Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.5.2010 | 00:43
Ein laxveiðiferð Glitnis til Rússlands kostaði bankann 500 milljónir
Manni verður óglatt við svona lesefni!!
24.5.2010 | 00:18
Spillingin er alger innan bresku konungsfjöldskyldunar
Oft hefur verið talað um að tími konungsfjöldkyldunar sé liðin eða ætti að vera liðin, enda úrelt fyrirbrigði með meiru, í seinni tíma hafa þrengingar átt sér stað og er skemmst að minnast sífellt vandræðaástand með Díönu prinsessu og hennar erfiðleikar í hjónabandi með Karli prinsi.
Einnig hefur Sarah Ferguson sem var gift Andrew bróðir Karls verið mikið í sviðsljósinu eftir að hún skildi við mann sinn, nú síðast þegar að hún ætlaði að græða fúlgur fjár með að selja, að hún hélt auðugum viðskiptajöfri aðgang að prins Edwardi, en málið var að þetta var fréttamaður frá News of the World!! Hún sést á myndbandi taka við tösku sem á að hafa innihaldið um sjö milljónir króna sem fyrirframgreiðslu, Hún segir prinsinn hafa stungið upp á þessari upphæð en hann þurfi að sjá um hana vegna þess að hún sé í fjárþörf. Síðan segist hún geta opnað ýmsa möguleika fyrir manninn. Restina af fjárhæðinni talar hertogaynjan að hún vilji fá inn á eigin reikning!!!
Spillt aristókratapakk!!!
http://visir.is/hneyksli-skekur-bresku-krununa/article/2010884243840
23.5.2010 | 23:10
Schwarzer á leið til Arsenal?
Schwarzer orðaður við Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2010 | 22:37
Svindla á gosinu!
Óprúttnir finna alltaf eitthvað til þess að svindla á, nú eru menn búnir að finna leið til að nota eldgosið okkar til að ná peningum út úr saklausu og óviðbúnu fólki.
Menn þykjast vera strandagópar vegna gossins og óska aðstoðar með tölvupóstsendingum um að þeir séu fastir í útlöndum vegna frestunar á flugi og biðja um peninga!
Þetta er ekkert einsdæmi því samskonar svindl hafa verið í gangi vegna hamfaranna í Chile og Haiti.
Svindlarar nýta sér eldgosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2010 | 22:27
Grátt gaman unglings getur haft alvarlegar afleiðingar !
Komið hefur í ljós að sá sem setti sprengjuhótun um Melaskóla á netið var ungur að árum eins og mig grunaði og segist ekkert ill hafa haft í huga annað en grín!
"Kæri vinur, hver sem þú ert, (ég er að vísa til allra er huga að svona lélegu og hættulegu "djóki" ) hefur umræða undanfarinna ára um hryðjuverk og hryðjuverkahótanir ekkert kennt þér um hve slíkir atburðir eru hrikalega alvarlegir og teknir alvarlega? Eða horfir þú eða hlustar almennt alls ekkert á fréttir og það sem alvarlegar er, eru foreldrar þínir ekki að uppfræða ykkur um þessa hluti og einnig að fylgjast með hvað þið eruð að gera á netinu? Nóg er búið að ræða um þessa hluti. Ég vona að framvegis notir þú netið til annarra og þarfari hluta en að hrella samborgara þína."
Grátt gaman ungmennis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2010 | 23:46
Hugmyndir um styttri opnunartíma veitingahúsa ekki galin
22.5.2010 | 23:16
Hún skín karlmennskann úr Dean Martin
Þetta lag hans, Memories Are Made Of This (1956) finnst mér alltaf sérlega skemmtilegt fyrir þær sakir að bakraddirnar eru sérlega "góðar" já, alveg einstakar
22.5.2010 | 23:05
The Shadows voru góðir, en japanskir aðdáendur þeirra eru það líka!
Þessir eru greinilega undir áhrifum goða sinna í The Shadows og eru í fínu stuði með sínum bugtum og beygjum að hætti manna frá landi sólarinnar
22.5.2010 | 22:14
Diana Krall er frábær listamaður
Hún er gift hinum enska Declan Patrick MacManus eða Elvis Costello eins og hann kýs að kalla sig, hún er svaðalegur jassgeggjari og syngur hér lagið "Look of love" eftir Burt Bacharach.
22.5.2010 | 21:42
Hótar að sprengja Melaskóla ef hann kemst í þúsund heimsóknir
Alveg er með ólíkindum hve heimskt fólk getur verið, að segja svona á á fésbók og halda að yfirvöld taki þetta ekki alvarlega! þetta hlýtur að vera unglingur sem hefur ekki hugsað lengra en þetta og er að ganga í augun á stelpum í skólanum!! Hélt samt að ungt fólk ef það er í þessu tilfelli raunin, væri víðlesnara um að svona gjörningar væru ávísun á handtöku og að þetta væri ekkert annað en terrorismi?
Hótar að sprengja Melaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |