Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
11.9.2009 | 22:12
Anna Kristine og Kumbaravogsmálið, enn ein bankahneisan!
Anna Kristine var þjófkennd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 21:34
Ferguson að undirbúa morgundaginn með sálfræðistríði.
Snjallt hjá karlinum að segja þetta, sálfræðin í fyrirrúmi hér, gerir Spursara sigurstranglega en hugsar þeim sjálfsagt þeygjandi þörfina! en ég held að Tottenham taki þetta á morgun!
http://visir.is/article/20090911/IDROTTIR0102/14733701/-1
11.9.2009 | 20:52
Tvíkynja hlaupadrottnig
Ég kenni í brjósti um þessa hlaupakonu sem úrskurðuð er tvíkynja í dag, mér finnst öll umræða vafasöm í meira lagi, og vona innilega að hún verði ekki svipt sínum verðskulduðu verðlaunum, hún er jú læknisfræðilega vansköpuð, hún er með kvenkyns sköp, en með innvortis eistu og ekki með eggjastokka. Ég finn til með fjöldskyldu hennar að þurfa að bíða í óvissu um framhald mála!
Fjölskylda Semenya bregst reið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 19:49
Falsað nautahakk eða gúrkutíð Stöðvar 2 ?
6.9.2009 | 00:13
Bauhausbyggingin fer hvergi
Það hafa vafalaust margir sem keyrt hafa leiðina á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, velt fyrir sér þessari stóru byggingu sem stendur við þjóðvegin. það var allt tilbúið hjá þeim í Bauhaus, starfsfólk þjálfað og klárt en síðan skall kreppan á! allt var sett á hold og ekkert skeði, hvað varð um þetta starfsfólk? og hvað ætli verði um bygginguna, skv, fréttum í kvöld verður húsið ekki tekið niður heldur ætla menn að bíða og sjá hvað verður, sjá frétt í Vísi.is,
http://visir.is/article/20090905/FRETTIR01/654440349
5.9.2009 | 23:43
Sá Hitler stríðið fyrir?
Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 22:46
Upplausn verði Icesave hafnað að hálfu Breta og Hollendinga!
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 20:15
Þeir skulda 9 milljarða vegna landakaupa á Spáni!
Félag í eigu Björgólfs Thors og Róberts Wessmans skulda 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni!! Til stóð að byggja íbúðaþyrpingu í kringum La Manga klúbbinn en það fór fyrir bí vegna spillingamála í tengslum við veitingu byggingarleyfa. Ekki er vist að gengið verði að persónulegum veðum þeirra í tengslum við þetta mál! Hér er enn eitt dæmið um fjáraustrið sem þessir menn tóku sér fyrir hendur, það virtist sem ekkert gæti stoppað þessa menn.
Sjá frétt: http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/939388/
5.9.2009 | 19:30
Ef tími samstöðu er ekki núna, þá hvenær?
Ég neita að trúa því, né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu ástkæra föðurlandi geti kollvarpað öllu atvinnulífi, landbúnaði og sjávarútvegi sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, hljóðfráar þotur og þyrlur til að skjótast upp í sumarbústað, svo ekki sé minnst á fínu veislurnar með heimsfrægum poppurum og fínustu kokkum heims, og skrifuðu þetta allt hjá íslensku þjóðinni ! Gleymum því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur og þotur) voru fengnar á 100% láni frá bönkunum okkar, ég segi okkar því íslenska þjóðin átti þessa banka áður en ákveðin hópur stjórnmálamanna ákvað að gefa þá frá sér, skömmin er ævarandi þeirra, Ef þetta er ekki saknæmt, þá veit ég ekki hvað er.
Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða okkar væri meiri en oft áður? Nú verðum við að breyta þessu, hvernig? jú, með því að vera samhuga í að láta jákvæðar fréttir vera í forgangi og ekki síst að láta flokkkspólítíska hagsmuni lönd og leið og vinna saman að sem bestu kjörum fyrir íslensku þjóðina, börnum okkar og barnabörnum til heilla í framtíðinni.5.9.2009 | 18:41
Skákinn svæfði stórmeistarann (með hjálp Bakkusar)
Sofnaði yfir skákborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |