Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2009 | 20:17
Styrkir Sjálfstæðisflokks endurgreiddir
Nú er komið upp úr krafsinu að íhaldið þáði styrk árið 2006 frá FL Group upp á um 30 milljónir króna! og svelgist mörgum á. Einnig var styrkur upp á 25 milljónir króna þeginn frá Landsbankanum á sama tíma, allt þetta verður endurgreitt skv yfirlýsingu frá flokknum. Þessir styrkir þykja ekki eðlilegir skv núverandi formanni og hafi engum verið kunnugt um þetta nema Geir H Haarde þáverandi formanni, sem stigið hefur fram með yfirlýsingu um að þetta sé á hans vegum og engra annarra !. Hann er náttúrulega aðeins að fórna sér fyrir flokkinn þar sem hann hefur stigið af stóli og hefur engu að tapa, og er að reyna að draga úr tapinu fyrir flokkinn í heild sinni. Ég er hins vegar fullviss um að það geti alls ekki verið, hvernig getur það verið að aðeins formanni sé kunnugt um þetta þar sem fjöldi manns vinnur að því að afla tekkna fyrir flokkinn? Það er skýrt kveðið á um að framlög frá lögaðilum og einstaklingum megi að hámarki vera 300 þúsund. Þetta er löngu vitað.
Það er alls engin tilviljun að þessi flokkur skuli hrynja í fylgi þegar að nú í þessu erfiða efnahagsástandi er fylgst mun betur með öllu bruðli og það aftur í tímann!
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 22:52
Er á Broadway "show must go on"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 19:25
Loka loka útkall í Hollý!
þetta er búið að vera gersamlega skelfilegur dagur hvað varðar undirbúning að dansiballi! hugsa sér, einu littlu balli, þetta var prinsippmál fyrir konuna, hún vildi endilega fara en ég stóð fast í fótinn og sagði að fyrr myndi ég dauður liggja en að fara í svona afturábaksreúníon og hver ræður sagði ég! Nú, leigubíllinn er kominn og ég get hvergi falið mig, jæja, ég set bara síðasta lag á fóninn og sturta í mig vodka og kókinu sem eftir er og læt mig hafa þetta, aldrei að vita nema ég slái í gegn í kvöld, þar sem ég er búinn að æfa mig svo mikið með danssporin
best að setja lokalagið á, mér líður einmitt eins og blessuðum Beethoven
(Vona samt að ég rúlli ekki alveg yfirum!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 19:05
Hvernig er hægt að sjónvarpa beint frá Rás tvö?
Ég hlýt að segja eins og væntanlega margir aðrir, hvernig er þetta mögulegt? Ég verð sennilega að færa sjónvarpið á ská Þannig að ég geti séð þetta beint
eða kannski aðeins til vinstri, nei til hægri, eða, nei, ég er alveg orðinn kolruglaður!!
![]() |
Úrslitakeppnin hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 18:40
LOKAKALL Í HOLLÝWOOD TAKA 6
Já, nú er varaliturinn kominn á konuna og maskarinn og allt þetta sem því fylgir, en ég er ekki alveg viss um að ég sé tilbúinn í svona risa reunion eins og þetta Hollý dæmi! en, kannski konan geri mér þann greiða að leyfa mér að æfa mig í síðasta sinn ( þar sem ég hef aldrei verið sleipur í dansi ) skellum "Easy lover" með þeim Phil Collins og Philip Baily á fóninn Ha ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 17:13
Enn í Hollywood gírnum taka 5
Ég er að verða nokkurnvegin klár fyrir kvöldið, en þó þarf að æfa eitt og eitt dansspor sem fallið hefur í gleymskunar dá, en ég næ því með því að æfa mig fyrir framan spegilinn og þá kemur þetta allt, furðulegt, en það þarf hjálp til, þeir í Bee Gees eru manna bestir til þess með lagið "Staying Alive"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 16:20
Og enn tileinkum við þetta síðdegi Hollýwood genginu taka 4
Nú fer að koma tími á fyrsta rauðvínsglasið eða bjór, eða vodka kók eða hvað sem þyrstum langar í, og þá er ekki í vegi að hlusta á þennann kappa, Hann heitir Dan Hartman og smellur hans var að sjálsögðu "Instant Replay"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 16:10
Komum okkur í stuð með Hollywood soundinu ! taka 3
Nú eru sennilega allar stelpurnar að undirbúa sig fyrir kvöldið á Broadway með öllu því umstangi sem því fylgir, og væntanlega búnar að máta dressið og ákveða hvaða andlitsfarða nota á, strákarnir að máta dansskóna og stífa skyrtukragann, en meðan þið eruð að þessu hlustið á þetta :
Hér er enn eitt sem var gríðarlega vinsælt í Hollý í den, Alicia Bridges með I love the nightlife .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 03:15
Hollywood taka tvö
Ef það sem áður heyrðist hreyfði ekki við ykkur, þá gerir þetta það
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 02:43
Í tilefni "hollywood" hátíðar í kvöld!
Hér er gott lag sem kittlar minningarnar heldur betur, hækkið allt í botn, sjáumst á Broadway .
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)