Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað verður um Spánarfríið okkar í sumar?

Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvort utanlandsferðir eins og við þekkjum þær í dag séu liðinn tíð nú í öllu þessu krepputali og hvað það þá varir lengi, þá er ég að meina þessar týpísku sólarlandaferðir landanns sem flykkist út á vorin og allt fram á haust, til að fá einhverja tilbreytingu í hið hversdagslega og ófrumlega tilbreytingarleysi hins daglega amsturs venjulegrar vinnuviku okkar.

Ég er einn af þeim sem fer reglulega út á vorin í tvær til þrjár vikur eða svo til að viðra kroppinn og sérstaklega þá sálina, komast í annað umhverfi, því hvað er betra en að fara úr köldum vindum íslenska vorsins,(þó ég sé ekki að setja neitt út á íslenska sumarið, það er einstakt út af fyrir sig), i brennheitann vorhita balkannskagans. Að spranga um á stuttbuxum og hlýrabol með hvern matsölustaðinn hlið við hlið, og ásækna talsmenn staðanna sem vilja ólmir tæla þig inn á sinn stað (auðvitað færðu sértilboð ef  þú sérð þér fært að kíkja inn, hvað annað :)), að ekki sé nú talað um alla ensku barina með sína týpísku ensku morgunverðamatseðla, sem reyndar eru eins frá morgni til miðnættis!,  það verður reyndar fróðlegt að reyna á hversu vingjarnlega þeir munu taka á móti landanum nú eftir bankahrunið og IceSafe málið ógurlega.

En kannski er ég nú bara að mála skrattann á vegginn, þeir gætu alveg eins þakkað okkur fyrir að losa sig við þessa útrásarvíkinga sem voru á góðri leið með að kaupa upp Bretland !  Nú er umhverfið töluvert annað, krónan einskis virði og hver evra kostar það mikið að mánaðarlaun hins almenna borgara dugar skammt til að framfleyta sér og sínum í 2 vikur, hvað þá fleiri, og erfitt að ímynda sér að venjulegur verkamaður komist út í sólina næsta vor og sumar.

Hvað um það, ég ætla samt að reyna hvað ég get til að skreppa þangað suður eftir í sumar eða í haust, enda ber ég þá von í brjósti að betri tíð sé á næsta leiti, er reyndar ansi vongóður um að svo verði, það er töluvert seigt í okkur (Ó)útrásarvíkingum á Íslandinu hinu góða :)


Innbrotsþjófurinn stal Audi Q7 á meðan fjölskyldan svaf

Ég kenni í brjósti um þessa familíu sem og aðrar er lenda í svona leiðindum! en ég hlýt að staldra við vegna þessarar fréttar og spyrja um fjárhagsstöðu þessa fólks, þau eru í einbýlishúsi sem er ekki málið út af fyrir sig, en það sem vekur athygli mína er að þau eru með fjóra bíla og þessi umræddi er nýr svartur Audi Q7 sem er sérinnfluttur frá Heklu og hefur 4,2 lítra díselvél og guð má vita hvað, hvernig eru hinir? þetta fer að minna á Jay Leno og hans safn.

Bara að minna á hvernig staðan er orðin í dag á milli hina ríku og  fátæku, það virðist ekkert vera þarna á milli eða hvað?

Sjá frétt á vísi http://visir.is/article/20090604/FRETTIR01/864621670


Guð Blessi Ísland !

Skv fréttum í kvöld munu íslensk stjórnvöld skrifa undir samning um Icesave reikninga okkar í nótt. Það mun falla í hlut Steingríms J Sigfússonar að sjá um undirritun þessa 640 milljarða skuldaklavasamnings og mun hanns verða minnst í söguni fyrir þann verknað æ síðan sem svik við land okkar.  sjá frétt: http://visir.is/article/20090605/FRETTIR01/713655320/-1

Guð Blessi Ísland!


Hannes greyið þarf að selja glæsiíbúð sína í London

Það sló mig verulega að heyra að einn af okkar mestu athafnarmönnum síðustu ára og framrásarvíkingur með meiru þurfi nú að selja ofan af sér íbúðina í ríki Gordons Browns og Darlings, sjálfsagt vegna skorts á vasapenigum! Þessi íbúð er ekkert slor, tæplega 300 fermetrar og á þremur hæðum, verðið er aðeins um einn og hálfur milljarður ísl króna! það ættu að vera  þó nokkrir kaupendur til á Íslandi fyrir þessari eign.

Sjá frétt á Vísi.is   http://visir.is/article/20090605/VIDSKIPTI06/319796649


Grindvíkingar óttast

Ekki er skrýtið þótt Suðurnesjingar  hafi áhyggjur vegna skjálftanna síðastliðinn sólarhring, enda hafa upptök átt sér stað undan fótum þeirra, margir skjálftar hafa mælst og hefur fólk fundið lyktina af hörmungum þeirra á Selfossi fyrir nákvæmlega ári síðan. Jarðfræðingar telja að líklegt sé að fleiri skjálftar séu væntanlegir og þá nær höfuðborgarsvæðinu. 


mbl.is Grindvíkingar geri ráðstafanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálfti upp á 4 á Richter nú áðan!

Nú rétt í þessu var að ríða yfir skjálfti upp á um 4 á Richter á suðvesturhorni landsins, fréttir eru að byrja á rúv!

"The Big Sellout" einkavæðingin og afleiðing hennar

Sá atyglisverðan þátt á Rúv í vikunni um afleiðingu einkavæðingar og sló hann mig töluvert, ekki að það hafi svo sem komið manni neitt á óvart, heldur var þetta góð áminning núna í kreppunni þar sem þetta hittir tiltölulega vel á.

Í þættinum var tekið á dæmum frá fjórum löndum í fjórum  heimsálfum, Bretlandi, Suður Afríku, Bólivíu og á Filipseyjum.  Í Bretlandi var dæmi tekið um einkavæðingu bresku járnbrautanna, þar sem þeim var á Thatcer tímanum skipt upp í mörg fyrirtæki með jafnmismunandi góðan rekstur, í Soweto var sýnt frá fátæku fólki sem ekki átti fyrir rafmagni eftir einkavæðingu þess og sýnt frá andæfingarhópi fólks sem setti fólk út á laggirnar til að koma rafmagni á í óþökk yfirvalda þegar búið var að loka fyirr straumin hjá gamalmennum sem ekki gátu greitt síhækkandi greiðsluseðla, í Bólívíu fanst mér sláandi þegar að yfirvöld seldu einkarétt vatns til fyrirtækis sem engin vissi lengi deili á, og í smáu letri samninga fólst að fólk mætti meira að segja ekki safna regnvatni! (það myndi minka gróðann hjá stórsteypunni sem keypti réttinn af þessu fátæka landi, seinna kom í ljós að þetta fyrirtæki var stórt risafyrirtæki  í bandaríkjunum! þeir gáfust upp í lokin vegna gríðarlegra mótmæla almúgans.) Á filipseyjum var kona ein fátæk sem átti nýrnaveikan son sem þurfti í blóðskiljun tvisvar í viku og kostaði miklar fjárhæðir fyrir þessa fátæku konu sem fékk ekki inni á spítölum landsins sem voru orðnir einkareknir, sem aftur þýddi, að ef þú áttir ekki pening fékkstu ekki þjónustu, en hún vildi ekki gefast upp og leitaði allra ráða, en þau virtust aðeins duga til að fresta óhjákvæmilegum dauða sonar hennar, svo lítil var sú hálp sem henni voru rétt.

Einnig var getið um Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fengu miður góða einkunn hjá viðmælanda þáttarins hvers ég man ekki nafnið á í svipinn, og var fyrrverandi starfsmaður IMF ! Hann sagði það eitt af meginmarkmiðum bankans að stuðla að einkavæðingu sem víðast þar sem neyðin væri mikil,  og síðan koma til bjargar á fölskum forsendum og oft á tíðum stórvarasömum fyrir viðkomandi land !

Hvað sem fólki finnst um einkavæðingu almennt er alveg ljóst að þetta eru dæmi sem við viljum ekki sjá í okkar samfélagi, Dæmi: við einkavæddum bankana okkar, við vitum nú hvað það hafði upp á sig!


"Brabra" í garðinum

Fyrir um tveimum vikum eða svo ákváðu andarhjón ein að setja sig niður í bakgarðinn minn í Norðlingaholti Smile og eins og allir góðir dýravinir ákvað ég að stökkva til og gaf þeim sitt blessaða brauð sem og maður myndi gera niður á tjörn á á sunnudögum, nema það að á hverjum degi hafa þessi sömu góðu hjón, ég geri ráð fyrir að þetta séu alltaf þau sömu, þó ég í raun geti ekki fullyrt það með neinum rökum, þau jú eru öll svipuð útlits, komið í sína föstu heimsókn og var það alltaf um fjögurleytið á daginn, en nú síðustu daga hafa þau verið að koma tvisvar til þrisvar á dag!

En það er gaman að hugsa til þess að þessir fallegu fuglar skuli búa yfir því viti að koma inn í þéttvaxna byggð og lenda alltaf á sama stað og biðja um sitt brauð! Ég hef búið víða og aldrei kynnst þessu áður, gaman væri ef einhver ykkar hefði svipaða sögu að segja mér.


Ungur nemur þá gamall temur

það sýnir sig æ oftar að unga fólkið (þó mjög ungt sé eins og í þessu tilfelli) að tæknin er ekki að fara fyrir brjóstið á þeim þó síður sé, en án alls gríns sýnir þetta að gríðarlega áríðandi er að við séum vakandi yfir því hvað börnin okkar eru að gera, ef þriggja ára barn getur keypt skurðgröfu á netinu, ( sem ég kynni ekki að gera) hvað geta þá 10 - 15 ára unglinga gert!!

 


mbl.is 3 ára keypti skurðgröfu á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það virðist sem tekið sé af málunum af festu vestan hafs!

Manni virðist af fréttum vestra að forseti Bandaríkjanna sé virkilega að reyna að taka á málum almennra borgara, nú síðast með undirritun reglugerðar þess efnis að lina þá hörku greiðslukortafyrirækja gegn hinum almenna borgara, hann segir "það er auðvelt að komast inn en nánast ómögulegt að komast út " þetta þýðir að vaxtahækkun er ekki möguleg af hálfu kortafyrirtækjana nema að uppfylltum ákveðnum ákvæðum.

Það er eitthvað svona sem við viljum sjá hjá okkar yfirvöldum!! eru þau starfanum vaxin?


mbl.is Obama gegn kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband