Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2009 | 19:30
Ef tími samstöðu er ekki núna, þá hvenær?
Ég neita að trúa því, né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu ástkæra föðurlandi geti kollvarpað öllu atvinnulífi, landbúnaði og sjávarútvegi sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, hljóðfráar þotur og þyrlur til að skjótast upp í sumarbústað, svo ekki sé minnst á fínu veislurnar með heimsfrægum poppurum og fínustu kokkum heims, og skrifuðu þetta allt hjá íslensku þjóðinni ! Gleymum því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur og þotur) voru fengnar á 100% láni frá bönkunum okkar, ég segi okkar því íslenska þjóðin átti þessa banka áður en ákveðin hópur stjórnmálamanna ákvað að gefa þá frá sér, skömmin er ævarandi þeirra, Ef þetta er ekki saknæmt, þá veit ég ekki hvað er.
Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða okkar væri meiri en oft áður? Nú verðum við að breyta þessu, hvernig? jú, með því að vera samhuga í að láta jákvæðar fréttir vera í forgangi og ekki síst að láta flokkkspólítíska hagsmuni lönd og leið og vinna saman að sem bestu kjörum fyrir íslensku þjóðina, börnum okkar og barnabörnum til heilla í framtíðinni.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 20:53
Hvernig væri að leggja munaðarskatt á laun þingmanna, forkólfa verkalýðshreyfinga og ríkisforstjóra?
![]() |
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2009 | 19:03
Enn einn loforðamolinn sem hent er í okkur lýðinn!
Það er auðvelt að sitja á toppnum með tiltölulega trygga atvinnu og lofa slíkum hlutum sem Jóhanna lofar, að snarfjölga í ráðgjöf til fólks i greiðsluerfiðleikum. Hvað á eftir að koma út úr því, fær þetta fólk einhverja lausn sinna mála þó svo þó biðröðin styttist um eina viku eða svo?? En hve oft er búið að vera að lofa einhverju? Allt frá því að hrunið hófst í sept, og sértsaklega eftir áramót, alltaf eru á leiðinni aðgerðir sem eiga að greiða fyrir okkur almúganum að ekki sé talað um atvinnufyrirtækin sem sífellt stíga valtari fótum á jörðina, þangað til þau hreinlega falla alveg til jarðar, þeim mun lengra sem líður og ekkert er gert, þeim mun styttra er í þetta fall, og það er akkúrat það sem er að fara að skella á nú á næstu dögum og vikum!
Ef eitthvað á að fara á betri veg, verður að fara í aðgerðir strax, og byrja á að lækka stýrivexti á morgun verulega, helst þannig að þeir verð ca 4% yfir EB vöxtum sem eru ca 1.4 -2%, þ.e. okkar vextir þurfa að fara í um 5-6% .
![]() |
Ráðgjöf verður stórefld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 20:50
Byggingargeirinn tók ekki við sér í aprílmánuði
![]() |
Lífið kviknaði ekki í aprílmánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 19:51
Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!
Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn. En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla. Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!
Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!
Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína! Vitna í í þessa frétt orðrétt:
" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."
Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!
Svei attann!!
![]() |
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 19:11
Hvalkjötsvinnslan til Kjötvinnslu Esju
![]() |
Hvalkjötvinnslan til Esju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 00:16
Hvað er ekki gert í listarinnar nafni?
Að láta sér detta þetta í hug, ætti að koma stúlkunni áfram án prófa, þvílíkt ímyndunarafl og þvílík snilltar listamannshugdetta! ég meina, halló, þetta er æðislegt, hér er myndin af bílnum umrædda, ef þú sérð hann, smelltu á myndina til að stækka.
![]() |
Ósýnilegur Skodi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 23:38
Svína þetta og svína hitt! úrelt ha!
![]() |
Svín greind með flensu í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 23:49
Er krísan svo mikil að það þarf Spánverja í markið hjá enskum?
Djöfull er þetta ömurlegt fyrir enska að þurfa að vera að horfa til erlendra markmanna eins og Almunia hjá Arsenal!
Wenger segir að hann sé besti kostur í stöðunni eins og er, en þeir sem koma til greina eru: Robinson, Kirkland, Green og Foster.
![]() |
Almunia í enska landsliðið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2009 | 23:33
Misnotkun á atvinnuleysisbótum !!
Ég er þess fullviss að fólk er að misnota atvinnuleysisbætur með ýmsum hætti. Og þekki ég nokkur dæmi þess!
Sjálfur er ég í forsvari fyrir fyrirtæki í bænum og verð ég verulega var við að ekki er verið að sækja um atvinnu eins og maður hefði haldið að myndi vaða yfir mann á þessum erfiðu tímum!!
![]() |
Bæturnar misnotaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)