Frábær fulltrúi íþróttarinnar, Logi :)

Þessi  grein Eiríks S. Ásgeirssonar  frá Vín er alveg lýsandi dæmi um frábærann íþrótt.amann sem veit sína stöðu og fer ekki í kringum hana. Logi Geirsson er búinn að vera meiddur lengi en var valinn í landsliðið sem síðasti valmöguleiki, og með von um að hann næði að hrista af sér meiðslin og koma sterkur inn, en þegar að nokkrir leikiir eru að baki og hann lítið sem ekkert komið við sögu, er hann keikur sem aldrei og segir liðið koma fyrst og hann síðan!

Hann segir "„Nei, það var alls ekki svekkjandi. Leikurinn var þegar unninn og eftir tíu ár í boltanum get ég sagt að það er ekkert leiðinlegra en að koma inn á í leikjum sem er þegar búið að vinna. Það er meira gert fyrir nýliðana í hópnum," segir Logi og brosir. Og hann segir ennfremur:

Nú er ég bara í „sálfræðidjobbinu" í liðinu," segir hann og hlær.

En ég er vissulega hluti af liðinu og legg mitt af mörkum til hópsins eins og allir aðrir. Það er vissulega stutt í grínið hjá mér en ég er í þessu til að spila og gera mitt gagn. Það kemur svo í ljós í síðustu leikjunum hvað það hlutverk verður."

 Og hann endar á þessum óeigingjörnu orðum:

„Ég er ekki sá leikmaður sem missir sjálfstraust ef hann fær ekki að spila. Þótt ég fengi ekkert að spila í tvö ár kæmi ég jafn góður aftur til leiks aftur. Allir hafa sína kosti og þetta er einn af mínum."

Ef þetta er ekki íþróttaleg framkoma til fyrirmyndar,  þá heiti ég ekki Guðmundur, heldur Jón !!!

Áfram Ísland á morgun, og vonandi kemur Logi sterkur til leiks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband