkilega gera eitthvað í því að fá lausn í málin, þá myndu menn vinna saman, hverra flokka menn væru í, hvernig í ósköpunum er ekki hægt í svona littlu landi, sem ekki er stærra en lítil borg á Englandi, að koma á sátt og almennu samkomulagi þegar um mál á þessari stærðargráðu og Icesafe er???

Ég bara spyr, erum við almenningur gersamlega áhugalaus  hvað þetta varðar, ekki  sýnum við mótmæli okkar við Austurvöll eða á öðrum stöðum nokkurn áhuga!!! , við virðumst sætta okkur við allt þetta.  Ef fjöldskyldufólk í suður evrópu, t,d Frakklandi, Spáni, Ítalíu eða í raun hvar sem er í veröldinni nema á Íslandi, væri hent út úr íbúðum sínum fyrir sakir útrásarvíkinga, myndi orðið "uppreisn" öðlast nýja merkingu meðal okkar!!!!

Ég hvet fólk til að vera ekki svona sinnulaust og berjast!!!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband