Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Byggingargeirinn tók ekki við sér í aprílmánuði

Þetta eru enn ein vonbrigðinn, það gerðu sér margir vonir um að byggingarkranarnir færu að hreyfast með vorinu, en svo er greinilega ekki, og enn ein bjarstýnisvonin farinn út um gluggann. Hvað eigum við eftir að sjá margar slíkar í viðbót? Hvað verður til dæmis með ferðamannastraum til landsins í sumar? hvernig fer með skólafólk og vonir þeirra um atvinnu? Hvað verður um bílasölur, og svo fr.
mbl.is Lífið kviknaði ekki í aprílmánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!

Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn.  En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla.  Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!

Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!

Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína!  Vitna í í þessa frétt orðrétt:

" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."

Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!

Svei attann!!

 


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalkjötsvinnslan til Kjötvinnslu Esju

Það er ekki slæmur kostur að fá vinnsluna til höfuðborgarsvæðisins, held að dreifing verði í betri farveg en yrði hún á Akranesi, ég hef bara góða reynslu af að versla hrefnukjöt við kjötvinnslu Esju á síðasta ári, kjötinu var vel pakkað inn og einnig buðu þeir upp á grillmarinerað kjöt í hæfilegum neytendapakkningum, svo ég held að þessu verði vel fyrir komið hjá þeim.
mbl.is Hvalkjötvinnslan til Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ekki gert í listarinnar nafni?

Að láta sér detta þetta í hug, ætti að koma stúlkunni áfram án prófa, þvílíkt ímyndunarafl og þvílík snilltar listamannshugdetta! ég meina, halló, þetta er æðislegt, hér er myndin af bílnum umrædda, ef þú sérð hann, smelltu á myndina til að stækka.

vanishing-car_1395626i

 


mbl.is Ósýnilegur Skodi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svína þetta og svína hitt! úrelt ha!

Hættum þessu kjaftæði um þessa Mexíkóveiki, þetta er orðið gott ágætu frétta og blaðamenn landsins! þið eruð greinilega í gífurlegri gúrkutíð og þurfið að blása allt út sem þið fáið í hendurnar! ömurlegt. Að ekki sé minnst á hve mikið þið hræðið almenning á landinu? Þið ættuð heldur að taka ykkur saman í andlitinu og fara að birta uppbyggilegar greinar um málefni, hver  sem eru, og eins að fara að tala krónuna upp, í stað þess að tala hana niður eins og þið hafið gert mánuðum saman.
mbl.is Svín greind með flensu í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krísan svo mikil að það þarf Spánverja í markið hjá enskum?

Djöfull er þetta ömurlegt fyrir enska að þurfa að vera að horfa til erlendra markmanna eins og Almunia hjá Arsenal!

Wenger segir að hann sé besti kostur í stöðunni eins og er, en þeir sem koma til greina eru: Robinson, Kirkland, Green og Foster.


mbl.is Almunia í enska landsliðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun á atvinnuleysisbótum !!

Ég er þess fullviss að fólk er að misnota atvinnuleysisbætur með ýmsum hætti. Og þekki ég nokkur dæmi þess!

Sjálfur er ég í forsvari fyrir fyrirtæki í bænum og verð ég verulega var við að ekki er verið að sækja um atvinnu eins og maður hefði haldið að myndi vaða yfir mann á þessum erfiðu tímum!! 


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnuð auglýsing Keiru Knightly !

Ekki skil ég hvers vegna bretar kjósa að banna auglýsingju Keira Knightly um heimilisofbeldi og er gerð fyrir góðgerðarsamtökin Womens Aids og var áætlað að sýna þessa auglýsingu um allt Bretland á næstunni!

http://visir.is/article/20090501/FRETTIR02/341632474

 


Af hverju erum við hrifinn af ofurhetjum?

Var að taka fjarstýringuna upp og datt á  Stöð 2 Bíó, þar er verið að sýna  síðustu mynd Stallones, Rocky Balboa, sem ég reyndar hef séð áður og tel vera þá bestu af hans myndaröð um boxarann knáa.

Hvað er það sem fær okkur til að dásama alla sem hafa einhverja ofurkrafta umfram okkur venjulega fólkið?  Er það ekki bara draumurinn sem okkur alla dreymir!? Okkur dreymir alltaf um að við getum flogið og svifið um himingeiminn af og til, og það er sem maður horfi á sjálfann sig svífa um loftið tómt og líkt og syndi með höndum sem og maður væri að synda Joyful líkt og Súpermann gerði, en hvað ef þetta er ekki bara draumur? ef þessi skrýtna ímyndun um flug er að margendurtaka sig erum við til í  að skoða alla möguleika?  Cool


Lítur Maddý svona út í dag?

Foreldrar Madeleine McCann hafa með aðstoð sérfræðings gefið út mynd sem á að sögn, að líkjast Maddý ef hún væri tveim árum eldri. svona lítur þetta út!

bilde?Site=XZ&Date=20090501&Category=FRETTIR02&ArtNo=755439720&Ref=AR&NoBorder

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband