Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Manni hlýnar um hjartarætur

Þegar maður heyrir svona fréttir, þó svo að þær komi úr vígi breta, okkar versta óvini! dásamlegt hve einn maður getur gert með viljanum einum að vopni, húrra til handa honum.
mbl.is Hetja á hækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man U á ekki eftir að tapa stigum í vor

Þó svo að Gerrard vonist til að City taki stig af Man U á morgun, er ég ekki sömu skoðunar, ég tel að United sé allt of sterkt um þessar mundir og gleymum ekki að þeir eiga tvo leiki til góða á Liverpool, og það eru sex stig ef þeir vinnast.


mbl.is Gerrard: Vonum að City geri okkur greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetur, sumar, vor og haust

Þær eru ekki fagrar fréttirnar sem berast frá strjábýli landsins, hvort sem er að vestann, norðann eða austann veður gersamlega kolbrjálað og allt á kafi í snjó þegar einn þriðji er liðinn af maímánuði. Ef þetta er ekki boðberi góðs sumars þá er ég illa svikinn.

Læt hér fylgja með vorvísu frá mínum yngri árum Happy

Vor i lofti

Það er vorhugur í fólki 

það er líf í þessum bæ      

og er ég geng um strætin hlýleg       

þá ég kyrja lítið lag              

En þá staðnæmist ég hérna    

við að horfa á lífsins leik      

Ég er hlutlaus áhorfandi         

þegar að gleðin er við völd.

Ég er umvafinn af fólki, ég er gagntekinn af þrá           

er ég hlusta á gáskaleikinn fyllist sál mín hýrri brá,    

og er sólin sest til viðar, viðrar sál mín votann hljóm,        

ég geng sperrtur mina leið fullur lífsins hugar ró.


mbl.is Víða vetrarfærð á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lottó heppni í hærri kantinum

Hvað myndi maður gera við slíka upphæð? Mér dettur í hug að láta þá renna til þjóðfélagsins eða þá að fjárfesta í einhverjum af þeim útrásarfyrirtækjum sem enn eru lifandi, kannski í Marel eða Bakkavör eða þá hreinlega að fara í útrásarvíking og kaupa hluti í Danske Bank, hver veit.

Svo gæti ég notað afgangin í ferð með Heimsferðum í þrjár vikur til Tenerife, með hálfu fæðiWink


Tveir smitaðir af Mexícóflensu í Noregi

Frændur okkar í Noregi hafa greint tvö tilfelli flensu er rekja má til Mexícó, báðir námsmenn  frá Mexíkó,  og eru bæði tilfellin á batvegi, ég hef sagt áður og segi enn að þetta er uppblásin blaðra sem er að springa, ef ekki sprungin.


mbl.is Tveir með flensu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er AGS búinn að taka yfir sjálfræði okkar í efnahagsmálum?

Ögmundur Jónason segir að íslendingar hafi misst sjálfræði yfir efnahagsmálum sínum! og er ósáttur við stefnu í vaxtamálum. Þar er ég sammála honum. Allt hófst þetta með lántöku frá AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) Draga þarf úr um  170 milljarða af ríkisútgjöldum á næstu þremur árum eða svo. Einnig hefur AGS lagst gegn mikilli vaxtalækkun sem gæti hjálpað fyrirtækjum landsins gríðarlega, og komið viðskiptalífinu í gang svo um munar.

"Við þurfum að vega og meta hvað er hægt að gera hverju sinni en ég er mjög ósáttur við þennan þátt í kröfugerð AGS." segir Ögmundur.


Ábyrgðaleysi fullorðinna manna

Það er með ólíkundum að menn úr efri stigum þjóðfélagsins sem þeir nú eru, verslunarmaður og hótelstjóri KEA ásamt fleirum úr Oddfellowhreyfingunni skuli láta sér detta þetta í hug, ég sé enga aðra skýringu en að þeir hafi hreinlega verið haugafullir og fundist þetta því draugfyndið! Þeir sæta vonandi hæfilegri refsingu fyrir vikið, ef þá að umfjöllun fjölmiða skuli ekki vera þeim nóg hneisa.
mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Humm, eplið fellur sjaldan langt frá eikinni eða hvað?

Margir muna sjálfsagt eftir Söru Palin sem klúðraði forsetakosningum fyrir Repúblikana í síðustu kosningun vestra, nú hefur  dóttir hennar tekið upp hanskann hvað varðar yfirlýsingar og sagt að besta getnaðarvörnin væri fólgin í skírlífi, en eignaðist samt sem áður barn á síðasta ári, sem olli Söru Palin ómældum vandræðum í kosningabaráttunni, en örugglega henni til blessunar og hamingju í persónulega lífinu Smile Guð  blessi Ameríku

http://visir.is/article/20090507/FRETTIR02/675605922


Dómarar verða að vera atvinnumenn en ekki sálfræðingar eða rakarar!

Sepp Blatter forseti FIFA segir að dómarar verði að verða "fulltime dómarar" eigi íþróttin að vera trúverðug, þetta sannaðist í leik Chelsea og Barcelona í vikunni þar sem norski sálfræðingurinn tók sjálfan sig í greiningu og kolféll! ekki fer sögum um aðstoðardómarana sem sjálfsagt voru dáleiddir fyrir leik af Övrebo!


Spurning hvort kynlífsverkfall virki betur en mótmæli á Austurvelli!

Þetta uppátæki James Kimondo að höfða mál gegn aðgerðasinnum sem hvöttu konur til að neita eiginmönnum sínum um ástarleiki, kann að vera snilldarlausn í kreppunni hér, af hverju fara ekki konur hér á landi, og ég meina allar, í verkfall og leyfa sínum heittelskuðu ekki að eiga samskipti við hið allra helgasta um ákveðinn tíma, eða þangað til ákveðnum markmiðum er náð!!! fyrsta skrefið gæti til dæmis verið að ná samningum um fleiri leikskóla, síðan mætti mótmæla hækkuðu bensínverði og svo frv. og svfr.

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/05/08/astarverkfall_olli_streitu/


mbl.is Ástarverkfall olli streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband