Færsluflokkur: Bloggar

Gamalt og gott :)

Var að rölta um netið og rakst á þetta lag, sum ykkar muna eftir þessu.


Fjórði leikhluti KR 59 Grindavík 84!

Á þessu átti ég ekki von, KR ingar að tapa á eigin hemavelli!


Lamdi son sinn með hárbursta í öxlina og missti stráksa!

Er þetta ekki fulllangt gengið, það virðist ekki sem móðirinn sé neitt sérstaklega ofbeldisfull? eða hvað? danglar aðeins í stráksa með vesalings hárbursta og breskir fjölmiðlar ærast, og móðurinn missir drenginn sinn frá sér? hvað er að ske í þessu þjóðfélagi? Ekki það að ég vilji að forleldrar berji börnin sín, langt í frá, en þetta er nú "túmöts"

http://visir.is/article/20090409/FRETTIR01/972194001/-1

 


KR 34 Grindavík 47 í hálfleik

Ok, það er á brattann að sækja fyrir vesturbæjarstórveldið í seinni hálfleik, Benni hefði betur átt að fá sér í gogginn í Nóatúni í dag, og líka fyrir síðasta tapleik Cool

KR - Grindavík 26-42

Hvað er að ske hjá KR ingum? þeir eru að drullutapa fyrir Grindvíkingum sem eru að fara á kostum þegar annar leikhluti er nánast að renna út??

Er von á olíugróða á Íslandi?

Það væri óskandi, svo ekki sé meira sagt, en til þess að það geti orðið þarf að fara í öllu rétt að þessu frá byrjun. Gæta þarf að skattleggja ekki þannig að það fæli olíufyrirtæki frá því að sækjast eftir verkinu og þá sérstaklega þessa fyrirframskattlagningu sem helst er talað um. Ef marka má Sagex Petrolium, þar sem þeir sem þeir segja að Jan Mayen hryggurinn sé auðlind sem nemi einum sjötta af því sem Norðmenn eiga, og þar sem við erum fimmtán sinnum færri en Norðmenn getur gróðinn verið tvöfalt eða þrefalt meiri en þeirra á hvern haus hér á landi!! Ekki slæmar framtíðarhorfur það eða hvað?

Enda hefur olían gert forfeður okkar að mesta velferðarríki veraldar þar sem olía er helmingur af útflutingstekjum þjóðarinnar. En allt eru þetta spekúlasjónir og ekkert víst að nokkur olía finnist, en engu að síður kærkomið að hugsa til þess í þessu hrikalega ástandi sem nú ríkir, og vonin ein eftir kraftaverki til bjargar þjóðarskútu okkar. Verum jákvæð og vonum það besta segi ég alltaf Wink

 


Ríkra manna ummæli! (Svei)

Ef rétt er haft eftir forsætisráðherra Ítalíu, Berlusconi, sem segir að það fólk sem lifði skjálftana af, lifi "einskonar útilegulifi"  og að ekki væsi um fólk. "þau hafa allt sem þau þurfa, læknishjálp, mat, og þau eiga að líta á þetta sem útilegu um helgi! "

Nú, svona segja menn sem eiga hálfa ítalíu, Knattspyrnulið í fyrsta klassa og "Guð, ef hann er þá til enhverstaðar þarna úti " má vita hvað annað, þetta er svo hrokafullt og alls ekki í takt við veruleikann að það hálfa væri ekki nóg!!

Er veruleikinn virkilega orðin svona? ríkir menn eru ekki bara ríkir heldur ráða þeir ríkjum í sínu landi? Ég vil ekki búa í svona þjóðfélagi.


mbl.is Ummæli Berlusconis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða holskeflurnar fleiri og eða dýpri?

Nú þegar aprílmánuður hefur náð næstum þriðjung af þessum mánuði, eru fréttiir af gjaldþrotum orðnar um og yfir 300 frá því að kreppa mældist hér á landi um það bil,  og spár segja til um að þær verði yfir 3000 eða fleiri á þessu og næsta ári, ef horfir sem stefnir. Þetta hlýtur að vekja gríðarmikinn ugg í brjósti fólks um hvað í aðsigi sé og er ekki að að undra, við erum að missa vinnunna hver af öðrum og í hvaða stétt sem er, verslunarfólki vegna þess að verslunum fækkar og í öllum einingum í hvaða greinum sem nefnir, húsgagnaiðnaði, og öðrum slíkum,  Ekki er nema von að fólk hugsi til stjórnmálamannana og segi sem svo, að hvað í ósköpunum eigi það að kjósa þann 25 april, ef ekki íhaldið? Nei, Samfylkinguna, ég meina, ég hef aldrei kosið neitt annað ?? Eða á ég að kjósa Vinstri Græna, sannarlega eina kommúninstaflokk Íslands ? eða á ég að kjósa  Lýðræðishreyfinguna eða Borgaraflokkinn ?

Nei ég held að það verði söguleg úrslit kosninga í apríl og að þau verði ekki  eins og flestiir spáðu um Wink


Jarðskjálfti á Ítalíu

Þó svo að þetta sé allt ekkert gamanmál, þá get ég ekki annað en minnst þess að þetta minnir mig á bíómynd um hákarlinn Jaws eftir Peter Benchley, þegar vísindamaður varar við í ókind einni á baðströnd bæjarins sem er ein helsta tekjulindin, en bæjaryfirvöld hunsa hann, aðeins með það að leiðarljósi að ferðamannastraumur fari í hundanna, ætli það hafi ekki líka haft áhrif á þennann spádóm þessa visindamanns, vonandi hafa þessi sömu bæjaryfirvöld  haft hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og þá að skelfing gripi ekki um sig þar á bæ, samt hef ég þá tilfinningu að pólítík hafi allt með þetta að gera, það hefði verið slæmt fyrir ríkjandi bæjarstjórn að taka ákvörðun um að rýma bæinn og svo hefði ekkert skeð! Mannfólkið er því miður svo breiskt, hagsmunir eru hærra metnir öllu öðruAngry


mbl.is Jarðskjálfti á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var við öðru að búast?

Það getur ekki komið neinum á óvart að Samfylking skuli hafa þetta fylgi, það bókstaflega rýkur úr Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir, Vinstri Grænir hafa líka gott brautagengi þó aðeins sé það minna, en gott engu að síður, ég held að ef íhaldið hefði ekki staðið í þessu málþófi á þingi, væru þeir með meira fylgi fyrir vikið!! þetta eru taktísk mistök hjá þeim.
mbl.is Þriðjungur myndi kjósa Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband