Færsluflokkur: Bloggar

Endurheimtu húsið úr höndum Arion banka

Ánægjulegar fréttir um að sex manna fjöldskylda endurheimti heimili sitt af Arion banka sem keypti það á uppboði í vor, en var ógilt nú í vikunni!

"Húsið þeirra var um 50 milljóna króna virði þegar þau tóku lánið og þau hættu að borga þegar lánið óx húsinu langt yfir höfuð. Nú hefur maðurinn hins vegar endurheimt húsið sitt þökk sé formgalla á nauðungarsölunni"

"Vilhjálmur segir stöðuna í dag þá að þau hjónin eigi húsið. „Nú erum við með allt aðra samningsstöðu og getum farið að semja um okkar skuldir."

 


Gæti hægt á efnahagsbata

Áhrif dóms um að gengistryggð lán séu ólögmæt, gætu haft þau áhrif að hægja á efnahagsbata þjóðarinnar segir sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek Rozwadowski.

"Roswadowski segir að óvissan sem ríkja muni um vextina næstu mánuði valdi því að líkindum að fjárhagsleg endurskipulagning stöðvist. Hún sé nauðsynleg til að hagkerfið komist í gang að nýju. Óvissan valdi því líklega líka að gjaldeyrishöftin vari lengur en til stóð."

Sjá frétt á Rúv.is

http://www.ruv.is/frett/gaeti-haegt-a-efnahagsbata

 


Sjálfsmorð eftir tap Brassa

Það segir meira en orð fá lýst hve sumir taka íþróttum alvarlega, Haitibúi einn ungur eða átjan ára gekk fyrir bíl og tók líf sitt eftir tap Brasilíumanna.
mbl.is Framdi sjálfsmorð eftir tap Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HM sæti Íslendinga í bridge öruggt

Íslendingar gerðu jaftefli við Englendinga 15-15 nú í kvöld og tryggðu þar með sæti sitt á HM í bridge á næsta ári Smile´

En þá eru 20 ár eru liðin frá því Ísland HM í Japan.

Staðan er sú að Ítalir hafa 304 stig, Pólverjar 297, Ísrael 284,5 og Íslendingar 270°.

Íslendingar mæta Rússum í lokaumferðinni á morgun en Ísraelsmenn spila við Ítala. Með hagstæðum úrslitum eiga Íslendingar möguleika á bronsverðlaunum.

Áfram Ísland Smile


Réðust á hjálparstarfsmenn í Afganistan

Talibanar réðust á skrifstöfur bandarískra hjálparstarfsmanna í norðuhluta Afgaistan og myrtu fimm, tvo Afgana auk manna frá Þýskalandi, Bretlandi og Filipseyjum.

Það er ljóst að þessir hryðjuverkamenn víla alls ekki fyrir sér að drepa hvern sem er hvort sem  þetta séu Rauðakrossfólk eða óbreyttir. Slíka menn verður að finna og útrýma!


Ætla "sundraðir" Sjálfstæðismenn að stofna nýjann flokk?

Það er að heyra að menn innan Sjálfstæðisflokks hyggja á stofnun nýs flokks, alla vega heyrist mér það á mönnum eins og Guðbirni Guðbjarnarsyni sem sagði sig úr flokknum í dag:

hann sagði:

"Þannig sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum og hætti þar með í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi. "

Hann sagði síðan að nýr flokkur yrði stofnaður í kjölfarið. Gangi ykkur vel !

Af hverju farið þið ekki bara yfir til Samfylkingarinnar? Þar eigið þið greinilega heima.


Muniði eftir Seals and Crofts ?

Þeir voru tveir gæjar með marga smelli eins og þennann:

Diamond Girl


Strákur frá Taiwan með góða rödd!

Hlustið á þennann strák taka lagið

I Will Always Love You


Árni Páll og Evrópuhyggja hans!

Mér verður hreinlega um og ó þegar að  Árni Páll opnar á sér þverrifuna!, hann segir:"það er með ólíkindum að Sjálfstæðismenn ætli að „stimpla sig út og skila auðu,"

Hvað meinar maðurinn með því að skila auðu?? er hann að segja að með því að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi að ekki ætti að fara í aðildaumræðu við EB væri hann að stimpla sig út?

Nei ég held að Samfylking og Árni Páll megi vara sig, þeir eru við það að missa tiltrú fólks.


Frábær flutningur á opnunarhátíð ÓL

Horfði á endursýningu á setningararathöfn 21.vetrarólympíuleikana í Vancouver í dag og þótti mér það með afbrigðum flott! þó þeir hafi fallið í skugga af banaslysi Georgíumannsins Nodar Kumaritashvili  sem lést við æfingar á bobsleða sínum.

En aftur að setningarhátíðínni, margir létu til sín taka á tónlistarsviðinu þó engin hafi verið betri en K.D Lang sem flutti lag Leonards Cohen Haleluja með bravör :)

Hér er sama útfærsla og á leikunum í dag, þar sem þetta er enn ekki aðgengilegt á netinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband