Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!

Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn.  En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla.  Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!

Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!

Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína!  Vitna í í þessa frétt orðrétt:

" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."

Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!

Svei attann!!

 


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband