Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
27.6.2010 | 01:46
Ætla "sundraðir" Sjálfstæðismenn að stofna nýjann flokk?
Það er að heyra að menn innan Sjálfstæðisflokks hyggja á stofnun nýs flokks, alla vega heyrist mér það á mönnum eins og Guðbirni Guðbjarnarsyni sem sagði sig úr flokknum í dag:
hann sagði:
"Þannig sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum og hætti þar með í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi. "
Hann sagði síðan að nýr flokkur yrði stofnaður í kjölfarið. Gangi ykkur vel !
Af hverju farið þið ekki bara yfir til Samfylkingarinnar? Þar eigið þið greinilega heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.6.2010 | 00:57
Muniði eftir Seals and Crofts ?
Þeir voru tveir gæjar með marga smelli eins og þennann:
Diamond Girl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 00:27
Strákur frá Taiwan með góða rödd!
Hlustið á þennann strák taka lagið
I Will Always Love You
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 00:07
Árni Páll og Evrópuhyggja hans!
Mér verður hreinlega um og ó þegar að Árni Páll opnar á sér þverrifuna!, hann segir:"það er með ólíkindum að Sjálfstæðismenn ætli að stimpla sig út og skila auðu,"
Hvað meinar maðurinn með því að skila auðu?? er hann að segja að með því að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi að ekki ætti að fara í aðildaumræðu við EB væri hann að stimpla sig út?
Nei ég held að Samfylking og Árni Páll megi vara sig, þeir eru við það að missa tiltrú fólks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 22:27
Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini, sá síðasti og ekki síst hann er allt!
Nú þegar að landsfundur Sjálfstæðisflokksins er í fullum gangi er ekki svo galið að minnast þeirra er farið hafa fyrir þessum stærsta og besta flokki í áranna rás.
Hann var stofnaður árið 1929 í Reykjavík og er í dag með um fimmtíuþúsund manns í félagatali.
Flokkurinn hefur verið með marga sterka leiðtoga í gegnum tíðina og þá helsta:
Jón Þorláksson sem var forsætisráðherra frá 1926-27, en þá hét flokkurinn Íhaldsflokurinn en hann var síðan formaður frá stofnun til ársins 1934. Ólafur Thors tók við árið 1942 og var forsætisráðherra meira og minna til ársins 1963. Þá tók Bjarni Benediktsson við og var við völd til 1970.
Jóhann Hafstein frá 70 til 73 og þá Geir Hallgrímsson frá 74 til 78.
Þá tók Þorsteinn Pálsson við og Davíð Oddson í kjölfarið.
Auk þeirra hafa nokkrir gengt embætti forsætisráðherra, án þess að ver formenn flokkanna, þeir Gunnar Thoroddsen , Sigurður Eggerz, Einar Arnórsson, Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon auk Jóns Þorlákssonar.
Og það er ekki í vegi að hlusta á Barry White og Pavarotti með þetta lag,
My first, my last, my everything
26.6.2010 | 21:03
Bareigendur í Bloemfontain undirbúa sig fyrir morgundaginn
Það verður að vera til nægur mjöður á morgun fyrir leik Englendinga og Þjóðverja, allavega eru bareigendur beðnir um að fylla á lagera sína til að þyrstir áhangendur liðanna fá þorsta sínum slökkt!!
http://visir.is/bareigendur-i-bloemfontain-undirbua-sig-fyrir-morgundaginn/article/2010560798908
26.6.2010 | 20:54
Óþarfi að sundra flokksmönnum! Halló
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 18:21
Þurfum að "breikka" faðminn! segir Jóhanna
Já, breikkum hann þannig að við getum faðmað alla flokka stjórnmálanna hvar sem þeir liggja í pólítík og tökum höndum saman um að koma Íslandi út úr erfiðu ástandi. Heimili og fyrirtæki eru við það að fara á hausinn og þurfa á faðmlagi þínu Jóhanna mín !
Sýnum núna úr hverju við íslendingar eru gerðir og reynum að taka höndum saman og vinnum saman, í stað þess að kýta alla tíð og vera ósammála um allt og alla.
Ég skora á þig Jóhanna og ef Steingrímur er við hliðina á þér, þig einnig, takið ykkur á ella víkið frá!26.6.2010 | 17:56
Árásagjarnir lögreglumenn ráðast á níræða ömmu!
Stuðuðu níræða, rúmliggjandi ömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 17:46
Hollendingar duglegir við að styrkja fjölskylduhjálpina
Gott hjá hollendingum að styrkja okkur íslendinga í þessum krappa dansi sem við nú dönsum! þeir eru í þriðja sinn að veita fé til fjölskylduhjálpar Íslands og er virðingarvert svo ekki sé nú meira sagt
Enn styrkja Hollendingar fátæka Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |