Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
14.5.2010 | 19:14
Aska féll í Reykjavík
Aska féll í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2010 | 00:17
Breskur stjörnulögmaður: Handtökur á Kaupþingsmönnum fyrirskipaðar af breska ríkinu
Góðan daginn!! verði þessum ágæta lögmanni að góðu og gangi honum allt í "óhag" :)
13.5.2010 | 00:10
Enn eitt grínið frá "formanni" "Besta flokksins" Bókabíll borgarstjóra!
Jón Gnarr vill að borgarstjórabíllinn sem keyptur yrði fyrir borgastjóra sé húsbíll ekki ólíkur bókabílnum. Þennan bíl vill hann kalla borgarstjórabílinn og keyra um á milli hverfa borgarinnar til þess að heilsa upp á íbúana. Hann segir að það væri best ef bíllinn væri rafmagnsbíll.
"Bíllinn yrði ekki innréttaður til þess að fólk gæti sofið í honum heldur til þess að taka á móti gestum. Það væri kaffivél í honum, skrifborð og stólar og ísskápur með djúsi fyrir krakkana og mjólk fyrir þá sem vilja mjólk með kaffinu sínu. Að sjálfsögðu væri þráðlaust nettenging. Best væri ef þetta væri rafmagnsbíll. Hann yrði blár á litinn.
Enn eitt dæmið um fávitahátt þessa framboðs!!
12.5.2010 | 23:50
Vill freista þess að ljúka Icesave innan mánaðar!
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir "það sitt mat að dagana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafi bara verið þumlungur á milli. Samningur hafi þá verið að smella á sem hafi verið töluvert miklu betri en Íslendingar hafi áður gert sér vonir um."
Ríkisstjórnin vill láta á það reyna hvort unnt sé að ná Icesave-samkomulagi við Breta og Hollendinga fyrir þingkosningarnar í Hollandi eftir tæpan mánuð.
Ætla menn að keyra þetta í gegn nú í kyrrþey í skjóli yfirheyrsla yfir útrásarvíkingunum??
12.5.2010 | 23:05
Skríparéttarhöld
Ég á bágt með að trú því að fólki finnist þessi skríparéttarhöld yfir þeim einstaklingum sem urðu á þau mistök að hitna um of í hamsi í miðri búsáhaldabyltingunni þegar mestöll þjóðin var gersamlega á hvolfi yfir þeim hörmungarupplýsingum sem byrjaðar voru að leka út, og áttu aldeilis eftir að draga dilk á eftir sér, sbr það sem við núna vitum!, en aftur að því sem ég var að tala um, það varð jú nokkrum það að slysni vil ég segja að ganga of langt vegna mikilvægis málsins og auðvitað verða ryskingar óhjákvæmilegar þegar svona lagað gengur yfir heila þjóð, gleymum því ekki að kannski voru í þessum hópi einhverjir sem nú eru búnir að missa allt sitt.
Kostnaður og allr tilbúnaður við þessi málaferli eru ekki þess virði að farið sé út í það!! þetta er mitt álit.
12.5.2010 | 22:39
Sami tími að ári!
Fyrir nákvæmlega ári síðan skrifaði ég blogg um andapar sem gerði sig heimakomin í garðinn minn http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/883297/ og vonaðist eftir mola, og reyndist það síðan sú fyrsta af skipulögðum heimsóknum fram eftir sumri eða þangað til ungarnir komust á legg hjá þeim sem ég geri mér vonir um að hafi tekist
Nú er þetta sama andapar komið á sama tíma á sama blett á túnið mitt og heimtar sitt brauð og engar refjar! alveg merkilegt hvernig þessi dýr hugsa og muna hvert halda skuli.
12.5.2010 | 20:16
Mikil fylgisaukning á Akranesi hjá Samfylkingu áhyggjuefni
Með ólíkindum að þessi flokkur skuli vinna svona mikið á skv könnun Fréttablaðsins og Stöð 2, eftir frammistöðu ríkisstjórnarflokkana og sér í lagi Jóhönnu formanns er þetta áhyggjuefni.
Vonandi er þetta þó aðeins "könnun" sem fjarar út og fólk sjái að sér í komandi kosningum.
Samfylkingin bætir við sig á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 19:56
Kraftaverk að drengurinn lifi þetta af, ekkert annað!
Björgun drengs sögð kraftaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 19:34
Sigurður ekki enn handtekinn og mun ekki koma nema í járnum!
Ekki búið að handtaka Sigurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 19:17
Átök inni í héraðsdómi
Ég skil ekki af hverju þetta er einfaldlega ekki látið ótalið, það er, að þessir mótmælendur frá þvi í búsáhaldabyltingunni sem í hitaþrungnum leik augnabliksins, skuli ekki einfaldlega látnir sæta vægri samfélagslegri refsingu án kostnaðarsamra réttarhalda og yrðum við þá laus við þetta vesen sem nú kollríður öllu, og getur einnig stigmagnast aftur.
Átök í héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |