Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2010 | 23:34
Er öfgahópur muslima að hasla sér völd á landinu?
Það hefur varla farið fram hjá neinum að í Bandaríkjunum er deilt um staðsetningu mosku á Mannhattan, og sýnist sitt hverjum þar um það mál, þó flestir held ég séu því ósammála.
Í vikunni sá ég frétt um að aðilar hér í Reykjavík hefðu fengið vilyrði fyrir því að fá húsnæði í bænum, nema að fyrir er félag múslíma sem rekur mosku annars staðar og er ekki par hrifinn af þessum áformum.
Salman Tamimi forsvarsmaður muslima hér á landi telur að hætta geti stafað af þessu, og að um öfgahóp eða jafnvel hryðjuverkamenn geti verið að ræða.
Nú er bara spurning hvort yfirvöld sem heimilað hafa þessa umsókn taki málið til endurskoðunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2010 | 21:49
Svandís telur að þörf sé á meira skapandi mönnum í forystu Samtaka atvinnulífsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2010 | 20:01
Námumenn í Chile, nokkrar klukkustundir eftir !
Nú eru aðeins fáeinar klukkustundir í að borinn sem á að ná til námumannanna í námugöngumunum í Chile fari í gegn, fjöldskyldur þeirra allra eru á staðunum og bíða í ofvæni eftir að sjá sína heittelskuðu eftir um tveggja mánaða aðskilnað.
Ekki er þó talið að þeir náist upp fyrr en eftir nokkra daga eða í fyrsta lagi um miðja næstu viku að talið er.
Á meðan bíða fjöldskyldur þeirra með kertaljós og biðja bænir.
![]() |
Nokkrar klukkustundir eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 19:53
Drottningarviðtöl Ingva Hrafns á Hrafnaþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 03:50
Totti: Er of góður til þess að vera þjálfari
Þvílikur hroki hjá manninum, verða menn svona af því einu að vera frægir????
http://visir.is/totti--er-of-godur-til-thess-ad-vera-thjalfari/article/201053218399
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 03:23
Lilja Mósesdóttir og grasrótin
Það hafa sjálfsagt margir heyrt nafn Lilju Mósesdóttur nefnt í vikunni, og er ekki að undra, hún er sá þingmaður sem sennilega óhræddastur er að bjóða forystu flokksins byrginn, ekki síst Steingrími J forystusauði VG, en hann hefur verið duglegur við að setja niður við hana.
En grasrótin hefur sagt sitt, hennar fólk er greinilega að sækja á í flokknum og þar með hún, og tel ég það bara tímaspursmál hvenær hún taki völdin hjá Vinstri Grænum.
Hún hefur með sínum málflutningi sem hagfræðingur, komið með ýmsa góða möguleika til lausnar krísu okkar.
Geti hún ekki starfað innan VG er hún velkomin í Sjálfstæðisflokkinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2010 | 01:37
"Ískaldir hlekkir "
Bubbi Morthens og Rúnar Júl sungu um Mýrdalssand 1991 að mig minnir.
Textabrot úr lagin lýsir vel ástandinu og hugarangri margra í dag:
Þín vesta mara hún læðist og leitar
líf þitt hremmir með varir sjóðheitar.
Þú getur hlaupið en þú felur þig ekki
að fanga þig óttinn með sína
ísköldu hlekki
ísköldu hlekki
ísköldu hlekki
og þú sleppur ekki.
Þar sem "mara" er fátæktin sem fólk er að falla inn í og hlekkirnir eru að sjálfsögðu þær birgðar sem almenningur þarf að burðast með í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2010 | 19:48
Skora á þingmenn og efnaða að þeir gefi ákveðna upphæð til þeirra er minna mega sín
Nú þegar að öll spjót standa á þingmönum, að ekki sé talað um efnamikla umsvifamenn í þjóðfélaginu, yrði það ekki slæmur leikur hjá þessu fólki, í ljósi umræðu undanfarinna daga að þeir sýndu samhug og gæfu "tíund" (þetta mætti vera minna eða meira) til fólks er virkilega þarf á peningum að halda.
Ég segi fyrir mig, að ætti ég pening aflögu gæfi ég þá með glöðu geði, ekki síst ættu þingmenn sem virkilega taka ástandið í þjóðfélaginu alvarlega að sýna lit með þvi að gefa til minnimáttar!
Ég trúi ekki öðru en að þeir sýni nú lit með því að gera eitthvað í málinu, t.d, gæti hver þeirra sem aflögu er fær tekið að sér að styrkja ákveðin einstakling, þeir gætu haft samráð um það í samstarfi við félagsmálayfirvöld t.d. ?
En satt að segja á ég alls ekki von á því að þetta gerist, en kraftaverk gerast en, ekki satt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2010 | 00:53
Hvalveiðum lokið með stæl og 148 langreyðar landaðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2010 | 23:32
Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
![]() |
Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)