Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2010 | 02:55
Og nú Quincy Jones & Toots Thielemans
Það er ekki á vondann að sækja þegar að þessir tveir stilla saman strengi sína:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 02:46
Meira af munnhörpusnillingum
Hér er Toots Thielemans sem er sennilega einn sá besti í þessu fagi með lagið Bye Bye Blackbird :
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 01:58
Námuni í Chile breytt í skemmtigarð !!
það er varla að blekið sé þornð í ævintýri þeirra 33 námumanna í Chile, en að peningamenn skundi af stað til að reyna að græða sem mest á mesta björgunarafreki þessararar aldar.
Nú er talað um að þetta svæði verði að "skemmtigarði" þar sem að fólki gefst meðal annars kostur á að fara niður í hylki því er bjargaði mönnunum!!
Mér finnst þetta sjúkt, hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 00:41
Frábær flutningur á munnhörpu hjá Stefáni Helgasyni
Spilandi á munnhörpu sjálfur er það alltaf gaman að heyra aðra snillinga spila á þetta hljóðfæri sem fáir spila á, ekki að ég telji sjálfan mig til þeirra snillinga, en það er önnur saga og annara að dæma sem þekkja, en hér er frábært hljóðdæmi greinilega margra ára gamalt, sjá má menn eins og Gulla Briem á trommum og Magga Kjartans á hljómborð ásamt Bjögga H og fleiru góðu fólki, takið eftir að í lokin skiptir Stefán yfir í blúsinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2010 | 00:11
Allt Benitez að kenna! eða hvað?
![]() |
Hicks: Allt Benítez að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.10.2010 | 23:49
Landinn æstur í Björgvin og hans jólatónleika
![]() |
Landinn æstur í Björgvin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 22:44
Ég hef líka logið! en hvað með stjórnmálamennina?
![]() |
Wenger: Ég hef líka logið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2010 | 00:10
Vika í að námumenn sjái dagsljós á ný
Nú er aðeins vika eða svo að mennirnir innilokuðu í námunni í Chile komist upp á yfirborðið og til sinna ættingja. Það er með ólíkindum hve þeir hafa þraukað þarna niðri og náð jafnvel að stunda hlaup og aðrar æfingar til að geta komist fyrir í hólki þeim er niður um borholuna kemur.
En eitt er víst, að það verður fylgst með þessu í beinni útsendingu um alla heimsbyggð, og ekki svo sem að undra
http://visir.is/vika-i-ad-namumenn-sjai-dagsljos-a-ny/article/2010258930956
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 19:22
Róttæk öfl sögð á bak við menningarsetur múslima
Eins og ég sagði í bloggi mínu í gær, hefur komið í ljós að það eru róttæk öfl sem standa á bak við nýtt "menningarsetur múslima" í Ýmishúsinu, það eru brottrækir aðilar frá hópi Salman Tamimis sem hafa með stuðningi 250 manna stofnað nýtt trúfélag múslima. "Í menningarsetri múslima eru einstaklingar sem Salman Tamimi segist hafi rekið úr sínu félagi fyrir að hafa brotið lög félagsins um öfga, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða"
"Fjárfestarnir á bak við þessi 250 milljón króna kaup eru erlendir.Þeir heita Hussein Al-Daoudi, Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi.Það eru tengsl Alshiddi við öfgafulla múslima sem sett hafa verið spurningamerki við.Alshiddi er skólastjóri Al-Salam einkaskólans í Svíþjóð sem gagnrýndur hefur verið fyrir að þiggja fjárframlög frá íslömskum trúboðasamtökum i Saudi Arabíu.Þau eru nátengd Al-Haramein samtökunum sem eru á lista öryggisráðs Sameinu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök.Bandarísk yfirvöld telja sig hafa upplýsingar um að Al-Haramein hafi fjármagnað hryðjuverkahópa, á borð við Al-Kaída. "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 19:12
Vill rétta yfir Jóni Ásgeiri á Íslandi
Brynjar Nielson hæstaréttalögmaður vill að réttað sé yfir Jóni Ásgeiri og félögum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum, hann kom fram fyrir dómi í dag erlendis og lagði fram þá ályktun.
Ég hlýt eins og svo margir aðrir að vona að svo verði og að hinir raunverulegu sökudólgar hrunsins verði loks dæmdir, ekki stjórnmálamenn, enda ekki hliðstæða fyrir því að slíkt hafi verið gert í öðrum löndum þrátt fyrir að bankar þeirra hafi hrunið líkt og hér á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)