Hamingjuóskir með afmælið Jón Valur Jensson

Ég vil nota tækifærið og senda helsta bloggara íslendinga Jóni V Jensyni kveðju vegna  hans merkis dags á mánudag (að mér skilst)  ( þar sem ég verð ekki við tölvuna þann dag) hann á skilið það besta fyrir hans gríiðar góðu skrif á undanförnum árum, þó sérstaklega nú á síðari tímum erfiðs stjórnmálaástands, þar sem hann hefur verið óþreytandi við  að skilgreina og ekki síður sálgreina ástandið í þjóðfélaginu og gera því skil eins og honum finnst hæfa, og þá af listafenginni mælsku svo manni svelgist hreinlega á Grin  enda er greinilegt að maðurin viðar að sér efni og staðreyndum hvaðan af.

Það eru fáir sem  hafa það úthald að standa í sífellum skrifum um sín hugðarefni dag eftir dag og láta aldrei deigan síga,  Það eru ekki heldur allir sem hafa verið honum sammála í gegnum tíðina,  hann hefur fengið sinn skammt af gagnrýni  og hefur alltaf haldið ró sinni eða þar sem næst. Eg var einn af þeim í byrjun míns stutta ferils sem bloggara er ég gagnrýndi hann sí og æ, en eftir að hafa fylgst  betur með hans skrifum hefur mér snúist hugur hvað það varðar.

Jón, ég óska þér alls hins best og vona að þú haldir áfram að hrista í stoðum hins pólítíska kerfis svo lengi sem þín löngun og heilsa leyfir!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband