Grátt gaman unglings getur haft alvarlegar afleiðingar !

Komið hefur í ljós að sá sem  setti sprengjuhótun um Melaskóla á netið var  ungur að árum eins og mig grunaði og segist ekkert ill hafa haft í huga annað en grín!

"Kæri vinur, hver sem þú ert, (ég er að vísa til allra er huga að svona lélegu og hættulegu "djóki" ) hefur umræða undanfarinna ára um hryðjuverk og hryðjuverkahótanir ekkert kennt þér um hve slíkir  atburðir eru hrikalega alvarlegir og teknir alvarlega? Eða horfir þú eða hlustar almennt alls ekkert á fréttir  og það sem alvarlegar er, eru foreldrar þínir ekki að uppfræða ykkur um þessa hluti og einnig að fylgjast með hvað þið eruð að gera á netinu? Nóg er búið að ræða um þessa hluti.  Ég vona að framvegis notir þú netið til annarra og þarfari hluta en að hrella samborgara þína."


mbl.is Grátt gaman ungmennis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að við gleymum aldrei, eins og sum nágrannalönd okkar, að börn, þeir aðilar sem undir 18 eru, eru og verða alltaf börn.

Þau hafa ekki alveg sama skynbragð og við á umhverfinu eða skilning á atburðum.

Þau gera hluti sem þeim eldra fólki blöskrar. Þess vegna eru þau börn en við fullorðin.

Hallur (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 07:30

2 identicon

Já nei ég er nokkuð viss um að þessi aðili horfi ekki á fréttirnar og hvað þá að foreldrar hans séu að mata þetta ofan í hann..

Stofnandinn er strákur, 12-15 ára held ég og mér finnst það ekkert skrýtið að hann hafi ekki skilið hversu alvarlegum augum sumir líta þetta. Fyrir honum var þetta bara saklaust djók - hann hefur kannski hugsað með sér "Hver mun taka þessu alvarlega? Afhvejru ætti fólk að halda að ég væri að meina eitthvað með þessu? Hvar ætti ég svo sem að fá sprengiefni? Og hvaða alvöru ástæðu ætti ég að hafa til að sprengja upp skólann?".

Annars vil ég benda Halli á það að mér finnst ég ekki hafa gert neitt annað en að rífa fullorðið fólk upp úr kjánaskapnum hér á blogginu. Fólk kallar hvort annað nöfnum og segir hluti á við "þú ættir að leita þér hjálpar" og "Átt þú ekki heima á geðdeild?". Get sagt þér það að mér blöskraði við þessa sýn. 

Ragnheiður Traustadóttir (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband