Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Barnungir bræður gætu hlotið lífstíðardóm fyrir ofbeldisfulla árás

Þetta er með því hrikalegasta sem ég hef lesið um, að svona ung börn skuli verða völd að þvílíkum harmleik er hreint með ólíkindum, það er ljóst að þeir hafa ekki fengið uppeldi sem hæfir, í raun hafa þeir alls ekkert uppeldi fengið ef út í það er farið, lýsingarnar á því hvað þeir gerðu eru slíkar að maður hlýtur að spyrja sig hvort þeir lifi í einhverjum "bíómynda eða teikimhyndaheimi" ?
mbl.is Barnungra bræðra gæti beðið lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F Magnússon segist liggja undir höggi

Það er í bakkafullann lækinn að bera, og að segja að það séu kærleikar á milli Ólafs F og Hönnu Birnu annnars vegar, nú sakar Ólafur Hönnu Birnu og Guðjón Arnar um að koma höggi á sig vegna greiðslna sem kallast "lögboðnir styrkir borgarinnar til stjórnmálaflokka, en rifrldið er um hvort borgarstjórnarflokkur frjálslyndra eða  þingflokkurinn eigi að fá styrkinn, ( það er reyndar engin eftir í þingflokki frjálslyndra) Ólafur hefur tekið þessa fjármuni til sín á sinn persónulega reikning að því er ég best skil og sýnist sitt hverjum um það!

Karlmaður vill gefa brjóst! (No milk today my love has gone away)

Ég hélt að ég væri búinn að heyra allt það skrýtna sem veröld okkar býður upp á, en greinilega ekki, það að karlmaður (ef karlmann skyldi kalla) skuli láta sér detta þetta í hug er aðeins eitt í huga mér, þetta getur ekki verið sannur karlmaður í venjulegum skilningi þess orðs!


mbl.is Sænskur karlmaður vill gefa brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært unplugged lag með gömul brýnunum í REO Speedwagon, Roll with the changes


Susan Boyle slær í gegn, þó svo platan sé ekki komin út!

Það gefur góða mynd af vinsældum hennar að hún skuli vera að slá svona líka í gegn og í raun að slá Whitney Houston sem var að gefa út plötu, og Bítlunum sem voru að endurútgega Abbey Road,  ref fyrir rass, hún er með sérstakan stíl og virðist hann falla fólki vel í geð.
mbl.is Susan Boyle slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki tjá mig, mikið áfall segir Terry!

John Terry segist ekki mega tjá sig um þá frétt að Chelsea megi ekki kaupa leikmenn fyrr en 2011, en tjáir sig samt ! hvað telur hann  sig vera að segja? Er maðurinn virkilega svona heimskur að hann telji að með því að  svara þessari athugasemd sé ekki verið að tjá sig?


mbl.is John Terry: Mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband