Kraftaverk að drengurinn lifi þetta af, ekkert annað!

Það er enginn spurning að þessi ungi 8 ára drengur er ekki feigur, 103 af 104 farast og vélinn öll i tætlum, hann er sagður fótbrotinn á báðum ásamt að fá meiðsli í andliti en er ekki í lífshættu sem betur fer í þessu annars hryllilega slysi! Kraftaverkinn gerast enn þó kreppa ríki um allann heim Smile
mbl.is Björgun drengs sögð kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta er ekki kraftaverk, heldur heppni.

En svo er spurningin hvort maður vildi lifa við svona aðstæður.

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Reputo

Ef við köllum kraftaverk eitthvað þar sem einhver guð eða yfirnáttúra komu að máli má með sömu rökum segja að þarna hafi verið framið voðaverk þar sem 103 létust.

Þetta hefur miklu frekar með það að gera hvar eða hvernig drengurinn sat eða hvernig höggið kom á vélina þegar hún skall til jarðar. Við skulum ekki hlaupa að einhverjum barnalegum ályktunum þegar einn af hundarð og fjórum lifa af.

Annars er ég bara glaður fyrir hönd drengsins, og sennilega foreldranna líka, þar sem þau hafa sennilega óskað þess heitast að barnið þeirra lifði þetta af.

Reputo, 12.5.2010 kl. 20:33

3 identicon

Hamarinn & Reputo: Þið þykist margt vita. Það er ykkar mál. Vona að þið finnið einhverntíma Guð.

Matthías (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Hamarinn

Hvar eigum við að leita að honum?

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Hamarinn

Var þetta kraftaverk fyrir hina 103?

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 22:29

6 identicon

Félagar góðir, þið ættuð mikið frekar að sjá góðu fréttirnar í þessu heldur en að leita eftir hinum öfuga, hvað sakar það að látast vera ánægðir með að einn lítill gutti lifi af, getið þið ekki sætt ykkur við það að góðir vættir hafi kannski vakað yfir drengnum?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:45

7 Smámynd: Reputo

Matthías; Guð er auðvitað ekki til nema í höfði þess sem hans leitar.

Guðmundur; Ég gleðst vissulega yfir því að drengurinn skuli hafa lifað þetta af. Hinvegar, að ef þú hefur eitthvað fyrir þér í því að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi vakað yfir drengnum erum við tala um einhverja merkustu uppgötvun mannkyns. Nóbelsverðlaunin ættu að hlaðast upp hjá þeim sem getur staðfest þessar vangaveltur þínar.

Reputo, 12.5.2010 kl. 22:55

8 identicon

Ég er alls ekki að tala um yfirnáttúrlega hluti og halelúja dæmi! heldur að nefna að þegar góðir hlutir gerast, hvort sem þeir eru litlir eins og að grasið grói hratt í ár, eða þá stærri, að heilbrigt barn fæddist í nótt, þá ber okkur að fagna því sem góðum hlut en ekki sjálfsögðum og alls ekki sem vísindalega niðurnegldum faktor!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:12

9 Smámynd: Hamarinn

Er það endilega víst að það hafi verið best fyrir drenginn að lifa þetta af?

Hann missti fjölskyldu sína.

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 23:26

10 identicon

Hvað ertu að segja? á hann þá að deyja vegna þess að hluti af hans fjöldskyldu dó?? hann á kannski fullt af frændum og frænkum sem elska hann! Hann hefur sín tækifæri til að þroskast og verða að manni og eignast sína eigin fjöldskyldu, er það ekki næg ástæða til að halda fast í lífið ??

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:32

11 Smámynd: Hamarinn

Það er það nú ekki alltaf. Sorgin getur verið óbærileg, og hún fylgir manni alltaf.

Hamarinn, 12.5.2010 kl. 23:37

12 identicon

Ef guð bjargaði þessum dreng... þá drap hann alla hina... þar sem hann á að vera almáttugur en stendur bara hjá og bjargar einum...
Það er glæpur að hjálpa ekki í neyð.. samkvæmt því er guð glæpamaður og morðingi

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband