Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2010 | 23:41
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk, því miður fyrir þá!
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 23:12
Markaðsátak þegar farið að skila sér
Nú þegar að gosi er lokið og markaðsátak til stuðning ferðamannaiðnaði er hafið með átakinu Inspired by Iceland" sem hófst fyrir um viku, hefur merkjanleg aukning verið á heimsóknum erlendra ferðamanna til landsins.
Við vorum að gera okkur vonir um það að við gætum sýnt fram á það að innviðirnir væru heilir og það væri allt öruggt. Að menn ættu að koma þrátt fyrir gos og jafnvel bara vegna gossins," segir Katrín. Nú sé gosinu lokið í bili og það hjálpi að sú óvissa sem því fylgir sé út úr myndinni í bili. Það hjálpar okkur í markaðsátakinu að hér sé opið flugið og annað slíkt," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
http://visir.is/markadsatak-thegar-farid-ad-skila-ser/article/20108637922
28.5.2010 | 22:49
*Euro*vision*kosningar*29 maí*
Á morgun, laugardaginn 29 maí, verður gaman að vakna, menn og konur í sínu fínasta pússi að ganga til kosninga vegna sveitastjórnakosninga og einhvernvegin verða menn alltaf í góðu skapi þrátt fyrir að þeirra flokkur sé kannski ekki að fá sitt allra besta fylgi í skoðanakönnunum í vikunni, það skiptir ekki endilega máli, því í dag er hátíðisdagur með stóru Hái, fólk fer og kaupir gott á grillið, lætur allt eftir sér í mat og drykk, og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að það eru úrslit í Eurovision söngvakeppninni í Noregi, og Hera okkar getur toppað góðan dag með því að vinna keppnina
Sem sagt, góður fyrri partur dags þar sem menn skiptast á skoðunum í pólítík fram eftir degi, og byrja síðan að huga að Heru og hennar fólki í Osló þar sem hún að eigin sögn ætlar að vinna þessa keppni og láta Pál Magnússon fá hjartaáfall í lok dags! Guð forði því þó.
Góða skemtun kæru landsmenn á morgun og til hamingju Ísland hvernig sem fer
28.5.2010 | 21:14
Grr!! Gnarrinn ekki góður í Kastljósi í kvöld
Ekki fannst mér frambjóðandi "besta flokksins" merkilegur penni í Kastljósi kvöldsins, langt frá þvi að vera málefnalegur og í raun aumkunarverður, svaraði illa spurningum umsjónarmanna og var illa að sér í málefnum borgarinnar! reyndar var frambjóðandi Reykjavíkurlistans líka lélegur sem og frambjóðandi VG Sóley Tómasdóttir að ekki sé talað um frambjóðanda Framsóknarflokks sem var afburðaslakur, Hanna Birna var málefnalegust ásamt Degi.
28.5.2010 | 20:35
Ekki þverfótað fyrir frambjóðendum án leyfis!
Ekki hefur verið þverfótað fyrir frambjóðendum flokkanna fyrir utan stórmarkaði, vínbúðir og fleiri staði í dag og undanfarna daga.
Ég er sjálfur verslunarstjóri í matvöruverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu og ekki einn einasti bað um leyfi til þess að vera með áróður fyrir utan mitt fyrirtæki, ekki að ég myndi banna það, heldur findist mér það almenn kurteisi að biðja leyfis að vera með kosningaáróður við dyrnar manns, það kannski segir heilmargt um það hve þeim finnst þeir merkilegir í sjálfu sér!!!
Hvað finnst ykkur um svoleiðis framkomu??
28.5.2010 | 20:05
Messi segir Englendinga verða í hópi þriggja efstu!
Mér finnst Messi vera að segja með þessu að hann vilji spila á Englandi í framtíðinni og sé að sá fræi í þá áttina, en ég held að Englendingar verði aldrei í topp þrjú í sumar! Mín spá er:
- Spánn
- Þýskaland
- Argentína
Messi: England í hópi þriggja sigurstranglegustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 19:15
Segir skemmdarvarga tengda Samfylkingunni! Varla
Ég á bágt með að trúa því að Samfylkingarmenn eigi sök á því að valda skemdum á kosningaskiltum Framsóknarflokksins í Kópavogi, það hljóta að vera óprúttnir krakkar eða þá aðilar sem styðja Samfylkinguna, þó svo Samfylkingamenn séu "vitlausir" eru þeir þó ekki það vitlausir að láta hanka sig á svona hlutum, sérstaklega á þessum erfiðu og skrýtnu tímum.
http://visir.is/segir-skemmdarvarga-tengda-samfylkingunni/article/2010492359042
28.5.2010 | 18:54
Svíar ekki á úrslitakvöldið!
Svíum brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besti flokkurinn með 6 fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 18:44
Hreiðar Már snýr aftur heim (út)
Hreiðar Már snýr aftur heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |