Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hvar eru evrópusamtökin?

Þeir eru greinilega í felum, eða þannig þar sem að þeir hleypa ekki hverjum sem er að þeirra bloggi um þessar mundir, frá 6 desember eru heimsóknir þeirra aðeins 11 , en hér áður var þessi síða ein mest sótta síða bloggsins með hundruða  heimsókna á hverjum degi, og umræður annsi heitar, en þeim hefur greinilega hitnað um of og ákveðið að draga sig í hlé, enda engin furða, umræða um EB er ekki þeim í hag.

Ég skora á þessa ágætu menn að hleypa okkur aftur að borðinu og að umræðum með þeim.


Ragna skellti þeirri spænsku auðveldlega í kvöld í badminton

Glæsilegt hjá  henni, það eru ekki bara handbolta og fótbolalið landsins sem eru að gera það gott, Ragna sannar það hér heldur betur !!
mbl.is Ragna skellti þeirri spænsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefmyndvélar á 150 stöðum á landinu

Hvað myndu svo herlegheitinn kosta? Er hér um forgangsatriði að ræða eða er þetta eitt af þeim frumvörpum sem menn kasta fram til að drepa tímann meðan að önnur álíka snjöll frumvörp eru í smíðum? Ég spyr.
mbl.is Vilja vefmyndavélar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Wenger, um ummæli Evra

Svona eiga leikmenn ekki að tala, þeir eiga að bera virðingu fyrir andstæðingnum og láta verkin tala á vellinum, vona að Evra verði fótaskortur á á "tánum" mándag!!!
mbl.is Wenger óhress með ummæli Evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýst um árásina á Google í Kína

Ekki finnst mér þessi skýring þeirra mjög sannfærandi, þeir segja að háttsettur maður í kínverska kommúnistaflokknum hafi misboðið svo ummæli um sjálfan sig við leit á vefnum!!!

Ég kaupi ekki þessar skýringar án frekari sannanna.


mbl.is Upplýst um árásina á Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt er ekki rétta orðið. eðlistamt kannski!

Hannes Hólmsteinn segir  að það sé undarlegt að bandarikjamenn geti ekki "HALDIÐ KJAFTI" eða þannig, mér finnst það hreint ekkert undarlegt, þetta eru jú bandaríkjamenn og það er alltaf laus á þeim tuskann!

Gott hjá þeim Vikileaksmönnum að standa vörð um lausmálga menn í utanríkisþjónustu manna í heiminum. Þeir læra vonandi af þessu.


mbl.is Undrast að Bandaríkin skuli ekki gæta skjala betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilegt að Arsenal er með jafnbesta liðið í dag

Það er greinilegt að lið Arsenal er með best spilandi lið Egnlands um þessar mundir, þeir eru með mikið af lykilmönnum meidda svo sem Fabregas, Persie og fleiri, en engu að síður spila þeir glymrandi góðan bolta svo að unun er stundum að horfa á, ekki ósvipað og Barcelona gerir. Enda er staðan sú að þeir eru á toppnum í dag.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband